Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 36

Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 36
... Upp í vindinn Hönnun steypu í neðri pall yfirfalls við Kárahnjúka 1 Kynning í febrúar 2006, ákvað Landsvirkjun samkvæmt ráðgjöf VST að setja af stað rannsókn sem sneri að steypu- hönnun á yfirfallspalli við Kára- hnjúka. Hér verður stuttlega rakin sú aðferðarfræði sem er notuð við uppbyggingu slíkra rannsókna og hvort niðurstöður séu í samræmi við forsendur. Verkefnið, sem unnið var fyrir Landsvirkjun og birtist hér með hennar leyfi, var unnið í samvinnu VerkfræðistofuSigurðarThoroddsen (VST) og Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnaðarins (Rb). Indriði Níelsson og Níels Indriðason komu að verkefninu fyrir hönd VST en Ásbjörn Jóhannesson, Guido Krage og dr. Ólafur H. Wallevik fyrir hönd Rb. 2 Lýsing á aðstæðum ftarlegar straumfræðilegar rannsóknir fóru fram í rann- sóknarstofu tækniháskólans í Zúrich í Sviss. Niðurstaðan varð m.a. sú að við neðri enda yfirfallsrennunar var settur sérstakur stallur. Sjá mynd 1. Lóðrétt fall vatnsins er á bilinu 27 til 37 m en breidd yfirfallsins er á bilinu 57-70 m. Yfirfallið gegnir því hlutverki að veita vatni framhjá virkjuninni þegar Kárahnjúkalón er fullt. Yfirfallsrennan liggur í hlíðinni vestan lónsins og leiðir rennslið niður í gljúfrið neðan stíflunnar. Þrep er í yfirfallinu við gljúfur- brúnina, sem gegnir því hlutverki að stytta framkast vatnsins sem ella gæti lent á mótstæðum gljúf- urvegg. Útreikningar gera ráð fyrir því að vatn verði á yfirfalli í u.þ.b. 40 daga á ári flest ár. Yfirfallið er hannað til að anna allt að 2250 m3/s en þær aðstæður sem skoðaðar eru hér eru einkum fyrir rennsli undir 300 m3/s. Við hærra vatnsmagn er hraðinn orðinn það mikill að fossinn lendir ekki á yfirfallspallinum heldur skýst yfir hann, beint ofan í gljúfrið. 3 Uppsetning rannsóknaverkefnis Uppsetningu rannsóknaverkefnis af þessu tagi er gjarnan skipt upp í nokkra hluta. I upphafi er mikilvægt að greina sem nákvæmast þá áraun sem yfirfallspallurinn verður fyrir. í kjölfar þess fylgdi heimildakönnun, þar sem leitað var upplýsinga um svipuð verkefni. Byggt á þeirri heimildakönnun, var hægt að skrá eftir- sótta steypueiginleika og fyrirskrifa rannsóknir í samræmi við þær. Niðustöður rannsókna leiddu svo í Ijós hvaða steypu- blanda var best fallin til að standast þá áraun sem pall- urinn að öllum líkindum verður fyrir. 3.1 Vatnsáraun á steypu - almennt Áraun á steypu frá streymandi vatni má almennt skipta upp í þrennt. 1 .Bein áraun (rof) vegna ástreymis (erosion) 2. Eimbólutæring (cavitation) 3. Áraun vegna korna í vatni (abrasion) Ekki fundust neinar staðlaðar prófanir til að mæla niður- brot steinsteypu vegna álags af þessu tagi. Hér var hins vegar nær eingöngu fengist við beina áraun vegna streym- is (liður 1) og varla nokkuð við áraun vegna korna í vatni (liður 3) þar sem framburður sest að mestu fyrir í lóninu. Eimbólutæring kemur hér ekkert við sögu. Þrátt fyrir að hágæða steypa muni endast lengur en venjuleg steypa, verður niðurstaðan samt sem áður sú að steypan muni smám saman rofna. Frá endingarsjónarmiði voru eftirfar- andi eiginleikar dregnir fram. Indriði Níelsson Starf: Burðarþolssvið VST, Sérsvið: Steypufræði Menntun: M.Phil. Heriot-Watt háskól- anum í Edinborg. B.Sc. byggingatækni- fræði TÍ Mynd 1. Yfirfall og yfirfallsstallur (flæðilíkan, hérsbr. 100 m3/s) 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.