Úrval - 01.11.1982, Side 103
HVER MYRTINAPÓLEON?
101
við það, miklu minni en ef hann
hefði komið eitrinu í matinn. Matinn
hefði þurft að eitra um leið og hann
var borinn fram hverju sinni en ein
íblöndun í ámuna myndi tryggja að
Napóleon tæki eitrið næstu vikur eða
mánuði — í útreiknanlegum
skömmtum, því Napóleon drakk
fremur lítið vín.
Og hér var ein sönnun enn: Einu
sinni gaf Napóleon Gourgaud flösku
af víninu sínu. Gourgaud fékk svipuð
sjúkdómseinkenni og keisarinn.
En þungamiðjan var samt á síðustu
vikunum sem keisarinn lifði, fyrstu
mánuðunum 1821, þegar morðing-
inn gekk til verks með sígildum
hætti. Hann fékk læknana til að fyrir-
skipa lyf, sem eru skaðlaus í sjálfu sér
en banvæn fyrir þann sem þegar
hefur verið gerður veikur fyrir með
hægri arsenlkeitrun. Það var í frá-
sögnum vitna af þessum síðustu
mánuðum sem Forshufvud fann
fullnaðarsönnun þess að Napóleon
var myrtur og að Montholon var
morðinginn.
Lokahöggið
í ársbyrjun 1821 var Napóleon orð-
inn mjög lasburða. Hann þjáðist af
þunglyndisköstum og miklum maga-
kvölum. Hvað eftir annað á þessum
tíma sagði Montholon við Hudson
Lowe að Antommarchi væri þess ekki
umkominn að bjarga Napóleoni eins
og hann væri á sig kominn og hann
yrði að fá lækni frá París. Hann
endurtók þetta við Antommarchi og
bætti við: ,,Það er konungsins að
veljahonum lækni.”
Antommarchi var hættulegur á tvo
vegu. í fyrsta lagi var hann sér-
menntaður líffærafræðingur og hæf-
ari til að annast krufningu en læknar
voru almennt. í öðru lagi var hann
Korsíkumaður og hafði því engar sér-
stakar taugar til bresku krúnunnar né
þeirrar frönsku og myndi ekki óttast
afleiðingarnar þótt hann kæmist á
snoðir um eiturbyrlun. Franskur
læknir, sem Bourbonar hefðu valið,
myndi vita að ekki kæmi til mála að
greina eiturbyrlun, jafnvel þótt hann
yrði hennar var.
Forshufvud gat ekki ímyndað sér
að Napóleon, sem var hræddur við
enska lækna, myndi leggja líf sitt í
hendur lækni sem Bourbonar hefðu
valið sjálfir, svo oft sem hann minnti
á að d’Artois greifi hefði reynt að láta
myrða hann. Montholon var að ljúga
að Lowe. Það var hann en ekki Napó-
leon sem vildi fá franskan lækni.
Um miðjan febrúar leið Napóleoni
betur en seint í mánuðinum fékk
hann skyndilegt kast. Antommarchi
skráði: „Þurrhósti. Uppsölur. Finnst
hiti í kviðarholinu, nærri óbærileg-
ur.” (Arseníkgreiningin á hárunum
sýndi hámarksinnihald á þessum
tíma.) Loks í mars tók keisarinn inn
uppsöluvínstein til að berjast við
sjúkdómseinkenni sín og gerði það
eftir hvatningu frá Bertrand, Mont-
holon og Antommarchi.
Læknar þessa tíma vonuðu að með
því að koma af stað uppsölu gætu