Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 89
HVER MYRTINAPÓLEON?
87
hún kallaði ,,hann gamla leikbróður
minn”. í endurminningum sínum
segir hún að „stundum brá fyrir
glampa af gömlu leikgleðinni hans,”
en að mestu leyti var hann ,,þung-
lyndari heldur en meðan hann bjó á
The Briars”.
Eitt hár
Fjögur ár voru liðin síðan kvöldið
sem Forshufvud fann í endur-
minningum Louis Marchands það
sem hann taldi sönnun þess að Napó-
leoni hefði verið byrlað eitur. ÖI!
þessi ár hafði Forshufvud fylgst af
kostgæfni með því lesmálsflóði sem
skrifað var um Napóleon, lærðum
greinum vísindamanna, afþreyingar-
frásögnum og öllu þar á milli. Hann
var að bíða eftir því sem óhjákvæmi-
Iega hlyti að koma fram. En það kom
ekki.
Að lokum voru það tvær greinar í
sænskum fjölmiðlum sem sannfærðu
Forshufvud um að ef sannleikurinn
ætti einhvern tíma að koma fram yrði
hann að segja hann sjálfur. Hvorugur
greinarhöfundurinn nefndi arseník á
nafn eða velti fyrir sér þeim nýju
sönnunum sem fram komu í
minningum Marchands. Það var eins
og þær hefðu aldrei verið birtar.
Forshufvud dvaldi nú allan frítíma
sinn í vinnustofunni á þriðju hæð og
vann að því sem hann var farinn að
kalla „Napóleonsmálið”. Sönnunar-
gögnin sem hann safnaði saman voru
yfírþyrmandi. Hann lagði saman
krufningarskýrslurnar, sjúklingabók
Francescos Antommarchis, líflæknis
Napóleons, og dag-lýsingar Mar-
chands á ástandi og líðan sjúklingsins.
Forshufvud komst að því að síðustu
dagana hafði Napóleon sýnt greinileg
einkenni tuttugu og tveggja vísbend-
inga um arseníkeitrun af þrjátíu og
tveimur sem Forshufvud hafði gert
lista yfír.
En þarna voru engin hlutbundin
sönnunargögn. Það sem lá beinast við
var að gera arseníkpróf á líkamsleifum
Napóleons sjálfs. Lík hans hafði verið
flutt heim til Parísar nítján árum eftir
dauða hans og lá nú í grafhýsinu
mikla Les Invalides — undir 35 tonn-
um af gljáfægðum porfírsteini.
Forshufvud hló með sjálfum sér er
hann ímyndaði sér sig biðja frönsk
yfirvöld að vera svo væn að fjarlægja
þennan klett svo óþekktur aðili, út-
lendingur meira að segja, gæti gert
eiturprófanir á líki þjóðhetjunnar.
En það var önnur leið: hárið af
Napóleoni. Á dögum Napóleons var
lokkur af höfuðhári fyrirfólks algeng
minningargjöf. Vitað var að Napóle-
on hafði gefíð marga lokka. Og hár
getur gefið upplýsingar um arseník í
líkama.
í áratugi hafði verið til aðferð til að
fínna arseník í hári. En hún þarfnað-
ist tiltölulega mikils af hári — fimm
gramma, eða um það bil 5000 stuttra
hára. Það var líklegt að Forshufvud
tækist að finna, einhvers staðar í
heiminum, einn eða tvo lokka af hári
Napóleons. En það var jafnfjarlægur
draumur að komast yfir fímm þúsund