Úrval - 01.11.1982, Page 83
HVER MYRTl NAPÓLEON?
Þess vegna var krufning ákveðin síðari
hluta næsta dags og Louis Marchand
var allan morguninn að undirbúa
hana.
Hún átti að fara fram í billjardstof-
unni þar sem Napóelon hafði svo oft
breitt úr kortunum sínum og upplif-
að herferðir sínar. Þessi stofa varð
fyrir valinu af því að hún var stærst og
björtust allra 23 herbergjanna í Long-
wood House, stóru og drungalegu
byggingunni sem hýsti Napóleon og
fylgdarlið hans á St. Helenu. Síðan
var nakinn nár keisarans borinn inn
og lagður á lakið á borðinu.
Rétt fyrir klukkan tvö tóku læknar
og áhorfendur að raða sér upp í her-
berginu. Þessi krufning var hápóli-
tískur viðburður: Hvers vegna hafði
maður, sem alia ævi hafði verið víð-
frægur fyrir Iíkamlegan þrótt og
úthald, látist aðeins fímmtíu og eins
árs að aldri? Heilsu Napóleons hafði
raunar hrakað mikið á útlegðar-
árunum, einkum því síðasta. En
orsökin til þess var ákaft deiluefni
milli útlægu Frakkanna og Englend-
inganna sem gættu þeirra. Útlagarnir
kenndu loftslaginu á St. Helenu um
og sökuðu ensku stjórnina um að hafa
sent Napóleon þangað einmitt til að
deyja. Sir Hudson Lowe, enski land-
stjórinn á St. Helenu, var svo
hræddur við hvað eina sem gæti
komið sökinni á hann eða ríkisstjórn
hans að hann hafði dregið enskan
herlækni fyrir herdómstól fyrir að
staðhæfa að Napóleon þjáðist af
lifrarbólgu því hægt var að halda því
81
fram að sá sjúkdómur væri sprottinn
af kringumstæðum á eynni.
Af þeim átta læknum sem þarna
voru viðstaddir voru sjö Englend-
ingar. Allir gerðu sér ljóst pólitískt
mikilvægi þess sem þeir kynnu að
fínna. Sá áttundi, Francesco Antom-
marchi, var þrjátíu og eins árs
Korsíkubúi sem hafði verið líflæknir
Napóleons síðustu 19 mánuði.
Napóleon hafði mælt svo fyrir að
hann skyldi annast krufninguna en
ensku læknarnir fylgjast með.
Niðurstaðan varð sú að læknarnir
urðu ekki sammála um dánarorsök-
ina. Þessir átta menn lögðu fram
fjórar skýrslur. Þeir urðu sammála um
sáramyndun í maga. Antommarchi
lýsti henni sem ,,krabbameinsmynd-
andi” en ensku læknarnir fundu
„skorpumyndun á leið til krabba-
meins”. Þetta leiddi til þeirrar
staðhæfíngar sem lengi var trúað að
Napóleon hefði látist af magakrabba
þótt enginn læknanna bæri vitni um
raunverulegt krabbamein. Þessi
niðurstaða losaði Sir Hudson Lowe og
landa hans undan allri ábyrgð.
I skýrslu sem ensku læknarnir
undirrituðu var sagt að lifrin hefði
verið „stærri en eðlilegt má telja”.
Þetta vildi Lowe ekki heyra — sýkt
lifur studdi þá kenningu að loftslagið
á St. Helenu hefði flýtt fyrir dauða
Napóleons. Landstjórinn fór þess á
leit við ensku læknana að þeir drægju
þessa staðhæfingu til baka. Þeir gerðu
það ófúsir og einn þeirra gaf skýrslu