Úrval - 01.11.1982, Side 125
SPIKIÐ BURT — AÐ EILIFU
123
Huglæg afstaða
Huglæg afstaða er náskyld því sem
við sjáum. Meðan ég var feitur hataði
ég sjálfan mig, var óhamingjusamur
og át of mikið til að mér liði betur.
Jákvæð huglæg afstaða hjálpaði mér
til að brjðtast út úr þessum vítahring
og nokkur ný viðhorf hjálpuðu mér
svo í gegnum þá miklu raun að ná af
mér kílóunum og erfiðleikana við að
viðhalda því sem áunnist hafði.
Venjur manna styrkjast við endur-
tekningu. Því skaltu kynna þér vel
eftirfarandi hugaræfingar og nota
þærdaglega.
Æfingar með jákvæðar uppástung-
ur. Fyrsta skrefið t þá veru að léttast er
viðurkenning á að ,,þú getir það”.
Þegar þú ferð á fætur á morgnana
skaltu líta t spegilinn og segja: ,,í dag
gengur mér betur. Mér er að heppn-
ast þetta.” Jákvæðar tillögur þurrka
smátt og smátt út neikvæða afstöðu
sem byggst hefur upp í undirvitund-
inni.
Æfingin um hvort þig langar eða
hvort þú þarft. Oft á dag þarftu að
taka afstöðu gagnvart mat. Tökum
dæmi: Þú hefur nýlega borðað kvöld-
mat. Þú stendur ánægður upp frá
borðinu en af því að þér leiðist, ert
svartsýnn eða einmana langar þig í
eitthvað að borða. Áður en þú opnar
kæliskápinn skaltu spyrja sjálfan þig:
,,Langar mig í þetta?” ,,Já, mig
langar í þetta kjúklingslæri. ’ ’
,,Þarf ég að borða þetta? Nei, í
sannleika þarf ég ekki að borða neitt.
Það sem mig vantar er sjálfsstjórn til
að halda mig við megrunarlistann
minn. *
Undanfarið hefurðu etið hvað sem
er og tekið eftir því síðar. Nú skaltu
láta góðu vitundina vera dómarann.
Æfingar með að láta hugann vara
við. Ákveðin ,,bjöllu”-orð sem
minna á mat ættu að kveikja varnað-
arljós í huganum og viðvörunarmerki
við matborðið:
,,Ég veit að ég er að berjast við
aukakílóin. En er ekki svín í þessu.”
Varnarorðið er svín, svín minnir á
spik, spik á skvarp. Orð sem ríma
saman en hafa gerólíkar merkingar
geta líka reynst hjálpleg, svo sem
greiða — breiða, blístra — ístra og
svo framvegis.
Æfingar að kvöldi dags. Ljúktu deg-
inum með nokkrum hughreystandi
orðum áður en þú gerir kvöldleikfim-
ina. Horfðu t spegilinn og segðu við
sjálfan þig:
,, Spikið rennur ekki af í nótt en
það skal af að lokum. ’ ’
„Morgundagurinn verður betri
dagur.”
Ef þú tekur svona á málunum
styrkist ást og virðing sú sem þú ættir
að hafa á sjálfum þér. Huglæg afstaða
er einn lyklanna að þvt að haldast
grannur.
Fæðuval
Margir í megrunarhugleiðingum
halda að láti þeir steikta kjúklinga og
franskar lönd og leið en snúi sér hins
vegar að heilsufæði og jógúrt séu þeir