Upp í vindinn - 01.05.2014, Side 8

Upp í vindinn - 01.05.2014, Side 8
Frá ferð framhaldsnema á virkjanasvæði Búðarhálsvirkjunar (Mynd: Bryndís Tryggvadóttir). natural disasters in Europe, enhanceproject.eu); AQUAVALENS (Protecting the health of Europeans by improving methods for the detection of pathogens in drinking water and water used in food preparation, aquavalens.org); Aquaponics (The EU Aquaponics Hub: Realising Sustainable Integrated Fish and Vegetable Production for the EU, www.aquaponics.is); norræna netverksverkefnið VIWAF (Viable Water Management and Governance for Futures); og alþjóðlega verkefnið GEORG (GEOthermal Research Group, georg.hi.is). Niðurstöður rannsóknanna eru birtar í alþjóðlegum vísindatímaritum og á innlendum vettvangi og má finna lista af greinum á vefsíðu deildarinnar (www.hi.is/ub) og ávefsíðum einstakrastarfsmanna. Nýjustu styrkirtil deildarfólks eru úr Rannsóknarsjóði Vísinda- og tækniráðs. Þar fékkst öndvegisstyrkur til þriggja ára (24 m.kr. á ári) á sviði jarðskjálftaverkfræði og einnig fékkst verkefnastyrkur til þriggja ára (8 m.kr. á ári) á sviði vegagerðar. Hér til hliðar er listi af greinum deildarfólks sem birtust í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum (ISI) 2012-2013. Nýir starfsmenn Dr. Björn Marteinsson, verkfræðingur og arkitekt, var ráðinn í 50% dósentstöðu við deildina en Björn hefur undanfarin ár kennt og stundað rannsóknir á sviði efnistækni, húsbyggingartækni og orkunýtingar. Ráðning Björns styrkir enn frekar gott samstarf deildarinnar við Nýsköpunarmiðstöð en Björn er þar í hálfu starfi. Dr. Maria J. Gunnarsdóttir var ráðin sem sérfræðingur við deildina með starfssvið innan Vatnaverkfræðistofu. Maria hefur langa reynslu í vatnsveitugeiranum og sinnir rannsóknum á sviði vatnsveitna, heilnæmi neysluvatns og stýrir vinnupakka í Evrópuverkefninu AQUAVALENS. Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís og stundar-kennari við deildina, var skipuð atvinnutengdur aðjúnkt við deildina frá og með 1. janúar 2014. Aðjúnktar úr atvinnulífinu sitja deildarfundi og koma að stefnumótun kennslu og rannsókna. Deildin auglýsti í haust stöðu á sviði jarðskjálftaverkfræði og áætlað er að ráðið verði í stöðuna í byrjun árs 2014. Nánari upplýsingar Nánari upplýsingar um rannsóknir í Umhverfis- og byggingarverkfræðideild er að finna á heimasíðu deildar- innar, www.von.hi.is/ub. Þar er einnig að finna upplýsingar um kennd námskeið í grunnnámi og framhaldsnámi sem og meistaraverkefni og doktorsverkefni sem hafa verið unnin síðustu ár við deildina. VIÐ ERUM FLUTT VERKÍS hefur futt höfuðstöðvar sínar í Ofanleiti 2, Reykjavík Ofanleiti 2,103 Reykjavík | 422 8000 | verkis@verkis.is | www.verkis.is

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.