Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 107
HVER MYRTINAPÓLEON?
105
bjuggust viðstaddir við að sjá beina-
grind.
En nár Napóleons var fullkomlega
varðveittur. Hann leit út eins og hann
svæfi. Andlit hans hafði breyst minna
á þessum nitján árum en þeirra sem
nú horfðu ofan í kistu hans. Fors-
hufvud á skýringu á þessu krafta-
verki: arseník. Arseník, sem skemmir
og eyðir lífi, verndar líkamsvefi á
hinn bóginn fyrir rotnun. Söfn nota
oft arseník til að varðveita sýnishorn
af lífverum og mannslíkaminn rotnar
mjög hægt ef hann hefur orðið fyrir
hægri arseníkeitrun um langan tíma.
Nár Napóleons bar því hijóðan
vitnisburð að þetta mikilmenni
sögunnar hafði verið myrt með eitri.
★
Fjölskylda okkar var nýflutt og allan daginn var stöðugur straumur
af hvers kyns sölumönnum sem vildu selja okkur allt milli himins og
jarðar. Þegar ég var á kafi við að koma okkur fyrir kom enn einn,
mjólkurpósturinn. Án þess að hugsa mig um sagði ég: ,,Við drekk-
um ekki mjólk.”
,,Ég myndi með ánægju koma með pela á hverjum morgni handa
þér til að nota við matargerðina. ’ ’
,,Það er miklu meira en ég nota,” sagði ég um leið og ég lokaði
dyrunum lítið eitt.
,,En dálítinn rjóma, frú? Nú fer berjatíminn í hönd og. . .”
,,Nei,” sagði ég stuttlega. ,,Ég nota aldrei rjóma.”
Mjólkurpósturinn gafst upp og ég hrósaði mér í huganum fyrir að
hafa bitið hann af mér. Sannleikurinn var sá að ég var þegar búin að
panta mjólk frá öðru fyrirtæki og mér fannst að þessi aðferð hlyti að
vera fljótvirkust til þess að losna við hann.
En morguninn eftir kom þessi sami mjólkurpóstur með skál af ilm-
andi nýjum jarðarberjum sem hann hélt variega á í annarri hendi og í
hinni var hann með pelaflösku af rjóma.
,,Frú,” sagði hann um leið og hann hellti rjómanum í skálina fyrir
framan mig og rétti mér hana. ,,Ég var bara að hugsa um hvað þú
færir á mis við mikið!
Það er óþarfi að orðiengja það að við ákváðum að skipta við hann.
-J.L.
Bóndi nokkur, sem var að slaka á eftir erfiði dagsins á bar einum á
írlandi, ávarpaði félaga sinn þannig:
„Komdu sæll, Padriac. Þegar kemur að því að Guð vegi þig og
meti vona ég að hann slái máli á þitt stóra og örláta hjarta en ekki
litla og heimska hausinn þinn. ’ ’