Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 40
... Upp í vindinn
Tengjast hljóðvist og vellíðan?
Inngangur
Eftir því sem samskipti manna verða
hraðari og þjóðfélagið hraðgengara,
ræða menn meira um heilsu og
vellíðan. Við erum flest meðvituð
um líkamlega heilsu en því miður
erum við oft ekki meðvituð um það
andlega og líkamlega álag sem við
verðum fyrir, t.d. vegna hávaða og
þar með talið bakgrunnshávaða.
Oft er það ekki fyrr en hávaðanum
linnir að við verðum vör við að hann
dundi yfir. Sem dæmi má nefna
þegar skrifstofumaðurinn slekkur á
tölvunni og allt verður hljótt, eða
þegar slökkt er á útvarpinu eftir
fréttir. Öll erum við þó ólík hvað
þetta varðar og misjafnlega við-
kvæm. Það ber að hafa í huga við
lestur þessarar greinar.
Hljóðvist - hugtök og
skilgreiningar
Mikilvægt er að útskýra nokkur af grunnhugtökum hljóð-
fræðinnar. Hávaði er skilgreindur sem óæskileg eða skað-
leg hljóð. Þannig telst t.d. umferðarniður og hljóð frá
loftræsikerfum vera hávaði. Hljóðstig er lýsandi fyrir þann
hljóðstyrk sem við verðum fyrir, hvort sem um hávaða eða
hljóð er að ræða. Kvarðinn sem notaður er fyrir hljóðstig
er lógaritmískur og er mælieiningin dB (lesið desibel).
Hugtakið lógaritmískur merkir m.a. að breytingar á hljóð-
styrk eru mun meiri en tölurnar gefa hugmynd um. Þetta
kann að valda nokkrum heilabrotum. Til útskýringar má
nefna að syngi tveir söngvarar með hljóðstigið 60 dB hvor,
þá er samanlagt hljóðstig frá þeim 3 dB hærra eða 63 dB.
Samanlagt hljóðstig frá fjórum slíkum söngvurum er
66 dB. Maður skynjar hækkun á hljóðstigi um 10 dB (t.d.
úr 50 dB í 60 dB) sem tvöföldun hávaðans. Þannig getur
munað töluverðu í skynjuðum hljóðstyrk þótt aðeins sé
um nokkur dB að ræða. Ómtími er það sem í daglegu tali
er oft nefnt "bergmál" (þegar ómtíminn er langur). Sagt
er að rými með löngum ómtíma sé "hljómmikið".
Fræðileg skilgreining ómtíma er sá tími sem það tekur
hljóðstig að falla um 60 dB, þ.e. frá því að hljóðgjafi
þagnar. Ómtími hefur bein áhrif á hljóðstig í rýmum.
Þannig má minnka stöðugan hávaða frá t.d. loftræsikerfi
með því einu að stytta ómtímann í rýminu (t.d. eru 40 dB
í rými með 1,2 sek. ómtíma aðeins 36 dB í rými með
0,5 sek. ómtíma). Áhrifin á talað mál eru mun meiri eins
og komið verður að síðar. Það sem einna helst hefur áhrif
á ómtímalengd rýmis eru efniseigin-
leikar innanstokksmuna, gólfefnis,
veggja og loftaefnis. Rúmtak rýmis
(lofthæð og gólfflötur) hefur einnig
mikil áhrif.
Hve langur er viðunandi
ómtími?
Reynslan sýnir að æskileg lengd
ómtíma tekur mjög svo mið af
notkun rýmisins. Hér leikur stærð
rýma einnig stórt hlutverk þar sem
mannsheilinn gerir ráð fyrir lengri
ómtíma í rúmtaksmeiri rýmum, þá
sérstaklega rýmum þar sem hátt er
til lofts. Benda má á að ómtími er
tíðniháður (lágtíðni - miðtíðni -
hátíðni) og er ákaflega mikilvægt
að ómtími sé u.þ.b. jafn langur fyrir
öll tíðnibönd hljóða á bilinu 125 -
4.000 rið (hljóðsveiflur á sek.).
Líkamleg áhrif - viðbrögð
líkamans
Þegar talað er hátt beitum við rödd okkar á annan hátt en
þegar við tölum lágt. Þannig hefur bakgrunnshávaði og
ómtími rýma m.a. áhrif á raddbeitingu okkar og skiljan-
leika talaðs máls. í lítið hljóðdeyfðu rými getur talað mál
orðið að lítt skiljanlegum graut, jafnvel þótt aðeins einn
einstaklingur sé að tala. Þegar talað er í slíku rými getur
endurkast eins atkvæðis endurkastast að eyra mælanda
um leið og annað atkvæði er mælt fram. Fyrstu atkvæði
orða munu þvi draga verulega úr skiljanleika seinni
atkvæða (2). Viðbrögð manna eru þau að sérhver einstakl-
ingur hækkar róminn til að yfirgnæfa bakgrunnshávaðann
og/eða hljóðendurkast eigin raddar. Þetta er oft nefnt
kaffihúsaáhrif, þar sem síhækkandi kliður veldur því að
allir tala hærra og hærra. Fyrir vikið fer mýkt úr röddum
einstaklinga og hún verkar harðneskjulegri á hlustanda.
Röddin er okkar helsta tjáskiptaform og gegnir
lykilhlutverki í kennslu og þegar leiðbeiningar eru gefnar,
t.d. í jóga. Þannig getur góð hljóðvist gert herslumuninn
fyrir góða slökun eða árangur kennslu, þ.e. hvort
leiðbeinandinn talar með mjúkri rödd eða ekki. Stað-
setning hátalara getur einnig haft áhrif á líðan
þátttakanda, t.d. í slökun, kennslu eða líkamsrækt. Þegar
um slökun ræðir er jafnan best að tónlist komi að ofan,
aftan eða framan, svo að annað eyrað verði ekki fyrir
meiri áraun en hitt. f rýmum með löngum ómtíma (e.t.v.
> 0,8 sek.) dregur verulega úr talskilningi. Þetta hefur
—
Ólafur Daníelsson
Hljóðráðgjafi hjá Línuhönnun hf. Hann
lauk B.S.-prófi í umhverfis- og bygging-
arverkfræði frá Háskóla íslands 2003.
Ólafur stundaði framhaldsnám við Há-
skóla (slands og skiptinám við DTU í
Kaupmannahöfn og lauk meistaraprófi í
byggingarverkfræði frá HÍ 2005.
40