Upp í vindinn - 01.05.2007, Síða 64

Upp í vindinn - 01.05.2007, Síða 64
... Upp i vindinn Mikill ávinningur af miðlægri stýringu umferðarljósa Á undanförnum árum hefur ver- ið unnið að undirbúningi sam- tengingu umferðarljósa á höf- uðborgarsvæðinu og miðlægri stýringu þeirra, en verkefnið er samstarfsverkefni Reykjavíkur- borgar og Vegagerðarinnar. í apríl verður lokið við upp- setningu fyrsta áfanga verkefn- isins þegar fyrstu 40 gatnamót- in verða tengd stjórntölvu í hús- næði Framkvæmdasviðs Reyk- javíkur í Skúlatúni 2. Að loknu þriggja mánaða prufukeyrslu- tímabili verður kerfið tekið formlega í notkun í lokjúní. Þetta eru merk tímamót og taka sumir svo djúpt í árinni að verið sé að nútímavæða stjórn- unumferðaríborginni.Verkefn- ið bíður upp á marga spenn- andi möguleika, en vonir stan- da til að á árinu 2010 nái kerfið til stýringar allra umferðarljósa í Reykjavík. Langþráður draumur Langt er síðan að farið var að ræða um miðlæga umferðar- stýringu í Reykjavík, en segja má að upphaf verkefnisins megi rekja til ársins 2002 þegar gerð var úttekt á vegum em- bættis borgarverkfræðings á „ávinningi af því að besta still- ingu umferðarljósa." Úttektin var unnin af breska ráð- gjafafyrirtækinu TMS Consultancy og leiddi meðal annars í Ijós töluverðan sparnað í ferðatíma, ef stilling umferðar- Ijósanna væri sveigjanlegri en hún er í dag. Samstarfsnefnd Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar var skipuð á vormánuðum 2003. Árið 2004 réði nefndin ráðgjafa frá dönsku verkfræðistofunni Hansen & Henne- berg A/S til að vinna forskrift að kerfislýsingu og gerð út- boðsgagna, en nefndin naut einnig ráðgjafar Vinnustof- unnar Þverá. í júní 2005 var útboð auglýst á Evrópska efna- hagssvæðinu og óskað eftir tilboðum í stjórntölvu ásamt 3 útstöðvum og 30 stjórnkös- sum umferðarljósa, sem stjórna umferðarljósum á 36 gatnamótum í Reykjavík. Tvö tilboð bárust og var tilboði Siemens AG tekið, en það hljóðaði upp á tæpar 900 þúsund evrur sem skiptist milli Vegagerðar og Reykja- víkurborgar. Þann 18. janúar 2006 var verksamningur undirritaður og gert ráð fyrir afhendingu búnaðar fyrir árslok 2006. Gerður var viðbótarsamningur um upp- færslu á fjórum stjórnkössum á vegum Vegagerðarinnar við Hafnarfjarðarveg og Breiðholtsbraut. Stjórnkassar við Hafnarfjarðarveg munu tengjast stjórntölvunni í þes- sum áfanga. Núverandi kerfi Mikil þörf hefur verið fyrir sveigjanlegt kerfi sem bíður upp á skjót viðbrögð við sí- breytilegum aðstæðum, en núverandi kerfi er mjög óþjált í rekstri og allar breytingar á stýringum mjög tímafrekar. Hluti stjórnkassanna var kominn til ára sinna og því nauðsynlegt að uppfæra þá. Núverandi kerfi sendir held- ur ekki tilkynningar um bilanir, en það hefur þrenns konar afleiðingar í för með sér: 1) Ávallt líður einhver tími frá því að bilun verður og þar til umsjónaraðilar vita um hana. Reglubundið eftirlit hefur vissulega minnkað þessa töf, en getur ekki komið í veg fyrir hana. 2) Tafsamt getur verið að staðsetja bilun, til dæmis ef samstilling innan grænnar bylgju hættir að virka. 3) Endurstilling Ijósanna er tímafrek og ekki fram- Baldvin E. Baldvinsson verkfræðingur Höskuldur Tryggvason byggingartæknifræðingur Kristján Helgason upplýsingafulltrúi Markmið með miðlægri stýringu umferðarljósa • Kerfið safni umferðarupplýsingum sem nýtast til að lágmarka umferðartafir við mismunandi aðstæður. • Stýring umferðarljósa samræmist umfer- ðinni hverju sinni. • Að kerfið sé vaktað og geri sjálfkrafa viðvart ef bilanir koma upp. • Að mögulegt sé að veita Strætó forgang. 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.