Upp í vindinn - 01.05.2007, Qupperneq 53
... Upp í vindinn
Hönnun með tilliti til endingar þarf
því að taka mið af mismunandi
þörfum á mismunandi tímum á ferli
byggingarinnar, en þessi tími skiptist í
þrjú skeið;
• Skipulag, hönnun og byggingu
• Rekstur og viðhald byggingar
• Endurnýjun eða förgun efna
Á hönnunarskeiðinu þarf því að gæta
að þáttum er varða efnisnotkun og
skipulagi framtíðar viðhalds. Á not-
kunarskeiðinu þarf svo að sinna
viðhaldi og endurnýjun í raun. Atriði
sem huga þarf að, og þarfir á mis-
munandi skeiðum í byggingarferlinu,
eru því mjög mismunandi. Notagildi
byggingar og heildarkostnaður, þ.e.
samanlagður byggingarkostnaður,
rekstrar- og viðhaldskostnaður, ræðst
af því hvernig til tekst.
Hönnunarskeið
Á hönnunarskeiðinu er tekinn lang-
stærstur hluti þeirra ákvarðana er
ákvarða notagildi, heildarkostnað og
áhrif á umhverfi. Þetta gildir sérstak-
lega um stærðir, orkuþörf og efnis-
notkun til nýbyggingar og síðara við-
halds. Það er því eðlilegt að hafa
eftirfarandi atriði í huga, jafnvel
snemma á undirbúningstíma bygg-
ingarinnar:
• Mun byggingin hafa það nota-
gildi sem verðandi eigandi ætlast
til og verður hægt að byggja og
starfsrækja hana innan þess
kostnaðarramma sem hann og
markaðurinn ráða við?
• Verður notkunartími eins og
ætlast er til af eiganda, stöðlum
og reglugerðum?
• Verður hægt að viðhalda bygg-
ingunni og er hugsað fyrir þessu í
vali efna sem tengjast eða eru
byggð inn í önnur efni, en efnin
geta haft mjög mismunandi end-
ingu og viðhaldsþörf.
• Er byggingin þannig úr garði
gerð að aðlögun og breytingar
að breyttum þörfum verði mögu-
legar útfrá hagkvæmnissjónar-
miðum?
• Er umhverfisáraun vegna bygg-
ingarinnar, þar með talið á gæði
innilofts, ásættanleg?
Það er grunnforsenda fyrir löngum
nottíma byggingar að hún uppfylli
þær væntingar sem til hennar eru, og
verða, gerðar varðandi notagildi. Á
löngum notkunartíma geta kröfur
breyst, en erfitt er að sjá slíkt fyrir. Það
er því nauðsynlegt að hægt verði að
aðlaga bygginguna að breyttum kröf-
um framtíðar, slíkt getur krafist bæði
aðlögunarhæfni og sveigjanleika.
Með aðlögunarhæfni er hér átt við að
byggingin haldi notagildi sínu þó svo
kröfur til notkunarsviðs breytist en
með sveigjanleika að byggingin nýtist
til annarra verksviða en henni var
ætlað í byrjun. í báðum tilvikum gildir
að grunnþarfir á byggingartíma þurfa
að vera vel þekktar og að einhver
áætlun sé gerð til lengri tíma, í öllu
falli mun þetta gera kröfur til stað-
setningar og gerðar burðarvirkis, auk
stærða og fyrirkomulags byggingar.
Af hefð er mikil áhersla í hönnun á
styrk og stífleika, og nokkuð víst að
a.m.k. upphafsstyrkur verður með
nægjanlegu öryggi umfram þær
kröfur sem gera þarf vegna hönnun-
arálags. Hinsvegar hefur áhugi á að
kanna kerfisbundið áhrif tímaháðs
niðurbrots á styrk ekki verið til staðar
fyrr en á síðustu árum. Nú er tekið
tillit til hrörnunar steypu við hönnun
steyptra burðarvirkja en þessar að-
ferðir tæpast fullmótaðar, slíkar að-
ferðir eru enn mjög vanþróaðar fyrir
mörg önnur efni.
www.almenna.is
Almenna
1 verkfræðistofan
Almenna verkfræðistofan veitir víðtæka þjónustu á sviði bygginga-, véla-, og umhverfisverkfræði.
Almennu verkfræðistofunni er skipt í fimm fagsvið: virkjana- og samgöngusvið, byggingasvið, véla- og
rafmagnssvið, verkefnastjórnunarsvið og umhverfissvið.
Almenna verkfræðistofan er traust fyrirtæki sem var stofnað 1971 en á rætur að rekja til ársins 1941.
Almenna verkfræðistofan leggur metnað sinn í að vera framsækið, markaðsdrifið og jafnréttissinnað félag
og starfsvettvangur metnaðarfullra starfsmanna. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 70 talsins.
Unnt er að afla sér nánari upplýsinga á www.almenna.is.
m
IISTISO 9001,
Fellsmúli 26 108 Reykjavik • Sími: 580 8100 ■ av@almenna.is
53