Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 52

Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 52
... Upp í vindinn Sjálfbær byggingariðnaður og heildarsýn Mannvirki eru almennt byggð til að endast áratugum saman, og jafnvel þegar byggð eru bráðabirgðamann- virki þá er þeim ætlað að endast um árabil. Iðulega er gert ráð fyrir að ending bygginga sé minnst 50 ár, sbr. gögn frá EU ("Guidance paper F), EOTA (1999) og ISO (2000). Bygging sem heildarferli hefst þeg- ar væntanlegur eigandi byrjar að gera áætlanir um nýja byggingu, og því líkur þegar hún er rifin og efni endurnýtt eða fargað. í vaxandi mæli er ætlast til að allt heildarferlið sé skoðað. í reynd er með þessu stefnt að, og reynt að tryggja, sjálf- bærni í byggingariðnaði, en þá má ekki gleymast að t.d. EU kröfur (í Samþykkt um byggingarvörur; e: Construction Products Directory, CPD) gera ráð fyrir að hagkvæmni ráði ferðinni. Kröfur til byggingar stýrast m.a. af grunnkröfunum í "samþykkt um byggingarvörur". Bygging er umtalsverð fjárfesting og á rekstrartíma bætist enn við, það er því eðlilegt að eigandinn reyni að hámarka árangur ferlisins. Slík hámörkun þarf að taka tillit til ólíkra skeiða í ferlinu, og mismunandi krafna sem gilda fyrir hvert um sig. Öll framkvæmdin, og síðari notkun byggingar, þarf vitaskuld að uppfylla kröfur um notagildi, öryggi og hollustu en einnig önnur atriði eru mikilvæg. Byggingarkostnaður ræðst að verulegu leyti af stærð byggingar, efnisvali og því hversu flókin hún er í gerð og uppbyggingu. Efnis- notkun og áhrif hennar á umhverfið ræðst af tegund efna, endingu þeirra og viðhaldsþörf til að tryggja eðlilegan nottíma. Endingartími byggingarhluta og bygginga er mikilvæg stærð varðandi hagkvæmni, en það er erfitt að ákvarða endingartímann; • hver bygging er "einstök" • endingartíminn er langur • margir ákvarðanaaðilar • mikið staðbyggt í stöðlum (ISO, 2000) er eftirfarandi skilgreiningar að finna: Hönnun með tilliti til endingar (SLP: Service life planning) Áætlanagerð og hönnun til að tryggja að endingartíminn verði lengri heldur en hönnunarendingin (DLB: design life of building). Vistferilsgreining (LCA: Life Cycle Assessment) Greining á umhverfisáhrifum vöru, þ.e. skoðað er allt flæði (orka, efni, vinna) sem framleiðsla, eða notkun vöru, krefst. Heildarkostnaður (LCC: Life Cycle Cost) Kostnaður vegna vöru (eða þjónustu) allan notkunartím- ann, almennt notað "markaðsvirði" og erekki sérstaklega tengt framleiðsluháðum þáttum. Dr. Björn Marteinsson Dósent við verkfræðideild Háskóla íslands og sérfræðingur við Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.