Upp í vindinn - 01.05.2007, Qupperneq 44

Upp í vindinn - 01.05.2007, Qupperneq 44
... Upp í vindinn Framkvæmdir við tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð við Austurhöfn í Reykjavík Inngangur Þann 9. mars 2006 var undirritaður samningur milli Eignarhaldsfélagsins Portus ehf og Austurhafnar um hönnun, byggingu og rekstur tón- listar- og ráðstefnuhúss við Austur- bugt að undangenginni samkeppni um hönnun þess, deiliskipulag svæðisins frá Austurbugt að Lækjartorgi og rekstraráætlun fyrir húsið til 35 ára. Þar með má segja að lokið hafi áratuga baráttu íslenskra tónlistarunnenda fyrir sómasamlegri aðstöðu til tónleika- halds. Portus hópurinn, sem settur var saman til að taka þátt í samkeppninni samanstóð af ÍAV, Landsafli og Nýsi. Hópurinn réði til sín dönsku arki- tektastofuna Henning Larsen Tegne- stue A/S sem hannar húsið í sam- vinnu við íslensku arkitektastofuna Batteríið ehf. Jafnframt var ráðin til verksins danska verkfræðistofan Ramboll Danmark A/S sem hannar burðarvirki og tæknikerfi í samvinnu við VGK Hönnun. Auk þessara meg- inráðgjafa komu að samkeppninni listamaðurinn Ólafur Elíasson sem listrænn hönnuður glerkápunnar sem umlykur húsið og Vladimir Ashkenazy sem listrænn ráðgjafi Portus varðandi dagskrá hússins fyrstu árin. Auk þessara ráðgjafa hafði Austurhöfn þegar ráðið til verksins bandarískan hljóðtækniráð- gjafa, Artec, sem hefur komið að byggingu margra helstu tónlistarhúsa sem reist hafa verið í heiminum síðustu áratugi. Auk þess að bera ábyrgð á hljóðtæknilegri hönnun hússins, ber Artec ábyrgð á hönnun sviðsbúnaðar og sviðslýsingar. Um leið og ákvörðun lá fyrir um að tillaga Portus hópsins yrði fyrir valinu skipti hópurinn með sér verk- um. Nýsir og Landsafl (Landsbanki íslands) stofnuðu Eignarhaldsfélagið Portus ehf sem mun eiga húsið og sjá um rekstur þess til 35 ára. Sam- hliða undirritun samnings milli Eign- arhaldsfélagsins Portus og Austur- hafnar var undirritaður samningur milli Portus og ÍAV, en með honum tók ÍAV að sér hönnun og byggingu hússins í alverktöku. Jafnframt var gerður rammasamningur milli Port- us og ÍAV um að ÍAV tæki að sér aðra uppbyggingu á deiliskipulags- svæðinu svo sem byggingu 1600 bíla bílgeymslu, hótels , verslana og skrifstofubygginga sem ekki verður frekar fjallað um hér. Hönnun TR Hönnun tónlistar- og ráðstefnuhúss er gífurlega flókið verkefni sem segja má að nánast öll svið verk- fræðinnar komi við sögu. Arkitektar hússins höfðu á samkeppnisstiginu skýra hugmynd um með hvaða hætti þessi umgerð um íslenskt tón- listarlíf yrði sem glæsilegust. Arki- tektúr hússins hefur skýra skírskotun í íslenska náttúru og viðfangsefni hönnunarhópsins hefur snúist um að tryggja að upphaflegar hug- myndir nái fram að ganga í endanlegri útfærslu verksins auk þess að mynda sem besta umgjörð, bæði arkitektóniskt og tæknilega, um gífurlega metnaðarfullar viðburða- og rekstraráætlanir Portus. Innan veggja tónlistar- og ráðstefnuhússins eru fjórir stórir salir auk minni æfinga- og ráðstefnurýma og aðstöðu fyrir Sinfóníuhljómsveit íslands sem eiga mun heimili í húsinu. Aðal tónleikasalurinn tekur um 1800 manns í sæti og í honum er komið fyrir sviði þar sem hægt verður að setja upp tónleikauppfærslur af óperum og söngleikjum. Auk stóra tónlistarsalarins eru í húsinu æfingasalur S( sem einnig er gert ráð fyrir að verði notaður til tónleikahalds og tekur um 480 manns í sæti, 750 manna tvískiptur ráðstefnusalur og lítill fjölnotasalur sem tekur um 200 manns í sæti. Auk salanna er gert ráð fyrir Sigurður Ragnarsson Framkvæmdastjóri Austurhafnarverkefnis ÍAV M.Sc í byggingarverkfræði frá DTH 1991 ; ^t| Kf Gunnlaugur Kristjánsson Framkvæmdastjóri Þróunarsviðs lAV Byggingartæknifræðingur B.Sc frá T( 1981 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.