Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 105
HVER MYRTINAPÓLEON?
103
— 65 grömm — hlýtur að kallast yfir-
gengilegur eða hreinlega brjálæðis-
legur. Venjan var á þessum tíma að
gefa fimmta eða jafnvel tíunda part
af þessu magni og það í minni
skömmtum dreifðum á lengri tíma.
Enda féll Napóleon alveg saman.
Hann var því nær magnþrota og gat
ekki hreyft sig úr rúminu. Saur hans
varð svartur sem táknar að meltingar-
vegurinn var sár og blæðandi. Tveim
dögum síðar, klukkan 5.49 5. maí,
var hann nár.
Vitnisburður
Napóleons sjálfs
Sten Forshufvud stóð einn við
tóma gröfina. Allt var hljótt hér í
dalnum þar sem lík keisarans fyrr-
verandi hafði eitt sinn legið í 19 ár.
Gröfin var ekki annað en ómerktur
steindrangur með einfaldri girðingu í
kring. Forshufvud var eini gesturinn
þarna þennan dag í júní 1974.
Hann kom til St. Helenu viku áður
og ætlaði að leggja af stað heim aftur
næsta dag. Það var ekki auðvelt fyrir
hann að koma þessari ferð í kring því
eyjan er að sumu leyti enn meira út úr
núna en á tímum Napóleons. Þegar
Súesskurðurinn var opnaður 1869
hætti St. Helena að vera viðkomu-
staður á sjóleiðinni til Austurlanda.
Þeir sem búa þarna núna njóta til
þess ríkulegs stuðnings bresku
stjórnarinnar. Þarna er enginn flug-
völlur og eina leiðin til að komast
þangað er með enskum vöru- og far-
þegaskipum á leið milli Bristol og
Höfðaborgar.
Þar sem Forshufvud stóð þarna og
starði hljóður á steindranginn hvarfl-
aði hugur hans til október 1840 þegar
lík Napóleons bar fram, einmitt á
þessum stað, síðustu sönnunina fyrir
því hvernig hann lét lífið. Fyrr á því
ári hafði Lúðvík-Filippus, þáver-
andi Frakklandskóngur, ákveðið
undir þrýstingi Bónapartista, sem þá
höfðu mikinn meðbyr í Frakklandi,
að fullnægja hinstu ósk keisarans fyrr-
verandi og flytja jarðneskar leifar
hans heim til að hvíla með sæmd á
bökkum Signu. Ollum sem enn voru
á lífi þeirra sem voru með Napóleoni í
útlegðinni var boðið að fylgja kistu
meistara síns til hinstu hvíldar.
Flestir þágu boðið og komu til
grafarinnar á St. Helenu. Bertrand,
þá 67 ára, hærugrár og þreyttur, var
þar með einum sona sinna. Las Cases
var nærri áttræður og blindur og
sendi son sinn Emmanúel í sinn stað.
Gourgaud, skapheitur sem fyrr, reifst
við Emmanúel í stað föður hans.
Marchand var nú miðaldra og lifði
vegna arfshlutar síns eftir Napóleon
þægilegu góðborgaralífi. Hann var
þarna ásamt aðstoðarmönnunum
sínum tveimur, Saint-Denis og
Noverraz. Læknarnir O’Meara og
Antommarchi voru báðir látnir.
Montholon var ekki þarna. Hann
sat í fangelsi.
Ævi Montholons eftir að hann kom
frá St. Helenu var eins óljós og undar-
leg og hún var fyrir þann tíma. Hann