Úrval - 01.11.1982, Page 91

Úrval - 01.11.1982, Page 91
HVER MYRTINAPÓLEON? 89 veggnum sem umlukti Longwood. Á öllum hæðum í kring voru varðturnar þar sem merkjaflögg voru notuð til að gefa stöðugar skýrslur um hræringar fangans. Milli varðturnanna sá Napóleon fímm ensk herskip gæta eyjarinnar. Það sem Napóleoni var mest í mun var að koma í veg fyrir að nafn hans félli í fyrnsku í þeim heimi sem hann hafði áður ráðið. Til þess að svo mætti verða urðu útlagarnir að kom- ast fram hjá ritskoðuninni sem stjórn- aði öllum bréfaskiptum að og frá Longwood. Napóleon fór sjaldan út fyrir múrinn. En hinir riðu iðulega niður að litlu höfninni í Jamestown þar sem þeir heyrðu fréttir og spjöll- uðu við sjómenn á skipum sem þar höfðu viðdvöl. Sérstaklega var Franc- esci Cipriani — þessi svartbrýndi, óttalausi Korsíkumaður sem fylgt hafði Bónaparteættinni alla sína ævi — iðinn við að vera augu og eyru Napóleons en þjónninn Louis-Eti- enne hafði það embætti að skrifa upp boðskapinn sem smygla átti út. Um miðjan morgun, eftir að Napóleon hafði skroppið í útreiðar- túr, lét hann stundum kalla á Barry O’Meara lækni. Napóleon hafði enga þörf fyrir læknismenntun O’Meara á þessum fyrstu dögum útlegðarinnar. Hann var við góða heilsu. En O’ Meara var fróður um þær kjaftasögur sem gengu manna á meðal á eynni. Hádegisverður var venjulega fram reiddur um ellefuleytið, annaðhvort inni eða úti i garði ef veðrið var gott. Maturinn var tilreiddur í eldhúsinu í Longwood og voru þar að verki mat- reiðslumenn sem Napóleon hafði haft með sér. En þeir báru matinn ekki fram. Það var hlutverk Louis Marchands og tveggja aðstoðarþjóna. Napóleon drakk eitt eða tvö glös af þynntu víni með matnum, sjaldan meira. Vínið var af hans eigin birgð- um af vin de Constance, virtu, suður- afrísku víni. Aðrir sem til borðs sátu létu sér duga það vín sem í boði var hverju sinni. Napóleon reyndi að borða með foringjum sínum en sífellt karpið í þeim fór í taugarnar á honum. Hann sagði við þá: ,,Þið eruð aðeins nokkr- ar mannhræður á hjara veraldar. Það minnsta sem þið getið gert er að láta ykkur koma almennilega saman.” Það var tilgangslaust. Helsta vanda- mál þeirra var athafnaleysi. Það var of lítið að gera þarna fyrir þessa fáu menn. Það var aðeins Emmanuel de Las Cases greifí, elsti fylgdarmaður Napóleons í útlegðinni, sem hafði nokkurn veginn nóg að gera því að hann skrifaði það sem Napóleon las fyrir. Las Cases hafði gengið í þjón- ustu Napóleons á síðustu dögum valdatímabils hans, að því er virðist í því augnamiði að skrásetja sögu hans. Bertrand stórmarskálkur var van- sæil því að Montholon hafði bolað honum úr sessi. Bertrand var þungur á brún og sagði ekki margt en var með fjölskyldu sinni eftir því sem hann gat því við komið. Bertrand hafði verið með Napóleoni síðan á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.