Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 92
90
ÚRVAL
Ítalíudögunum og í París var hann
stórmarskálkur hallarinnar. Hann
hefði því átt að vera yfirmaður
heimilishaldsins í Longwood. En fyrir
orð konu sinnar, Fanny, sem vildi
vera sem lengst frá Napóleoni, hafði
Bertrand kosið að búa ekki í Long-
wood. Þetta mislíkaði Napóleoni svo
hann fól hússtjórnina í hendur dökk-
hærða glæsimenninu Montholon,
hirðmanni sem fylgt hafði Napóleoni
í útlegðina.
Napóleon var feginn því að Willi-
am Balcombe, faðir Betsy, skyldi hafa
verið skipaður til að annast innkaup
og birgðavörslu fyrir Longwood.
Napóleon var viss um að enskir vildu
hann helst feigan og myndu gera ráð-
stafanir í þá átt. Hann hugleiddi
möguleikana á að vera byrlað eitur —
hann sagði að læknar og efnafræðing-
ar hefðu varað hann sérstaklega við
víni og kaffi — en varpaði þeim hug-
myndum frá sér undir þessum kring-
umstæðum. ,,Það er engin hætta á
eiturbyrlun. Balcombe annast útveg-
un vista og O’Meara og Poppleton
(enski liðsforinginn sem bjó á staðn-
um) eru heiðarlegir menn sem
myndu ekki láta hafa sig til þannig
verka.”
Fundur í Glasgow
Þegar Forshufvud kom aftur heim
frá París hringdi hann í Hamilton
Smith í Glasgow. Smith lofaði þegar í
stað að prófa hárið sem Forshufvud
talaði um og spurði einskis þar að lút-
andi.
Forshufvud gekk vandlega frá hár-
inu og sendi það til Skotlands í
ábyrgðarpósti. I júlí 1960 fékk hann
svarið:
I sýnishorninu reyndust vera
10,38 míkrógrömm af arseníki
fyrir hvert gramm af hári þegar
það var prófað samkvæmt að-
ferð minni. Það þýðir að
viðkomandi hefur fengið
tiltölulega stóra skammta af
arseníki.
Eðlilegt magn af arseníki í manns-
hári er um 0,8 hlutar á móti milljón.
Þegar Napóleon lést var þrettán sinn-
um eðlilegt magn af arseníki 1 hári
hans!
Forshufvud varð fyrst fyrir að óska
sjálfum sér til hamingju með niður-
stöðuna. En svo fór hann að íhuga
hvað framundan væri. Framundan
var löng og erfíð braut. Hann gat
með sjálfum sér heyrt í andmælend-
unum: Þetta var aðeins ein prófun.
Sýnishornið var of lítið. Kannski
hafði hárið mengast eftir á. Kannski
arseníkið hafi komið úr umhverfínu.
Kannski hárið hafi ekki einu sinni
verið af Napóleoni.
Já, enn var mikið verk óunnið.
hann þurfti að fá meira hár, gera
fleiri prófanir. Fyrst af öllu þurfti
hann þó að tala við Hamilton Smith
augliti til auglitis.
Hann flaug til Glasgow í ágúst og
eftir að hafa gengið um og skoðað
rannsóknarstofurnar settust mennirn-
ir að hinum óhjákvæmilegu tebollum