Úrval - 01.11.1982, Side 79
7 <5
ÚRVAL
TÖFRAHEIMUR VA TNAARABANNA
77
A hemileið með sef og vatnagróður.
Hvíld t sólbjörtu ,, mudhif'
minningum mínum en ég vissi að
breytingar höfðu orðið. Bíllinn nam
hikstandi staðar á nokkurn veginn
sama stað og tuttugu og einu ári áður
þegar ég hitti Thesiger. Vél hins aldr-
aða vélbáts sem nú flutti mig yfir
vötnin stoppaði tvisvar á leiðinni en
hægt og örugglega fikruðum við okk-
ur eftir rennunni.
Flekkóttu vaðfuglarnir renndu sér
niður úr trjánum eftir fiski eins og
þeir höfðu alltaf gert og litlu leirlitu
skjaldbökurnar forðuðu sér enn niður
í aurholur sínar þegar þær heyrðu
okkur nálgast. Sama glóandi
appelsínusólin hvarf hægt í kvöld-
mistrinu.
En við himininn á bak við okkur
trónaði skuggi. ,,Þetta er nýja sykur-
verksmiðjan,” sagði leiðsögumaður-
inn minn. A1 Quabab var nú byggð
hundrað húsa og skóla — með stóra
ishan (hrúgu) úr tágum og sefi, sjö
sefskólastofur og lítið sefhús fyrir
hina tvo ungu kennara. Öll börnin í
þorpinu fóru í skóla á hverjum degi
— börn fólks sem ég hafði þekkt þeg-
ar hugmyndir um skóla hefðu vakið
furðu þeirra.
Hver er framtíð vatnanna? Þar eru
fleiri þróunarmerki: læknar,
hjúkrunarkonur og heilsugæslustöðv-
ar; myllur; betri samgöngur við
markaðsbæina og meira af ræktan-
legu landi. Stærri framkvæmdir eru
einnig í uppsiglingu: flóðaeftirlit,
áveitukerfi, saltvinnsluáætlanir, land-
vinnsla og verksmiðjur sem framleiða
munu pappír úr sefmu. ,,Gefið okk-
ur tíu ár,” segja þeir sem að verkinu
standa, ,,og við munum vinna krafta-
verk.”
En vötnin eru ennþá lifandi og
hægt að heimsækja þau. Þar eru hús
Listilega fléttuð framhlið á gestahúsi
þar sem gesturinn nýtur hefðbund-
innar arabískrar gestrisni.
sem að hálfu eru byggð úr sefi og að
hálfu úr leir fyrir ferðamenn í A1
Quarnah. Eikjurnar iða stanslaust í
kringum þau, skikkjuklæddu vatna-
mennirnir eru þarna, jafnfínlegir í
andliti og áður. Hin gömlu mudhifs
(einka gestabústaðir), stórfengleg
afrek í byggingarlist, hjúfra sig að
Efrat eins og gylltar hallir.
Það er líka enn ein sjón við vötnin
sem allir geta séð, haft heim með sér
og auðgast af: endalaus víðátta
himinsins. Stórfengleiki himinsins
gerir allt annað smátt. Ekkert verður
smærra en útlínur mannsins með
fiskispjótið í hendinni, standandi í
eikju á vatnsfleti sem virðist ná til
endimarka heimsins. ★