Úrval - 01.11.1982, Qupperneq 102
100
ÚRVAL
allan sinn starfsaldur. Móðir hans
hafði þjónað í höllinni og þegar
Napóleon var sendur í sína fyrri út-
legð hélt hún til Vínar til að annast
um son keisarans. Hvorki Marchand
sjálfur né nokkur úr skylduliði hans
hafði nokkur tengsl við konungs-
sinna. Það kom af sjálfu sér að March-
and gengi í þjónustu keisarans.
Montholon var af gamalli aðalsætt.
Hann var liðsforingi sem aldrei fór í
orrustu. Napóleon hafði neitað hon-
um um stöðuhækkun, hafnað honum
um heimild til að ganga að eiga
Albine og rekið hann úr þjónustu
sinni þegar hann gerði það engu að
síður. Þegar Napóleon var sendur til
Elbu reyndi Montholon að koma sér í
mjúkinn hjá Bourbonum.
De Sémonville greifi, stjúpfaðir
Montholons, var handgenginn
d’Artois greifa, bróður Lúðvíks
XVIII. Enginn efí er á að það var fyrir
þau tengsl að Montholon var gerður
að hershöfðingja á dögum fyrri
endurreisnarstjórnar Bourbona. En
áður en hann gæti formlega tekið við
þeim heiðurstitli var hann sakaður
um að hafa stolið 5970 frönkum af
launum hermanna sinna nokkrum
mánuðum áður, og þetta var alvarlegt
afbrot. Samt kom Montholon aldrei
fyrir rétt.
Næst skaut hann upp kollinum í
fylgdarliði Napóleons eftir orrustuna
við Waterloo. Hvers vegna hafði þessi
sérhlífni og hóglífí ungi aðalsmaður
allt I einu gengið sigruðum mönnum
á hönd? Hvers vegna lagði hann mik-
ið upp úr því að komast með til St.
Helenu? Hvers vegna, spurði
Forshufvud, kaus hann að yfirgefa
glauminn í Frakklandi, þar sem
menn af hans toga voru nú við völd,
og sóa bestu árum ævinnar á af-
skekktu eykríli í þjónustu manns sem
hann átti ekkert að þakka?
Forshufvud grannskoðaði allar
heimildir um hegðun Montholons á
St. Helenu. Hann hafði vikið sér
undan því að takast á nokkurn hátt á
við samband Albine og Napóleons,
jafnvel þótt Gourgaud ögraði hon-
um. Hann kvartaði aldrei, bað aldrei
um fararleyfí. Forshufvud gat ekki
ímyndað sér nema eina skýringu á svo
óvenjulegri hegðun — hann var send-
ur í þeim eina tilgangi að koma
keisaranum fyrir kattarnef. Það fór
varla á milli mála að sá sem skipunina
gaf var d’Artois sem hafði áður staðið
á bak við banatilræði við Napóleon.
Ekki er ólíkiegt að d’Artois hafi sett
Montholon tvo kosti: annaðhvort
tæki hann að sér að myrða Napóleon
eða yrði stungið í tugthús fyrir
þjófnaðinn.
Aðferðin var enn ein sönnun fyrir
sekt Montholons, að dómi Forshuf-
vuds. Montholon sá um vínbirgðir í
Longwood — hann hafði lyklavöldin
að vlngeymslunni. Venjulega kom
vínið til Longwood í ámum. Það
hefði verið einfalt fyrir Montholon að
koma arseníkinu í vínið í ámunum,
áður en það var sett á flöskur. Það var
líka tiltölulega öruggt. Litlar líkur
voru til að hann yrði staðinn að verki