Upp í vindinn - 01.05.2007, Qupperneq 4
... Upp í vindinn
Efnisyfirlit
Umhverfis- og
Byggingarverkfræöiskor á
tímamótum
Formbreytingar steinsteypu
- fjaðurstuðull og skrið -
Borgarsamgöngur
- Um framtíð samgangna í Reykjavík
BEST Reykjavík
Kennsla í Áhættugreiningu viö
Verkfræðideild Háskóla íslands
Verkfræðingar
- Ijósmæður arkítektúrs?
Hönnun steypu í neðri pall
yfirfalls við Kárahnjúka
Framkvæmdir við tónlistarhús
og ráðstefnumiðstöð við
Austurhöfn í Reykjavík
Ferð þriðja árs nema á
Kárahnjúka
- Ferðasaga
Sjálfbær byggingariðnaður
og heildarsýn
Frágengi fyrir alla
Fullkomið fjarstýrt
landmælingakerfi
Mikill ávinningur af miðlægri
stýringu umferðarljósa
Þétting byggðar kallar á nýjar
lausnir
Large volcanic plumes
Verksmiðjuframleiddar
baðherbergiseiningarfrá
Formaco
Reyk- og brunatjöld frá
Formaco
14
24
28
30
34
36
Tengjast hljóðvist og vellíðan? 40
44
50
52
56
62
64
68
70
76
77
Ritstjórn: f.v. Elsa Axelsdóttir, Eyþór Friðriksson og Sigríður Ósk Bjarnadóttir
Ágæti viðtakandi,
Nú er kominn út 26. árgangur blaðsins
...upp í vindinn. Blaðinu er ætlað að
vera vettvangurfræðilegrar umfjöllunar
um umhverfis- og byggingarverkfræði
þar sem fræðimönnum á því sviði er
gefinn kostur á að koma á framfæri
niðurstöðum rannsókna sinna og því
nýjasta í geiranum á hverjum tíma.
Blaðið er gefið út af þriðja árs nem-
um ( umhverfis- og byggingarverkfræði
við Háskóla íslands og er það einn liður
í fjármögnun námsferðarinnar sem far-
in verður í maí 2007.
Margar hugmyndir komu upp um
hvert skyldi halda í námsferð í ár og
ákváðum við að breyta til og velja ein-
hvern annan áfangastað en Kína, eins
og hefur verið vaninn undanfarin ár.
Áfangastaðir í ár verða Dubai, Singa-
pore og Thailand. Eftir millilendingu í
London munum við halda áleiðis til
Dubai. f Dubai hefur verið mikil gróska
undanfarin ár og eru þar miklar og
áhugaverðar framkvæmdir. Talið er að
u.þ.b. 25 % af öllum byggingarkrönum
heims séu staðsettir þar. Næst munum
við halda áfram til Singapore en þar er
mesti íbúaþéttleiki í heimi og er landið í
raun og veru ein samfelld borg. Þar
finnast meðal annars fremstu verk-
fræðiskólar í heimi og höfum við
áætlað heimsókn ( einn þeirra. Ferðin
mun enda í Thailandi á Hua Hin-
ströndinni í afslöppuðu og þægilegu
umhverfi. Á leiðinni heim frá Thailandi
eyðum við síðustu dögum ferðarinnar í
stórborginni Bangkok.
Við þökkum greinahöfundum fyrir
framlag sitt og auglýsendum og
styrktaraðilum fyrir þeirra framlag til
útgáfu þessar blaðs.
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Þriðja árs nemar við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor Háskóla Islands.
Ritstjórn:
Elsa Axelsdóttir
Eyþór Friðriksson
Sigríður Ósk Bjarnadóttir
Umbrot og prentun:
Prentmet ehf.
Upplag: 4.000
Forsiða:
Forsíðumyndin er tölvuteikning af nýrri þjónustumiðstöð Istaks á Tungumelum, Mos-
fellsbæ, sem tekin verður í notkun sumarið 2007.
Istak hefur skipulagt athafnasvæði á Tungumelum og hyggst byggja þar iðnaðarhús-
næði að óskum kaupenda.
Blaðinu er dreift til félaga í Verkfræðingafélagi íslands, Arkitektafélagi Islands, Stéttarfél-
agi verkfræðinga, Tæknifræðingafélagi íslands, auk viðeigandi fagaðila innan Samtaka
iðnaðarins. Blaðinu er einnig dreift til bókasafna og fjölda fyrirtækja.
I árverður blaðínu einnig dreift á Háskóladeginum 17. febrúar 2007 og til nemenda I
umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla fslands.
4
Kínaferðin mikla
Útskriftarferð umhverfis- og
byggingarverkfræðinema 2006
78