Úrval - 01.11.1982, Qupperneq 100
98
hægri (chronic). Sú hæga aðferð sem
beitt var gagnvart Napóleoni ber með
sér einkenni sem læknar þeirra tíma
skildu ekki vel. Það er staðreynd að
einkennaflækja hægrar arseník-
eitrunar var ekki þekkt fyrr en um
1930.”
En hvað má þá segja um lœknis- og
efnafróöa menn, svo og sagnfræö-
inga, sem hafa rannsakaö sögu Napó-
leons nú síöariárin?
,,Allt þar til Hamilton Smith fann
upp og notaði hárgreiningaraðferð
sína hafði ekki verið til nein hlut-
bundin sönnun þess að eitrað hefði
verið fyrir Napóleon. Minningarnar
sem bættu svo mörgum smáatriðum
við það sem áður var vitað um síðustu
daga Napóleons — minningar
Bertrands og þó sérstaklega Louis
Marchands — voru ekki gefnar út fyrr
en 1949 og 1955. Spurningin um
arseník hafði ekki vaknað og því var
henni ekki svarað. Aðrar kenningar
höfðu verið þróaðar og eignast öfluga
stuðningsmenn. Sérfræðingarnir
höfðu tekið sér stöðu.
Allir þeir sem hafa ráðist hatramm-
legast á arseníkkenninguna hafa
skrifað bækur eða greinar til
stuðnings eldri kenningunum. Mér
vitanlega hefur enginn eiturfræð-
ingur eða sjúkdómafræðingur
andmælt kenningu minni né nokkur
glæpasögufræðingur eða sérfræðingur
í réttarlæknavísindum. Þvert á móti
hafa allmargir úr þessum stéttum
stutt kenningu mína. En sagn-
ÚRVAL
fræðingar eiga einkarétt á sagnfræði-
legum málefnum. ’’
Gagnrýnendur kenningar þinnar
hafa efast um uþþruna hársins sem
greint var. Hvernig getum við vitað
aö það hafi raunverulega verið af
keisaranum?
,,Við vitum af sérkennilegu útliti
hársins og arseníkinnihaldi þess að
það var allt af einni og sömu mann-
eskjunni. Það kemur heim við lýsingu
á keisaranum. En er það af Napó-
leoni? Hugum að því hvaðan það var
fengið til prófunar — frá Lachouque I
París, Frey í Sviss og Dame Mabel I
Ástralíu, auk tveggja annarra sýnis-
horna. Ef hárið var falsað, hefur hár
af einni manneskju komist í hendur
alls þessa fólks sem aldrei hefur frétt
hvert um annað, er dreift um allan
heim, og allt telur sig eiga lokk af
Napóleoni. Möguleikinn til fölsunar
er lítill. ’ ’
Hvers vegna stóÖ eitrunin yfirísvo
langan tíma? Hvers vegna drap
morðinginn ekki fórnarlamb sitt meö
einum, stórum skammtH
,,Til að skilja það sem gerðist
verðum við að líta á hvað það var sem
Bourbonarnir óttuðust. Þeir óttuðust
Napóleon sjálfan, að sjálfsögðu, en
þeir óttuðust hreyfíngu Bónaparta þó
enn meira. Meira að segja meðan
keisarinn var enn á lífi héldu sumir
samsærismenn gegn stjórn Bourbona
á lofti nafni l’Aiglon, sonar Napó-
leons, fremur en Napóleoni sjálfum.
Hugsum okkur að d’Artois greifi,
sem stóð næstur erfðum að hásæti