Úrval - 01.11.1982, Síða 63

Úrval - 01.11.1982, Síða 63
VIÐBÓTAREFNI í SÍGARETTUM 61 þótt kakó geti verið gott til drykkjar þá sé það heilsuspillandi ef því er brennt í sígarettum. Þrátt fyrir þessar niðurstöður hafa bandarískir sígarettuframleiðendur haldið áfram að nota kakóið og nota það töluvert mikið. Margar banda- rískar sígarettutegundir eru þekktar fyrir kakóbragðið, auk þess sem í þær eru notuð fjöldamörg önnur bragðefni. Lakkrísbragð er einnig mjög algengt í bandarísku sígarettunum. Svo að segja allt lakkrísbragðefnið sem framleitt er í Bandaríkjunum árlega, um það bil 6 milljón kg, er notað í tóbaksframleiðsluna. Þetta efni eykur bragðið af sígarettunni, það heidur raka í tóbakinu og sígaretturnar brenna auk þess betur en annars væri. Hluti þessa lakkrísbragðefnis er glyserínsýra sem getur valdið krabba- meini við efnabreytingar sem verða við brunann. Sykur (jafnt úr reyr, korni, rófum eða ávöxtum) er mikið notaður sem bragðefni i bandarískar sígarettur. Hann er og hefúr verið um 4% af heildarþunga tóbaksins í flestum bandarískum tegundum allt frá því upp úr síðustu aldamótum. Þegar sykurinn í tóbakinu brennur veldur hann aukinni tjörumyndun. Vissar sykurtegundir framleiða „catechol” þegar þær hitna. Þetta er einn af aðalkrabbameinsvöldunum í sígarettureyknum, samkvæmt vísindalegum niðurstöðum sem birt- ar hafa verið af Dietrich Hoffmann, forstöðumanni bandarísku heilsu- gæslunnar. Kemisk efni eru sett í gamalt tóbak og er það gert til þess að sígaretturnar haldi ferskleika sínum. Þetta eru glycerol og glycol. Sam- kvæmt niðurstöðum sem birtar hafa verið á vegum landlæknis Banda- ríkjanna geta þessi efni aukið hættuna á að reykingámaðurinn fái blöðrukrabbamein. Þegar glycerol brennur myndast efni sem slævir starfsemi bifháranna sem losa lungun við aðskotaefni. Af því leiðir að reykingafólk á á hættu að fá krónískt lungnakvef og lungun verða á allan hátt viðkvæmari fyrir utanaðkomandi eiturefnum og krabbameinsvöldum. Af þessu má sjá að sum helstu efnin sem sett hafa verið í sígaretturnar síðustu 70 árin til þess að gefa þeim bragð og gera þær ferskari eru hættuleg eða að minnsta kosti tortryggileg hvað snertir áhrif þeirra á heilsufar manna. Hvað er svo hægt að segja um mörg þau bragðefni sem framleidd eru á efna- fræðilegan hátt og ilmefni sem ætlað er að auka bragðið af sxgarettum með litlu tjöruinnihaidi? Gætu þau verið jafnvel enn hættulegri en efnin sem í sígaretturnar er bætt og við þekkjum þegar? Þetta eru spurningar sem Richmond læknir bar fram og fékk ekki svör við. Richmond hefur hætt störfum. Eftirmaður hans, C. Everett Koop
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.