Úrval - 01.11.1982, Page 56
54
ÚRVAL
og tónaði: „Ef þeir ná saman utan
um hann deyr hann. ’ ’
Það var síst af öllu það sem Edward
þurfti að heyra. Hann greip um mag-
ann og hóf villimannadans. Pabbi
náði í Peters lækni sem var nábúi
okkar. Hann kom undir eins vegna
þess að hann hafði fáa sjúklinga.
Hann gaf frænda okkar sprautu sem
hafði samstundis áhrif. Andlit hans
varð kringlótt og appelstnulitt eins og
tröllepli og hendur hans þrútnuðu.
Peters læknir varð að gefa honum
sprautu móti þeirri sem hann hafði
gefið honum áður og greinilega verk-
aði ekki rétt. ,,Ef ég hefði ekki verið
hér gæti ég hafa drepið þig,” sagði
hann.
Frá mínum bæjardyrum séð var
aðeins einn staður óálitlegri til að
eyða þakkargjörðardeginum á heldur
en heima með Edward og það var í
Maine hjá Carrie frænku. Hún var
líklega versti kokkur á Nýja Englandi.
Auk þess sem hún hafði gaman af að
elda deildi hún eidhúsinu með öðr-
um kokki sem hafði næstum jafn-
^mikla hæfíleika og hún sjálf til að
élda, það var eiginmaður hennar,
Warren.
A hverjum þakkargjörðardegi setti
Warren upp hvíta svuntu og toque
blanche til að steikja gríðarmikinn
fugl sem hann kallaði „tuttugu og
fjögurra stunda kalkúninn”. Undir-
búningur matreiðslunnar hófst klukk-
an sex kvöldið fyrir þakkargjörðardag-
inn og með hjálp vekjaraklukku, sem
vakti hann á fjögurra stunda fresti
alla nóttina til að sinna steikinni, var
„tuttugu og fjögurra stunda þakkar-
gjörðardagskalkúninn” tilbúinn
klukkan sex á sjálfan þakkargjörðar-
daginn. Enginn í fjölskyldu okkar
hafði séð líka þessa fugls en linnulaus
orðrómur um hann hríslaðist yfir
okkur. Við höfðum heyrt að úr ofnin-
um kæmi hann í svartri skel sem fyrst
yrði að brjóta gat á. Við fengum líka
fréttir af , .fyllingu sem vætt var í með
ómældum skammti af gini”. Ginið
og svefnleysið var sagt breyta augum
Warrens frænda í lítil x og oftar en
einu sinni hafði hann fundist
víndauður á eldhúsgólfínu.
Pabbi samþykkti að eyða þakkar-
gjörðardeginum að heiman bara
vegna þess að mömmu tókst að leyna
hann verstu fréttunum frá Maine
— að Warren ætlaði að steikja stærsta
„tuttugu og fjögurra stunda kalkún-
inn” sem hann hefði fengist við og að
hann og Carrie hefðu ákveðið að sam-
eina fjölskylduna á þessum þakkar-
gjörðardegi.
Þegar við komum til hússins þeirra
— sem er eitt af þessum losaralegu
skökku Mainebýlum sem hanga á
klettabrún frammi við sjóinn — og
pabbi sá alla bílana sem lagt hafði
verið í kring, varð mamma að segja
honum frá sameiningu fjölskyldunn-
ar.
„Farðu og njóttu þess,” sagði
pabbi. „Ég bíðíbílnum.”
„Við bíðum þá bæði,” sagði Bell
amma. Pabbi flýtti sér inn í húsið.
Warren frændi þaut til okkar með