Úrval - 01.11.1982, Side 126
124
ÚRVAL
á réttri leið að grenna sig. En samt
sem áður léttist þetta fólk ekki mikið
og það veit ekki hvers vegna.
Magnið er rangt. Þú verður að
endurmeta hvaða „skammtur” hæf-
ir. Ef þú ert of þungur hefurðu borð-
að of mikið og of oft.
Til þess að eiga heilbrigðan skrokk
og grannan verður máltíðin að hafa
innbyrðis jafnvægi. Fæðu hefur verið
skipt í fjóra aðalflokka: mjólk, eggja-
hvítu, grænmeti/ávexti og
brauð/kornmat. Ef þú sneiðir um of
hjá ostinum eða neytir of mikils rúg-
brauðs, eða þá að þú borðar tvöfaldan
skammt af ávaxtasalati af því að það
er svo hollt, ertu í vanda. En ef þú á
hinn bóginn færð ekki nóg af græn-
meti eða eggjahvítu ertu líka í vanda.
Lykillinn að lausninni erjafnvægi.
Hvernig finnurðu rétt jafnvægi fyr-
ir iíkamann? Með því að fylgjast með,
vera með á nótunum um hvað þú læt-
ur ofan í þig og samræma matarlyst-
ina og næringarþörfina.
Mikilvægur þáttur í að ná réttu
jafnvægi er hvenær dagsins borðað er.
Því áliðnara sem er því minni matur;
versti tími til að borða mikið er rétt
fyrir náttmál. Yfir daginn áttu þess
kost að brenna þyngri fæðu en á
kvöldin hefurðu venjulega minna
fyrir stafni. (Þurflr þú að fá þér auka-
bita skalm fá þér hann á daginn).
Hér eru nokkrar tiilögur um hvern-
ig þú getur tekist á við aukabitaástríð-
una:
Reyndu að eiga aldrei fitandi mat.
I kæliskápnum mínum hef ég alltaf
stóra skál fulla af hreðkum, hvítkáli,
strengjabaunum, selleríi og gulrót-
um, sé vel um þetta grænmeti búið
helst það áfram ferskt og gott. (Þeir
sem láta aukabita eftir sér hafa
ánægju af að borða það sem brakar í
þegarþeir tyggja.)
Þegar þig langar í eitthvað sætt og
hressandi ættirðu að prófa frosin
steiniaus vínber. Þvoðu þau, taktu
stilkinn af og settu þau svo í frost.
Þegar þig langar í eitthvað af sæta
taginu ættirðu að stinga frosnu vín-
beri upp í þig. Á meðan þú veltir
berinu í munninum til að þíða það
finnst þér það vera sætt og hressandi.
Reyndu þetta.
Að koma í hús getur verið erfið
raun. Þegar ég er einhvers staðar í
heimsókn og sé fitandi ídýfur og snarl
freista mín reyni ég að gera upp við
mig hvað sé saklausast og fá mér litla
skammta. Þú skalt líka varast heima-
tilbúið sælgæti sem fólk otar að þér.
Taktu ákvörðun um hvort þú vilt
heldur sælgæti eða kvöldmat.
Það er erfitt að afþakka slíkt. Það er
alltaf erfitt að láta af slæmum ávana.
Hafðu hugfast að það er ekki lóð á
vogarskál heilbrigðinnar að vera of
feitur.
Líkamsæf ingar tengdar
áætluninni
Niðurstaðan er venjulega sú að
líkamsæfmgar séu leiðinlegar. Eg get
vel skilið þann stóra hóp fólks sem lít-
ur á þetta sem strit. En afmyndaðar
mjaðmir, pokaiæri, gríðarlegt mittis-