Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 8

Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 8
... Upp í vindinn á fleiri ný og spennandi framhalds- námsskeið. Tíl að ná kennslumarkmiði sínu, þá er stefna verkfræðideildar að leita markvisst að framúrskarandi og efnilegu akademísku starfsfólki og bjóða því góða aðstöðu, samkeppnis- hæf laun og starfsumhverfi. Þriðja markmiðið er að stefna að auknu sjálfræði verkfræðideildar Há- skóla íslands og styrkja stjórnkerfi hennar. Til dæmis á að auka stoðþjónustu þannig að starfsmenn geti betur helgt sig að kennslu og rannsóknum. Jafnframt er brýn þörf á að byggja stoðþjónustu fyrir erlenda framhaldsnema. Nýtt fólk Fjórir nýir starfsmenn hófu störf á árinu sem leið. Mynd: Dr. Björn Karlsson Björn Karlsson tók við 37% dósent- stöðu í janúar 2006 á sviði brunamá- la, og gegnir jafnframt starfi bruna- málastjóra og forstjóra Brunamála- stofnunar. Björn útskrifaðist sem Byggingarverkfræðingur frá Heriot- Watt University, Edinborg 1985. Síð- an lauk Björn Licentiatprófi árið 1989 og doktorsprófi frá Byggingarverk- fræðideild Háskólans í Lundi 1992. Hann vann sem Associate Professor við sömu deild 1993 til 2001. Björn gegnir fjölda trúnaðarstarfa: Hann sit- ur í stjórn alþjóðlega brunavísindafé- lagsins (www.iafss.org) og er for- maður menntamálanefndar þess fé- lags; Hann er í ritstjórn tímaritsins Fire Technology og í ritstjórn tímarits- ins International Journal on Engineer- ing Performance-Based Fire Codes; Björn er jafnframt varaformaður Verkfræðingafélags íslands, formaður Lagnafélags íslands og er ritari stjórn- ar Félags forstöðumanna ríkisstofn- ana. Björn mun leiða rannsóknir á sviði brunavarna og brunavísinda við umhverfis- og byggingarverkfræði- skor Háskóla íslands. Mynd: Dr. Björn Marteinsson Björn Marteinsson tók við 50% stöðu dósents í byggingarverkfræði 1. jan- úar 2006, og er í 50% starfi hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins. Björn útskrifaðist sem byggingarverk- fræðingur frá Háskóla íslands 1974, og lauk prófi í arkitektúr frá Háskólan- um í Lundi, Svíþjóð 1979. Björn hóf starfsferil sinn hjá Rannsóknastofnun byggingaiðnaðarins sama ár. Björn lauk mastersprófi í iðnaðar- og véla- verkfræði frá Háskóla íslands 2002, Licentiatprófi frá Konunglega háskól- anum í Stokkhólmi 2003 og loks doktorsgráðu frá sama skóla 2005. Aðalverksvið Björns eru orkunotkun og orkunýting til hitunar húsa, bygg- ingargallarogskaðar, byggingartækni og á síðari árum í vaxandi mæli end- ing byggingarefna og viðhaldsþörf húsa. Hann hefurtekið þátt í allmörg- um erlendum rannsóknaverkefnum, í samstarfi á rannsóknasviði innan Norðurlandanna og um árabil einnig í alþjóðlegri staðlasamvinnu á sviði efnisfræði. Björn hefur starfað að félagsmálurm á vegum Verkfræðinga- félags íslands og víðar. Björn mun leiða rannsóknir og kennslu á sviði efnisfræði, byggingareðlisfræði og húsagerðar við umhverfis- og bygg- ingarverkfræðiskor Háskóla íslands. Mynd: Dr. Benedikt Halldórsson Benedikt Halldórsson tók við stöðu verkefnisstjóra hjá Rannsóknarmið- stöð Háskóla íslands íjarðskjálftaverk- fræði í febrúar 2006. Benedikt lauk B.S. prófi í jarðeðlisfræði árið 1994, og M.S. prófi í byggingarverkfræði árið 1997 frá Háskóla íslands. Hann lauk doktorsprófi í byggingar- og jarð- skjálftaverkfræði frá State University of New York í Buffalo árið 2004, og starfaði þar einnig sem sérfræðingur. Hann hefur einnig unnið sem sér- fræðingur við Verkfræðistofnun H.í. og stundakennari við verkfræðideild HÍ. í núverandi starfi vinnur hann að því að þróa ICEARRAY, sem er nýtt og afmarkað hröðunarmælanet á Suður- landi, ásamt rannsóknum á eðli, upp- tökum og brotferli jarðskjálfta og þróun eðlisfræðilegra líkana af jarð- skjálftum. Frekari upplýsinga er að finna á vefslóðinni http://www.afl.hi. is/page/Benedikt. Mynd: Dr. Hrund Andradóttir Hrund Andradóttir tók við dósentstöðu í umhverfisverkfræði 1. september 2006. Hrund útskrifaðist með lokapróf í byggingarverkfræði við Háskóla íslands árið 1994. Síðan hélt Hrund til Massachusetts Institute of Technology þar sem hún lauk mastersprófi árið 1997 og doktorsprófi 2000 í umhverfis- verkfræði. Hrund rannsakaði dreifingu efna í Aberjona vatnasviðinu í Boston, sem varð frægt á áttunda áratuginum eftir að 28 börn höfðu greinst með hvítblæði á afmörkuðu svæði innan þess. Málaferlin sem fjölskyldur barn- anna höfðuðu gegn meintum meng- unaraðilum er fjallað um í bókinni og bíómyndinni "A Civil Action". Hún kemur eftir 6 ára starfsferil sem við- skiptaráðgjafi í bandarísku atvinnulífi, þar sem hún vann við stefnumótun og markaðsráðgjöf hjá alþjóðlegum fyrir- tækjum á sviði heilsutrygginga, vatns- hreinsunar í iðnaði, og matvæla- og drykkjaframleiðslu. Hún mun leiða rannsóknir og kennslu á sviði umhverf- isverkfræði, dreifingu efna í umhverf- inu, eðlisfræði vatnakerfa, vatnsgæð- um og stjórnun vatnsauðlinda. Frekari upplýsinga er að finna á vefslóðinni http:Hwww. hi. is/~hrund/. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.