Úrval - 01.11.1982, Qupperneq 94
92
ÚRVAL
Forshufvud taldi sig vita ástæðuna.
Frakkarnir hlutu að hafa farið að
hugsa um næstu spurningu: hver var
morðinginn? Það væri freistandi að
kenna Englendingum um. En með
tilliti til kringumstæðna á St. Helenu
var ólíklegt að Englendingar hefðu
getað eitrað fyrir Napóleon án þess að
eitra um leið fyrir alla hans heima-
menn. Niðurstaðan var óhjákvæmi-
leg: Þessi mikla hetja Frakka hafði
fallið fyrir tilverknað svikara í hópi
sinna nánustu samvistarmanna —
heldur óglæsilegt fyrir Frakka.
Forshufvud ákvað gegn betri vit-
und að birta ófullkomna kenningu
sína, segja öllum heiminum frá henni
og biðja þess að einhver gæfi sig fram
með meiri sönnunargögn. Lokkum
Napóleons hafði verið dreift í tugatali
meðan hann lifði og að honum látn-
um. Meðal núverandi eigenda lokk-
anna hlaut að vera einhver sem vildi
gefa fáein hár í þágu sögu og vísinda.
„Banvænt loftslag"
11. júlí 1816 heimsóttu Napóleon
og einn af foringjum hans, Gaspard
Gourgaud, Albine de Montholon,
sem hafði eignast dóttur nokkrum
vikum fyrr. Þegar þá bar að garði var
hún að lesa sögu de Brinvilliers mark-
greifafrúar, eina frægustu morðsögu
Frakklands.
Markgreifafrúin var dæmd og tekin
af lífi 1676, á dögum Lúðvíks XIV,
fyrir að byrla föður slnum eitur og
báðum bræðrum sínum. Hún notaði
til þess arseník. Áður en hún var tek-
in af lífi gerði hún nákvæma játningu
sem ásamt játningum tveggja
aðstoðarmanna urðu uppistaðan í
bókinni sem Albine de Montholon
var að lesa.
í sjálfu sér var bókin leiðarvísir sem
lýsti því skref fyrir skref hvernig ætti
að fyrirfara fólki á arseníki þannig að
minnstar líkur væru á að það
uppgötvaðist. Meðal fyrstu einkenna
sem fram komu hjá fórnarlömbum
markgreifafrúarinnar voru höfuðverk-
ur, lystarleysi, uppsölur, kláði og
verkir í brjóstholi. Þegar markgreifa-
frúin reyndi að eitra fyrir manninn
sinn kvartaði hann undan máttleysi í
fótunum. Hann átti erfitt með að
standa í fæturna og fann til er hann
reyndi að ganga.
GASPARD GOURGAUD var
óánægðastur allra foringja Napóle-
ons. Las Cases hafði vinnu sína,
Bertrand og Montholon höfðu konur
sínar og börn. En Gourgaud hafði
ekkert. Þessi stóri, þeldökki maður,
rúmlega þrítugur, var barmafullur af
lífsorku og tilfinningum sem fengu
enga útrás.
Napóleon setti Gourgaud yfir hest-
húsin með hestunum tólf en hesta-
sveinar unnu þar allt sem vinna þurfti
svo verk Gourgauds tók lítinn tíma og
enn minni orku. Hann fór í langa
reiðtúra um Longwood sléttuna og
hltfði hestunum hvergi. Hann reifst,
aðallega við Montholon, kvartaði við
Napóleon og var í súru skapi.