Úrval - 01.11.1982, Side 89

Úrval - 01.11.1982, Side 89
HVER MYRTINAPÓLEON? 87 hún kallaði ,,hann gamla leikbróður minn”. í endurminningum sínum segir hún að „stundum brá fyrir glampa af gömlu leikgleðinni hans,” en að mestu leyti var hann ,,þung- lyndari heldur en meðan hann bjó á The Briars”. Eitt hár Fjögur ár voru liðin síðan kvöldið sem Forshufvud fann í endur- minningum Louis Marchands það sem hann taldi sönnun þess að Napó- leoni hefði verið byrlað eitur. ÖI! þessi ár hafði Forshufvud fylgst af kostgæfni með því lesmálsflóði sem skrifað var um Napóleon, lærðum greinum vísindamanna, afþreyingar- frásögnum og öllu þar á milli. Hann var að bíða eftir því sem óhjákvæmi- Iega hlyti að koma fram. En það kom ekki. Að lokum voru það tvær greinar í sænskum fjölmiðlum sem sannfærðu Forshufvud um að ef sannleikurinn ætti einhvern tíma að koma fram yrði hann að segja hann sjálfur. Hvorugur greinarhöfundurinn nefndi arseník á nafn eða velti fyrir sér þeim nýju sönnunum sem fram komu í minningum Marchands. Það var eins og þær hefðu aldrei verið birtar. Forshufvud dvaldi nú allan frítíma sinn í vinnustofunni á þriðju hæð og vann að því sem hann var farinn að kalla „Napóleonsmálið”. Sönnunar- gögnin sem hann safnaði saman voru yfírþyrmandi. Hann lagði saman krufningarskýrslurnar, sjúklingabók Francescos Antommarchis, líflæknis Napóleons, og dag-lýsingar Mar- chands á ástandi og líðan sjúklingsins. Forshufvud komst að því að síðustu dagana hafði Napóleon sýnt greinileg einkenni tuttugu og tveggja vísbend- inga um arseníkeitrun af þrjátíu og tveimur sem Forshufvud hafði gert lista yfír. En þarna voru engin hlutbundin sönnunargögn. Það sem lá beinast við var að gera arseníkpróf á líkamsleifum Napóleons sjálfs. Lík hans hafði verið flutt heim til Parísar nítján árum eftir dauða hans og lá nú í grafhýsinu mikla Les Invalides — undir 35 tonn- um af gljáfægðum porfírsteini. Forshufvud hló með sjálfum sér er hann ímyndaði sér sig biðja frönsk yfirvöld að vera svo væn að fjarlægja þennan klett svo óþekktur aðili, út- lendingur meira að segja, gæti gert eiturprófanir á líki þjóðhetjunnar. En það var önnur leið: hárið af Napóleoni. Á dögum Napóleons var lokkur af höfuðhári fyrirfólks algeng minningargjöf. Vitað var að Napóle- on hafði gefíð marga lokka. Og hár getur gefið upplýsingar um arseník í líkama. í áratugi hafði verið til aðferð til að fínna arseník í hári. En hún þarfnað- ist tiltölulega mikils af hári — fimm gramma, eða um það bil 5000 stuttra hára. Það var líklegt að Forshufvud tækist að finna, einhvers staðar í heiminum, einn eða tvo lokka af hári Napóleons. En það var jafnfjarlægur draumur að komast yfir fímm þúsund
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.