Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 63
VIÐBÓTAREFNI í SÍGARETTUM
61
þótt kakó geti verið gott til drykkjar
þá sé það heilsuspillandi ef því er
brennt í sígarettum.
Þrátt fyrir þessar niðurstöður hafa
bandarískir sígarettuframleiðendur
haldið áfram að nota kakóið og nota
það töluvert mikið. Margar banda-
rískar sígarettutegundir eru þekktar
fyrir kakóbragðið, auk þess sem í þær
eru notuð fjöldamörg önnur
bragðefni.
Lakkrísbragð er einnig mjög
algengt í bandarísku sígarettunum.
Svo að segja allt lakkrísbragðefnið sem
framleitt er í Bandaríkjunum árlega,
um það bil 6 milljón kg, er notað í
tóbaksframleiðsluna. Þetta efni eykur
bragðið af sígarettunni, það heidur
raka í tóbakinu og sígaretturnar
brenna auk þess betur en annars
væri. Hluti þessa lakkrísbragðefnis er
glyserínsýra sem getur valdið krabba-
meini við efnabreytingar sem verða
við brunann.
Sykur (jafnt úr reyr, korni, rófum
eða ávöxtum) er mikið notaður sem
bragðefni i bandarískar sígarettur.
Hann er og hefúr verið um 4% af
heildarþunga tóbaksins í flestum
bandarískum tegundum allt frá því
upp úr síðustu aldamótum. Þegar
sykurinn í tóbakinu brennur veldur
hann aukinni tjörumyndun. Vissar
sykurtegundir framleiða „catechol”
þegar þær hitna. Þetta er einn af
aðalkrabbameinsvöldunum í
sígarettureyknum, samkvæmt
vísindalegum niðurstöðum sem birt-
ar hafa verið af Dietrich Hoffmann,
forstöðumanni bandarísku heilsu-
gæslunnar.
Kemisk efni eru sett í gamalt
tóbak og er það gert til þess að
sígaretturnar haldi ferskleika sínum.
Þetta eru glycerol og glycol. Sam-
kvæmt niðurstöðum sem birtar hafa
verið á vegum landlæknis Banda-
ríkjanna geta þessi efni aukið
hættuna á að reykingámaðurinn fái
blöðrukrabbamein.
Þegar glycerol brennur myndast
efni sem slævir starfsemi bifháranna
sem losa lungun við aðskotaefni. Af
því leiðir að reykingafólk á á hættu að
fá krónískt lungnakvef og lungun
verða á allan hátt viðkvæmari fyrir
utanaðkomandi eiturefnum og
krabbameinsvöldum.
Af þessu má sjá að sum helstu
efnin sem sett hafa verið í
sígaretturnar síðustu 70 árin til þess
að gefa þeim bragð og gera þær
ferskari eru hættuleg eða að minnsta
kosti tortryggileg hvað snertir áhrif
þeirra á heilsufar manna. Hvað er svo
hægt að segja um mörg þau
bragðefni sem framleidd eru á efna-
fræðilegan hátt og ilmefni sem ætlað
er að auka bragðið af sxgarettum með
litlu tjöruinnihaidi? Gætu þau verið
jafnvel enn hættulegri en efnin sem í
sígaretturnar er bætt og við þekkjum
þegar?
Þetta eru spurningar sem
Richmond læknir bar fram og fékk
ekki svör við.
Richmond hefur hætt störfum.
Eftirmaður hans, C. Everett Koop