Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 95
HVER M YR TINAPÓLEON?
93
NAPÓLEONI og Hudson Lowe,
nýja landstjóranum sem kom til St.
Helenu vorið 181(5, kom illa saman
allt frá upphafi. Landstjórinn óttaðist
að hann myndi ekki rísa undir ábyrgð
sinni og Napóleoni myndi takast að
sleppa, líklegast með því að efna til
byltingar eyjarskeggja og hermanna í
herbúðunum. Til að vinna á móti
þessu, þótt fjarstætt væri, gaf hann út
nýjar reglur og gekk fast eftir að þær
gömlu — sem sumar höfðu verið
Iátnar lönd og leið í tíð fyrirrennara
hans sem ekki var eins banginn —
væru haldnar út í æsar.
Flestar reglur beindust að því að
takmarka möguleika Napóleons til að
spjalla við eyjarskeggja og koma bréf-
um til heimsins fyrir utan. Lowe vissi
að útlagarnir smygluðu bréfum jafnt
og þétt fram hjá ritskoðuninni og
gerði það að glæp að eiga viðskipti við
nokkurn frá Longwood án sérstaks
leyfis. Hann minnkaði svæðið sem
Napóleon mátti ríða um án sérstakrar
fylgdar og setti aftur í gildi gamla og
hundsaða reglu um að enskur foringi
yrði að koma til Napóleons minnst
tvisvar á dag.
Lítilmannlegast var þó að Lowe til-
kynnti frönsku útlögunum að árlegt
ráðstöfunarfé Longwood yrði lækkað
úr 12 þúsund sterlingspundum í 8
þúsund. Napóleon greip þetta tæki-
færi til að lítillækka ensk yfirvöld:
Hann skipaði svo fyrir að keisarasilfrið
skyldi selt. Cipriani beið á hafnar-
bakkanum í Jamestown þar til hópur
hafði safnast að honum og falbauð þá
diskana og fötin. Hann svaraði spurn-
ingum um heilsufar keisarans með
því að hrópa: „Tiltölulega gott mið-
að við þann sem verður að selja silfur-
borðbúnaðinn sinn til að draga fram
lífíð!” Napóleon gat reitt sig á að
þessi tíðindi spyrðust til London, þar
sem hann vonaðist eftir samúð bresks
almennings.
Viðbrögð Napóleons við ógnar-
stjórn Lowes voru þau að reyna að
uppgefa hann en þegar það tókst ekki
notaði hann reglurnar sem árásarefni
gegn Englendingum almennt. Þegar
reiðsvæði keisarans var takmarkað
sagði hann lækninum O’Meara, sem
hann vissi að myndi bera orð hans til
landstjórans, að Englendingar bæru
þá ábyrgðina á ótímabæru fráfalli
hans með því að svipta hann mögu-
leikum til útiveru og þjálfunar. Hann
gerði að engu þá reglu að enskir
foringjar yrðu að sjá hann tvisvar á
dag einfaldlega með því að koma
ekki út úr einkaherbergjum sínum
tveimur í Longwood svo dögum
skipti.
Napóleon galt þessi átök sín við
Lowe dýru verði. Fangaveröld hans
þrengdist. Gestir urðu fátfðir vegna
deilna um hver ætti að skrifa upp á
heimsóknarleyfi þeirra. Og keisarinn
galt fyrir með heilsu sinni. í maí
kvartaði Napóleon um þvagsýrugigt
og sagði við O’Mera: ,,Fæturnir
neita að bera mig. ’ ’ Honum var síkalt
og fékk höfuðverk af sólarljósi. Hann
fór að hafa óþægindi í tannholdinu og
O’Meara sá að pað var „svampkennt,