Úrval - 01.11.1982, Page 97

Úrval - 01.11.1982, Page 97
HVER M YR TINA PÓLEON? 95 fimm millímetra búta. Síðan greindi hann arseníkmagnið í hverjum bút. Línuritið yfir niðurstöðuna var sagtennt lína og ójöfn sem sýndi allt frá 2,8 upp í 51,2 hluta á móti milljón. Allt x allt gerði Smith 140 mismunandi prófanir á því hári sem hann hafði til umráða. Línuritin — gröfin — sem niðurstöðurnar sýndu voru hlutbundin sönnun þess að Napóleon hafði ekki farist af slysni vegna einhverrar arseníkuppsprettu í umhverfinu. Forshufvud tók fram tímatöflu sína, samanlímdar arkir, og rakti hana út á gólfið. Út frá línuriti Smiths reiknaði hann aldur hársins frá þeim degi er það var skorið. Hver fimm millímetra bútur var samsvar- andi 15 dögum í lífi Napóleons. Fors- hufvud bar saman tinda og dali í grafi Smiths og einkennin eins og hann hafði skráð þau á tímatöflu sína. Þar kom allt heim og saman — mesta arseníkið í hárinu, tindarnir í grafi Smiths, kom nákvæmlega heim við þá daga sem mest og öflugust einkennin dundu yfir. Tilraun Forshufvuds til að fá sem víðtækust sönnunargögn bar árangur nokkru seinna þegar hann fékk bréf frá Dame Mabel Brookes, áströlskum rithöfundi, og, það sem meira var, náfrænku Betsy Balcombe. Hún hafði séð sagt frá greininni í Nature og átti hárlokkinn sem Napóleon gaf Betsy að skilnaði þegar hún kom í síðustu heimsókn til Longwood 16. mars 1818. Dame Mabel sendi sýnis- horn af hárinu til Glasgow. Þau tvö hár sem hún sendi voru greind í þremur sentímetra löngum bútum. í þeim kom fram arseníkinni- hald á bilinu 6,7 til 26 hlutar á móti milljón, enn frekari sönnun um eitur- byrlun af ráðnum hug. Þar sem þetta hár var skorið,/ Samkvæmt endur- minningum Betsy, daginn sem hún kom í sína síðustu heimsókn til Long- wood hlaut það að hafa vaxið 1817 eða snemma árs 1818. Það gerði Fors- hufvud kleift að útiloka sem mögu- lega morðingja þá sem síðar komu til St. Helenu, sérstaklega Antom- marchi sem kom ekki til eyjarinnar fyrr en 1819- Dame Mabel var mjög ánægð með þessa niðurstöðu. Hún hafði alist upp við að trúa að Napóleon hefði verið myrtur. Sú saga hafði gengið ættlið fram af ættlið í ættinni að William Balcombe hefði grunað að Napóleoni væri byrlað eitur. Brottfarir Heilsu Napóleons hafði hrakað. I október 1817 kvartaði hann við O’Meara um óþægindi strax neðan við bringubeinið. Þau hafði hann aldrei haft áður. O’Meara hugði að þetta gæti verið merki um lifrar- bóigu. Tveim vikum síðar skráði læknirinn hjá sér að Napóleon væri aldrei laus við óþægindatilfinningu í hægri síðunni, hann væri að missa lystina, fæturnir þrútnuðu og kæmi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.