Upp í vindinn - 01.05.2007, Qupperneq 8
... Upp í vindinn
á fleiri ný og spennandi framhalds-
námsskeið. Tíl að ná kennslumarkmiði
sínu, þá er stefna verkfræðideildar að
leita markvisst að framúrskarandi og
efnilegu akademísku starfsfólki og
bjóða því góða aðstöðu, samkeppnis-
hæf laun og starfsumhverfi.
Þriðja markmiðið er að stefna að
auknu sjálfræði verkfræðideildar Há-
skóla íslands og styrkja stjórnkerfi
hennar. Til dæmis á að auka
stoðþjónustu þannig að starfsmenn
geti betur helgt sig að kennslu og
rannsóknum. Jafnframt er brýn þörf á
að byggja stoðþjónustu fyrir erlenda
framhaldsnema.
Nýtt fólk
Fjórir nýir starfsmenn hófu störf á
árinu sem leið.
Mynd: Dr. Björn Karlsson
Björn Karlsson tók við 37% dósent-
stöðu í janúar 2006 á sviði brunamá-
la, og gegnir jafnframt starfi bruna-
málastjóra og forstjóra Brunamála-
stofnunar. Björn útskrifaðist sem
Byggingarverkfræðingur frá Heriot-
Watt University, Edinborg 1985. Síð-
an lauk Björn Licentiatprófi árið 1989
og doktorsprófi frá Byggingarverk-
fræðideild Háskólans í Lundi 1992.
Hann vann sem Associate Professor
við sömu deild 1993 til 2001. Björn
gegnir fjölda trúnaðarstarfa: Hann sit-
ur í stjórn alþjóðlega brunavísindafé-
lagsins (www.iafss.org) og er for-
maður menntamálanefndar þess fé-
lags; Hann er í ritstjórn tímaritsins
Fire Technology og í ritstjórn tímarits-
ins International Journal on Engineer-
ing Performance-Based Fire Codes;
Björn er jafnframt varaformaður
Verkfræðingafélags íslands, formaður
Lagnafélags íslands og er ritari stjórn-
ar Félags forstöðumanna ríkisstofn-
ana. Björn mun leiða rannsóknir á
sviði brunavarna og brunavísinda við
umhverfis- og byggingarverkfræði-
skor Háskóla íslands.
Mynd: Dr. Björn Marteinsson
Björn Marteinsson tók við 50% stöðu
dósents í byggingarverkfræði 1. jan-
úar 2006, og er í 50% starfi hjá Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðarins.
Björn útskrifaðist sem byggingarverk-
fræðingur frá Háskóla íslands 1974,
og lauk prófi í arkitektúr frá Háskólan-
um í Lundi, Svíþjóð 1979. Björn hóf
starfsferil sinn hjá Rannsóknastofnun
byggingaiðnaðarins sama ár. Björn
lauk mastersprófi í iðnaðar- og véla-
verkfræði frá Háskóla íslands 2002,
Licentiatprófi frá Konunglega háskól-
anum í Stokkhólmi 2003 og loks
doktorsgráðu frá sama skóla 2005.
Aðalverksvið Björns eru orkunotkun
og orkunýting til hitunar húsa, bygg-
ingargallarogskaðar, byggingartækni
og á síðari árum í vaxandi mæli end-
ing byggingarefna og viðhaldsþörf
húsa. Hann hefurtekið þátt í allmörg-
um erlendum rannsóknaverkefnum, í
samstarfi á rannsóknasviði innan
Norðurlandanna og um árabil einnig í
alþjóðlegri staðlasamvinnu á sviði
efnisfræði. Björn hefur starfað að
félagsmálurm á vegum Verkfræðinga-
félags íslands og víðar. Björn mun
leiða rannsóknir og kennslu á sviði
efnisfræði, byggingareðlisfræði og
húsagerðar við umhverfis- og bygg-
ingarverkfræðiskor Háskóla íslands.
Mynd: Dr. Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson tók við stöðu
verkefnisstjóra hjá Rannsóknarmið-
stöð Háskóla íslands íjarðskjálftaverk-
fræði í febrúar 2006. Benedikt lauk
B.S. prófi í jarðeðlisfræði árið 1994,
og M.S. prófi í byggingarverkfræði
árið 1997 frá Háskóla íslands. Hann
lauk doktorsprófi í byggingar- og jarð-
skjálftaverkfræði frá State University
of New York í Buffalo árið 2004, og
starfaði þar einnig sem sérfræðingur.
Hann hefur einnig unnið sem sér-
fræðingur við Verkfræðistofnun H.í.
og stundakennari við verkfræðideild
HÍ. í núverandi starfi vinnur hann að
því að þróa ICEARRAY, sem er nýtt og
afmarkað hröðunarmælanet á Suður-
landi, ásamt rannsóknum á eðli, upp-
tökum og brotferli jarðskjálfta og
þróun eðlisfræðilegra líkana af jarð-
skjálftum. Frekari upplýsinga er að
finna á vefslóðinni http://www.afl.hi.
is/page/Benedikt.
Mynd: Dr. Hrund Andradóttir
Hrund Andradóttir tók við dósentstöðu
í umhverfisverkfræði 1. september
2006. Hrund útskrifaðist með lokapróf
í byggingarverkfræði við Háskóla
íslands árið 1994. Síðan hélt Hrund til
Massachusetts Institute of Technology
þar sem hún lauk mastersprófi árið
1997 og doktorsprófi 2000 í umhverfis-
verkfræði. Hrund rannsakaði dreifingu
efna í Aberjona vatnasviðinu í Boston,
sem varð frægt á áttunda áratuginum
eftir að 28 börn höfðu greinst með
hvítblæði á afmörkuðu svæði innan
þess. Málaferlin sem fjölskyldur barn-
anna höfðuðu gegn meintum meng-
unaraðilum er fjallað um í bókinni og
bíómyndinni "A Civil Action". Hún
kemur eftir 6 ára starfsferil sem við-
skiptaráðgjafi í bandarísku atvinnulífi,
þar sem hún vann við stefnumótun og
markaðsráðgjöf hjá alþjóðlegum fyrir-
tækjum á sviði heilsutrygginga, vatns-
hreinsunar í iðnaði, og matvæla- og
drykkjaframleiðslu. Hún mun leiða
rannsóknir og kennslu á sviði umhverf-
isverkfræði, dreifingu efna í umhverf-
inu, eðlisfræði vatnakerfa, vatnsgæð-
um og stjórnun vatnsauðlinda. Frekari
upplýsinga er að finna á vefslóðinni
http:Hwww. hi. is/~hrund/.
8