Upp í vindinn - 01.05.2007, Side 64

Upp í vindinn - 01.05.2007, Side 64
... Upp i vindinn Mikill ávinningur af miðlægri stýringu umferðarljósa Á undanförnum árum hefur ver- ið unnið að undirbúningi sam- tengingu umferðarljósa á höf- uðborgarsvæðinu og miðlægri stýringu þeirra, en verkefnið er samstarfsverkefni Reykjavíkur- borgar og Vegagerðarinnar. í apríl verður lokið við upp- setningu fyrsta áfanga verkefn- isins þegar fyrstu 40 gatnamót- in verða tengd stjórntölvu í hús- næði Framkvæmdasviðs Reyk- javíkur í Skúlatúni 2. Að loknu þriggja mánaða prufukeyrslu- tímabili verður kerfið tekið formlega í notkun í lokjúní. Þetta eru merk tímamót og taka sumir svo djúpt í árinni að verið sé að nútímavæða stjórn- unumferðaríborginni.Verkefn- ið bíður upp á marga spenn- andi möguleika, en vonir stan- da til að á árinu 2010 nái kerfið til stýringar allra umferðarljósa í Reykjavík. Langþráður draumur Langt er síðan að farið var að ræða um miðlæga umferðar- stýringu í Reykjavík, en segja má að upphaf verkefnisins megi rekja til ársins 2002 þegar gerð var úttekt á vegum em- bættis borgarverkfræðings á „ávinningi af því að besta still- ingu umferðarljósa." Úttektin var unnin af breska ráð- gjafafyrirtækinu TMS Consultancy og leiddi meðal annars í Ijós töluverðan sparnað í ferðatíma, ef stilling umferðar- Ijósanna væri sveigjanlegri en hún er í dag. Samstarfsnefnd Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar var skipuð á vormánuðum 2003. Árið 2004 réði nefndin ráðgjafa frá dönsku verkfræðistofunni Hansen & Henne- berg A/S til að vinna forskrift að kerfislýsingu og gerð út- boðsgagna, en nefndin naut einnig ráðgjafar Vinnustof- unnar Þverá. í júní 2005 var útboð auglýst á Evrópska efna- hagssvæðinu og óskað eftir tilboðum í stjórntölvu ásamt 3 útstöðvum og 30 stjórnkös- sum umferðarljósa, sem stjórna umferðarljósum á 36 gatnamótum í Reykjavík. Tvö tilboð bárust og var tilboði Siemens AG tekið, en það hljóðaði upp á tæpar 900 þúsund evrur sem skiptist milli Vegagerðar og Reykja- víkurborgar. Þann 18. janúar 2006 var verksamningur undirritaður og gert ráð fyrir afhendingu búnaðar fyrir árslok 2006. Gerður var viðbótarsamningur um upp- færslu á fjórum stjórnkössum á vegum Vegagerðarinnar við Hafnarfjarðarveg og Breiðholtsbraut. Stjórnkassar við Hafnarfjarðarveg munu tengjast stjórntölvunni í þes- sum áfanga. Núverandi kerfi Mikil þörf hefur verið fyrir sveigjanlegt kerfi sem bíður upp á skjót viðbrögð við sí- breytilegum aðstæðum, en núverandi kerfi er mjög óþjált í rekstri og allar breytingar á stýringum mjög tímafrekar. Hluti stjórnkassanna var kominn til ára sinna og því nauðsynlegt að uppfæra þá. Núverandi kerfi sendir held- ur ekki tilkynningar um bilanir, en það hefur þrenns konar afleiðingar í för með sér: 1) Ávallt líður einhver tími frá því að bilun verður og þar til umsjónaraðilar vita um hana. Reglubundið eftirlit hefur vissulega minnkað þessa töf, en getur ekki komið í veg fyrir hana. 2) Tafsamt getur verið að staðsetja bilun, til dæmis ef samstilling innan grænnar bylgju hættir að virka. 3) Endurstilling Ijósanna er tímafrek og ekki fram- Baldvin E. Baldvinsson verkfræðingur Höskuldur Tryggvason byggingartæknifræðingur Kristján Helgason upplýsingafulltrúi Markmið með miðlægri stýringu umferðarljósa • Kerfið safni umferðarupplýsingum sem nýtast til að lágmarka umferðartafir við mismunandi aðstæður. • Stýring umferðarljósa samræmist umfer- ðinni hverju sinni. • Að kerfið sé vaktað og geri sjálfkrafa viðvart ef bilanir koma upp. • Að mögulegt sé að veita Strætó forgang. 64

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.