Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 20
... Upp í vindinn
Mynd 7. Á myndinni má sjá skrið mismunandi styrkleikaflokka steypu. Hér eru eingöngu
sýndar formbreytingar vegna skriðs, ekki formbreytingar á fjaðursviði. [9]
Mynd 8. Samanburður á skriði steypu i styrkleikaflokkum C25, C35, C50 og C70 með
íslensku basalti með mismunandi miklu holrými. Annars vegar er nokkuð þétt íslenskt
basalt (blá lína) og hins vegar opið íslenskt basalt (bleik lína). Steypa í styrkleikaflokkum
C25, C35 og C50 var I eitt ár undir álagi. Steypa í styrkleikaflokki C70 hefur verið undir
álagi i u.þ.b. tvö og hálft ár. [9]
1:1991, Eurocode 2, sem er sá staðall
sem er í gildi hér á landi, eru
niðurstöðurnar eftirfarandi.
Samanburður reiknilíkans við
steypu með þéttari fylliefnum:
Eurocode 2 gerir ráð fyrir að skrið-
hraðinn sé orðinn mjög lítill eftir ár.
Mæld gildi sýna hins vegar að svo er
ekki. Þetta má sjá á mynd 9. Þegar
steypan hefur verið undir álagi í rúm
fjögur ár er munurinn orðinn umtals-
verður. Á mynd 9 eru sýndar form-
breytingar á fjaðursviði auk skriðs. Ef
aðeins eru bornar saman formbreyt-
ingar vegna skriðs þá má sjá að
munurinn á mældum gildum og
reiknuðum eftir fjögur ár er u.þ.b.
30%.
er um að ræða steypu með mjög
opnu basalti. Hér ofmetur Eurocode
2 skriðið mikið frá byrjun. Mismun-
urinn minnkar hins vegar með tíma-
num. Eftir fjögur ár er mismunurinn,
ef aðeins er horft til formbreytinga
vegna skriðs, u.þ.b. 15% og fer
minnkandi.
5. Lokaorð
Rannsóknir á fjaðurstuðli og skriði
steinsteypu hafa staðið yfir hjá
Rannsóknastofnun byggingariðnað-
arins frá árinu 1997. Þessar rann-
sóknir hafa aðallega beinst að áhrif-
um fylliefna á fjaðurstuðul og skrið.
Mælingar á fjaðurstuðli eru tiltölu-
lega einfaldar og fljótlegar i' fram-
kvæmd. Áhrif íslensku fylliefnanna á
fjaðurstuðul eru því nokkuð vel
þekktar. Á grundvelli niðurstaðna
þessara rannsókna var skrifað þjóðar-
skjal sem fylgir þeim staðli sem í gildi
er hér á landi, FS ENV 1992-1-1:1991.
Þar er kveðið á um hvernig reikna
skuli fjaðurstuðul steinsteypu með
fylliefnum sem eru ekki áberandi
opin annars vegar og opin (gleypin)
hins vegar.
Mælingar á skriði eru hins vegar
mjög tímafrekar og flóknar. Mæling-
ar á skriði steinsteypu með íslensku
basalti hófust hjá Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins í byrjun árs
2001 og standa enn yfir þegar þetta
er skrifað. Þessar mælingar hafa
þegar sýnt það er full ástæða til að
huga vel að því hvort ekki sé ástæða
til að taka tillit til þess hvaða fylliefni
er notað þegar um er að ræða bygg-
ingarhluta þar sem skrið steypunnar
er tiltölulega mikið. Þeir bygg-
ingarhlutar sem gætu verið um að
ræða eru t.d. steypt brúarmannvirki,
bitar, súlur, plötur með mikilli spenni-
vídd svo eitthvað sé nefnt.
Heimildir
[1] A.M. Neville & J.J. Brooks., "Concrete
Samanburður reiknilíkans við
steypu með opnum fylliefnum:
Á mynd 10 má sjá samanburð niður-
stöðu mældra gilda og reiknaðra. Hér
0 365 730 1.095 1.460 1.825
Álagstími (dagar)
Mynd 9. Samanburður á mældum gildum C40-steypu með þéttu ísl. basalti (þétt 2) og
reiknuðum gildum skv. FS ENV 1992-1-1:1991 Viðauka 1 (Eurocode 2). [9]
20