Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 58
... Upp í vindinn
Mynd 2: Möguleg útfærsla á stlgapöllum [4].
öryggi þeirra er oft minna en fólks
sem ekki er fatlað. Erfitt er fyrir þá að
vita fyrirfram hvernig aðstaðan er til
að- og frágengis. Það er því mikilvægt
að góðu aðgengi fylgi einnig gott
frágengi.
Tæknilegar útfærslur
Rannsóknastofnun byggingariðnaða-
rins hefur gefið út bókina „Aðgengi
fyrir alla" [2], sem fjallar um hönnun
bygginga m.t.t. aðgengismála. Bókin
fjallar um kröfur og lausnir á þessum
málum og er mjög gott framtak. Hún
fjallar þó ekki sérstaklega um frá-
gengi frá byggingum.
Það eru mörg atriði sem skipt geta
máli við hönnun „frágengis fyrir a\\a"
og þarf að hafa í huga við brunahön-
nun bygginga:
• Flótti á öruggan stað. Fyrir þá
sem ekki geta bjargað sér sjálfir
út er mögulegt að rýming eigi sér
stað á „öruggan stað". Hann
þarf að rúma nógu marga og
vera vel staðsettur og vel merktur
(sjá mynd 1). Brunastúka eða
stigahús geta verið heppilegir
staðir, en gæta ber að því að
aðrir geti komist framhjá.
Hjólastólar þurfa 1,5-2 m2 fyrir
hvern einstakling (sjá mynd 2).
Frá þessum stað verður að vera
hægt að láta vita af sér og góðar
aðstæður þurfa að vera til að
flytja fólkið þaðan á endanlegan
áfangastað. „Öruggi staðurinn"
þarf að vera sjálfstætt brunahólf,
þar sem tryggt er að eldur eða
reykur komist ekki í fyrirskrifaðan
tíma. Hér skiptir reykþétting og
frágangur miklu máli sem og út-
færsla loftræsikerfis m.t.t. reykút-
breiðslu.
• Fyrirkomulag flóttaleiða.
Flóttaleiðir þurfa að vera
auðrataðar fyrir alla og því skiptir
miklu máli hvort gera þurfi ráð
fyrir að fólk þekki ekki flótta-
leiðirnar. Huga bera að því að
ferðatími vissra einstaklinga get-
ur verið mun lengri en fyrir full
fríska einstaklinga, allt niður í
0,1 m/s. Hjólastólar geta beðið á
gangi, sem skv. íslensku bygg-
ingarreglugerðinni er 1,3 m að
lágmarki eða í stigahúsi, séu stiga-
pallar nægjanlega rúmir (sjá
mynd 2).
• Opnun hurða. Það getur verið
erfitt fyrir hreyfihamlaða að opna
dyr á móti flóttaátt. Kraftur sem
þarf til að opna hurð ætti að vera
undir 120 N og opnunarkraftur
handfangs undir 25 N. Opnunar-
búnaður þarf að vera staðsettur
svo að fólk í hjólastól nái í hann. í
mörgum tilvikum getur rafmagns-
opnun leyst málið, en þá þarf
einnig að huga að rafmagns-
örygginu (varaaflgjafa).
• Þröskuldar. Lágir þröskuldar
geta verið óyfirstíganlegir fyrir
marga. Felliþröskuldar eru leyfðir
í brunahólfandi hurðum, en eru
ekki eins þéttir og öruggir og
hefðbundnir þröskuldar. Hér
verður að vega saman öryggi
brunahólfunar og öryggi fólks í
rýmingu.
• Stigar og rampar. Stigabreiddir,
útfærsla þrepa og handriða skipt-
ir allt máli varðandi örugga rým-
ingu um viðkomandi flóttaleið.
Rampar mega t.d. ekki halla
meira en 1:20, en ef hæðarmun-
ur er minni en 0,6 m má heimila
skábraut allt að 1:15 [1].
• Lyftur. Almenna reglan er að
nota ekki lyftur í eldsvoða, enda
segir í byggingarreglugerð [1]:
„Lyftur má ekki nota í eldsvoða".
Jafnframt segir í byggingar-
reglugerð að „Lyftur í opinberum
byggingum og byggingum ætl-
VERKFRÆÐISTOFA SUÐURNESJA
58