Úrval - 01.11.1982, Side 96

Úrval - 01.11.1982, Side 96
94 ÚRVAL fölt og blæddi undan minnstu snert- ingu”. O’Meara kenndi „banvænu loftslagi” að hluta til um þessi síendurteknu einkenni en það var al- gengt þegar ekki var hægt að skýra kvilla með öðru móti. Bútarnir falla saman í sameiningu skrifuðu Hamilton Smith, Forshufvud og Anders Wass- én, sænskur eiturfræðingur, grein þar sem þeir skýrðu nákvæmlega frá niðurstöðum rannsóknar Smiths á þessu eina hári. Greinin birtist 14. október 1961 í breska vísindatímarit- inu Nature. I greininni var Napóleon nafngreindur. Fyrstu viðbrögðin voru frá Napóleonsfræðingum sem höfn- uðu kenningunni. Forshufvud hafði ekki vænst annars. En aðeins hálfum mánuði eftir að blaðið kom út með greininni var hringt í Forshufvud frá Sviss. Það var Clifford Frey, svissneskur vefnaðar- vöruframieiðandi. Hann átti lokk úr hári Napóleons — 50 hár — sem upprunalega hafði verið í eigu Jean- Abraham Noverraz, þjónsins sem rakaði höfuð Napóleons daginn eftir að hann dó. Frey bauðst til þess að leggja fram nokkur hár til prófunar. Hann fór sjálfur með hárið til Glas- gow. Meðan Forshufvud beið eftir niður- stöðum Hamilton Smiths dró hann upp tímatöflu fyrir síðustu sjö ævi- mánuði Napóleons, frá því seint í september 1820, þegar heilsu hans fór hratt að hraka, fram á banadægur, 5. maí 1821. Hann skráði lista yfir öll sjúkdómseinkenni hvers dags eins og þau komu fram 1 skýrslum einhvers vitnanna, Antommarchis læknis, Marchands þjóns eða annarra. Þegar listinn var fullgerður var hann orðinn mörg fet á lengd og nú mátti sjá sveiflurnar í sjúkdómnum sem dró Napóleon til bana. Einkennin dreifð- ust ekki jafnt yfir alla línuna heldur komu í syrpum milli tímabila þegar hann hresstist að nokkru leyti. Af listanum mátti lesa að Napóleon hafði fengið sex öflugar arseníkeitran- ir á þessum tíma, þá síðustu í mars. Eftir það var eins og eðli einkennanna breyttist nokkuð. Honum skánaði dálítið um miðjan apríl, þegar hann gerði erfðaskrá sína, en síðasta hrinan stóð ekki nema um hálfan mánuð. Skýrsla Smiths barst snemma í desember. Hann hafði greint 20 hár úr lokknum. Hann gat sýnt fram á að annar endinn á hverju hári hafði verið skorinn — rakaður frá en ekki klippt- ur. Þetta kom heim við vitnisburð Louis Marchands. Sum hárin hafði Smith prófað með upprunalegu aðferðinni sinni sem mældi aðeins arseníkinnihaldið í heiid. í því komu fram 3,27 til 3,75 hlutar af arseníki á móti milljón — milli fjórum og fimm sinnum eðlilegt arseníkinnihald í mannshári. Tvö hár, annað 13 en hitt 9 sentí- metrar að lengd, reyndust nógu iöng til að gera á þeim hlutaprófun. Þau festi Smith á pappír, er þau höfðu verið geisluð, og skar þau niður í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.