Úrval - 01.11.1982, Síða 85
HVER MYRTINAPÓLEON?
83
mikinn áhuga á eiturfræði (toxi-
cology).
En hverjum sem heimsótti hann
duldist ekki að hann hafði áhuga á
fleiri efnum en þeim sem tengdust
raunvísindum. Setustofan var full af
munum sem minntu á Napóleons-
tímann. Yfir arinhillunni var mynd
af keisaranum I krýningarskrúðanum.
Framan við stóran, fornan spegil í
gylltum ramma var brjóstmynd af
Napóleoni, ungum og síðhærðum.
Lítil stytta af Napóleoni á hesti stóð á
borðklukkunni og í stofuskápnum var
postulínsstell, skreytt með býflug-
unni, persónuiegu tákni Napóleons
sjálfs. Myndirnar á veggjunum sýndu
allar eitthvað viðkomandi Napóleoni.
Þetta kvöld var Forshutvud að lesa
minningar Louis Marchand sem þá
voru nýkomnar út, síðasti framburður
manns sem sjálfur hafði orðið vitni að
framvindu mála á St. Helenu. Mar-
chand hafði skrifað endurminningar
sínar aðeins fyrir dóttur sína ,,til að
skýra fyrir þér hvers virði keisarinn var
mér”. Það var ekki fyrr en kom vel
fram á þessa öld að dóttursonur
Marchands, einkabarn móður sinnar,
gaf leyfi til þess að þessar endurminn-
ingar væru gefnar út. Annað bindi
þeirra, með lýsingu á árunum á St.
Helenu, var nýkomið út.
Forshufvud þótti fall Napóleons og
dauði fyrir aldur fram ein mesta
sorgarsaga allra tíma. Þess vegna
hafði hann af mikilli kostgæfni fyigst
með stöðugum umræðum sér-
fræðinga um hvernig og hvers vegna
Napóleon hefði látist — umræðum
sem leiddu ekki til skýlausrar niður-
stöðu. Læknar og sagnfræðingar voru
enn að bera hver undir annan endur-
tekningu á einum tíu eða tólf kenn-
ingum sem allar voru byggðar á mis-
■ munandi túlkunum á sömu
krufningarskýrslum og framburði
votta. Forshufvud fundust þær
ósannfærandi. Hann trúði ekki að
Napóleon hefði látist af krabbameini
en hann hafði ekki séð neina hald-
bæra skýringu á nokkurri annarri
kenningu Kannski eitthvað nýtt
kæmi fram í endurminningum Mar-
chands.
Þetta kvöld var Forshufvud kominn
að dagbók Marchands þar sem hann
skýrði frá atburðum hvers dags frá
janúar til maí 1821, síðustu mánað-
anna sem Napóleon lifði. Hann
skýrði þar frá, með sannfærandi
einfaldleika, hvernig Napóleoni leið
hvern dag fyrir sig, hvernig
sjúklingurinn sjálfur lýsti sjúkdóms-
einkennum sínum, á hverju hann
nærðist þann dag og hver áhrif lyf
höfðu á hann.
Smám saman þóttist Forshufvud
sjá mynstur koma í ljós. Marchand
lýsti því hvernig Napóleon þjáðist á
víxl af svefnsýki og svefnleysi. Hann
kvartaði undan því að „fæturnir vilja
ekki bera mig”. Svo, síðustu dagana,
lýsti Marchand viðbrögðum hins
deyjandi manns við lyfjunum sem
honum voru gefín.
Meðan Forshufvud var að grufla
yfir þessu rifjaðist nokkuð upp fyrir