Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 59

Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 59
AÐ BEISLA VINDINN Mynd 1. Myndin sýnir hvernig samfellt flæöi loftmassa í gegn um mylluna veldur stærra yfirborði hægra megin í vindbrautinni. Raunaflið er mismunur á aflinu fyrir og eftir mylluna. hægt er að stjórna stöðu blaðanna og skurði við vindinn. Þannig eru myllur hannaðar að þær slá nánast út þegar vindur nálgast ofsaveður. Stærsta vindmylla sem mér er kunnugt um nú er í prófunum i Osterild á vegum Vestas í Danmörku með uppsett afl 8MW. Uppsett afl í vindorkubeislun til rafmagnsframleiðslu í heiminum mun nú vera um 300GW sem er gríðarlegt og vaxandi. Helsti vandi sem glímt er við þegar vindorka er þannig hagnýtt er fyrst og fremst sjónmengun en einnig er viss vandi fólginn í áhrifum t.d. langra skeiða logns t.d. þegar háþrýstisvæði myndast í Norður Evrópu. í beislun vindorkunnar er fólgin mikil eðlisfræði sem við skulum skoða betur. Orka, afl og eðlisfræðilegar takmarkanir Vindurinn sem fer fram hjá okkur ber með sér massa lofts sem er á ákveðnum hraða eftir styrk hans. Skoðum fyrst ákveðið rúmmál V lofts sem hefur massann m og hraðann v. Hreyfiorka þessa rúmmáls er Ekin = Vz mv2 (1) Massa sama rúmmáls af lofti má tákna með þéttleika loftsins p og svo með rúmmálinu V, þannig að massi loftsins er m = p V (2) Þegar við sameinum (1) og (2) fæst jafnan fyrir hreyfiorku vindsins Ekin vinds = l/ p V2 (3) Efviðhugsumokkurað reynaaðfávindinn til að hreyfa við skrúfu eða vindmyllublaði sem hefur þvermálsyfirborð A, getum við reiknað með að ákveðið rúmmál lofts A V = A v At (4) fari á tímanum At og snerti hreyfilinn. Af því leiðir að aflið (orka á timaeiningu) sem hreyfir við vindmyllunni er Evinds ~ Ekin vinds^ ^ = (AVp v2 )/2At = pA v3/2 (5) Skoðum þessa niðurstöðu. Vindaflið er semsagt háð þéttleika loftsins, yfirborði spaðanna og vindhraðanum í þriðja veldi! Þetta er áhugaverð niðurstaða. Þéttleikinn gæti sagt til um að rakt loft væri miklu vænlegra til að bera meiri orku. Yfirborð spaðanna kallar á stærri myllu til að auka ítöku afls úr vindinum og síðast en ekki síst, staðarval myllunnar kallar á stað þar sem vindur er sem mestur. Mylla nærri fjallstoppi gæti leikandi gefið þúsund sinnum meira afl en mylla í dal þar sem hlutfall vindsins væri aðeins einn tíundi af rokinu á toppnum. Þarna þurfa eðlisfræðin og verkfræðin að tala saman. Það er alls ekki víst að myllan þoli áraun vindsins í öllum mögulegum vindstyrkjum. Reyndar er það svo að flestar myllur hafa búnað til að „slá út“ eða óvirkja vindinn þegar hann yglir sig verulega. Komum að því síðar. En hvað segir eðlisfræðin um nýtingarhlutfall vindsins? Okkur leikur hugur á að vita hversu mikinn hluta hins reiknaða vindafls við getum fangað. Nú gerast spennandi hlutir. Vindurinn sem skellur á spöðunum stöðvast ekki alveg, heldur minnkar hraðinn. Það væri ekki mögulegt að stöðva hann alveg; að fá alla hreyfiorku hans til okkar nota. Hugsum okkur að vindhraðinn þegar hann skellur á myllunni okkar sé v; og að hann fari um mylluna og fái hraðann v2 er hann yfirgefi hana. Sá hraði er að sjálfsögðu lægri vegna þess að vindurinn hefur misst hreyfiorku sem myllan fangaði. Nú er eftir smá algebra. Við reynum að áætla hversu mikið afl hafi verið fangað í myllunni. Setjum svo að rúmmálið sem fer í gegn um mylluna á tímaeiningu sé háð meðaltali vindsins fyrir og eftir mylluna (v-i + v2)/2. Við reiknum aflmuninn á vindinum fyrir og eftir mylluna: Praun = P1 ~ P2 (AVp )/2 At (v-i - v2)2 = pA/4 (V! + V2)(V!2 - v22) (6) Við sjáum nú að ef mismunur vindhraðans erenginn, þá kemurlíkanúll út úrjöfnunni, það er ekkert raunafl. Nú getum við nálgast það að reikna út aflið sem unnt er að ná út úr vindinum. Við deilum raunaflinu með afli vindsins. Reiknum nú út aflstuðul myllunnar: Cp = praur/P vinds = (Vi + V2)(V12 - v22)/2 v,3 (7) Við köllum v^v; = x og einföldum jöfnuna, (1+x)(1-x2)/2 (8) og með smá algebru og með því að gera ráð fyrir að A;v; =A2v2=A (v^+v2) / 2 og diffra aflið m.t.t. v2/v^ má leiða út að hæst nær cp þegar hlutfall vindhraðanna v^/v^ = 1/3. Þetta leiðir til að Phámark = 16/27 pAv;3 (9) Þessi merkilega niðurstaða er kölluð Betz lögmál og segir að 59.3% vindaflsins sé í mesta lagi hægt að virkja með vindmyllu. Við þessar aðstæður hafa 88.9 % hreyfiorku vindsins verið virkjaðar í vindmyllunni. Stundum hafa menn komið til mín og haldið fram að þeir hafi fundið upp ...upp í vindinn I 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.