Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 11

Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 11
HJÓLASTÍGUR FRÁ FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR TIL REYKJAVÍKUR til Sturlu Böðvarssonar, þáverandi samgönguráðherra, um málið [6]. Pistlar um málið eftir Öldu Jónsdóttur, þá formann íslenska fjallahjólaklúbbsins og Sigurð M. Grétarsson, þá formann Landssamtaka hjólreiðamanna, hafa birst í blöðum [7]. Öryggi Ljóst er að hjólaumferð fer ekki vel saman við hraða umferð ökutækja [8]. Hámarkshraði á Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur er 90 km/klst eins og algengt er á þjóðvegum landsins. Umferðarþungi er mikill miðað við aðra þjóðvegi landsins eða um 5.500 til 11.000 ökutæki á sólarhring að meðaltali, mismunandi eftir vegköflum [9]. Þetta veldur því að öryggi hjólreiðamanna sem hjóla eftir Reykjanesbrautinni er bágborið. Öryggi er helst ábótavant í slæmu veðri s.s. hvassviðri, rigningu og slæmu skyggni. Stór ökutæki, s.s. rúturog flutningabílar, skapa sérstaklega slæmar aðstæður þegar þau keyra nálægt hjólreiðamönnum og/eða ausa vatni yfir hjólreiðamenn á rigningardögum. Hjólreiðamenn geta einnig fundið fyrir umtalsverðu kjölsogi þegar stór ökutæki aka framhjá. Samkvæmt erlendum viðmiðum er mælt með að hjólastígur sé aðskilinn umferð í öllum tilvikum við þennan umferðarhraða (90 km/klst.) og umferðarþunga (5.500 - 11.000 ökutæki/ sólarhring) [10]. Hjólreiðaferðamennska Aukning hefur verið í hjólreiða- ferðamennsku á heimsvísu undanfarin ár [11]. Samhliða þessari aukningu hafa hjólaleiðir verið lagðar víðsvegar og þjónustustig við hjólreiöar hækkað [11]. Þessi uppbygging hefur helst átt sér stað í dreifbýli vegna eðlis hjólreiðaferðamennsku [11]. Bætt aðstaða og hærra þjónustustig leiðir svo aftur til þess að enn fleiri hjóli. Gæði hjólaleiðarinnar hafa áhrif á hversu hvetjandi hún virkar á hjólreiðar, sér í lagi þættir eins og gæði yfirborðs, umhverfi og samfelldni hjólaleiðar [12]. Síðustu ár hefur fjöldi erlendra ferðamanna sem koma til íslands aukist töluvert og árið 2013 komu fleiri ferðamenn til landsins en áður hefur þekkst [13]. Greiningadeild Arion banka spáir því að fjöldi ferðamanna til landsins verði um 855.000 árið 2015 og Ferðamálastofa spáir því að fjöldi ferðamanna til landsins verði um 1 milljón árið 2020 [4]. En búast má við því að hjólreiðaferðamönnum fjölgi samfara fjölgun ferðamanna almennt. Leiðin gæti verið passleg fyrsta og siðasta dagleið hjólreiðaferðamanna sem koma til landsins. Aukning hefur verið á hjólreiðum á íslandi síðastliðin ár. í ferðavenjukönnun sem var gerð 2011 svöruðu 3,8% að þau færu allra sinna ferða á hjóli, en þetta hlutfall var 0,8% í ferðavenjukönnun sem var framkvæmd 2002 [2]. Samfara þessari aukningu hjólreiða má ætla að fleiri landsmenn nýti frístundir sínartil hjólreiða. Þá þarf að bæta hjólaleiðir sem liggja frá Reykjavík því það er almenn skoðun hjólreiðamanna hérlendis að hjólaleiðir frá Reykjavik séu óásættanlegar og að betri leiðir þurfi til Kjalarness, Hveragerðis og Reykjanesbæjar [14]. Aðferðir Fyrsti liðurinn í verkefninu miðaði að því að greina þær leiðir sem standa til boða fyrir hjólreiðar á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur. Þetta var gert með því að fara í vettvangsferðir og skoða loftmyndir af svæðinu. Auk þess voru umræður um hjólreiðar á Reykjanesinu skoðaðar, en töluverðar umræður um hjólreiðar á svæðinu sköpuðust á þeim tíma sem breikkun Reykjanesbrautar átti sér stað. Til þess að geta valið eina sérstaka leið þurfti að finna aðferð við að bera mögulegar leiðir saman. Ákveðið var að líta til fjögurra atriða við samanburð á leiðunum, þ.e. kostnaðar, nálægðar við umferð, vegalengdar og visthæfis. Stigagjöfin byggist á grófum áætlunum og huglægu mati þar sem ekki var ráðist í nákvæmar greiningar fyrr en eftir að sérstök leið var valin og verður þeirri lýst í þessari grein. Vísað er í meistararitgerð fyrir nánari lýsingu aðferða og annarra leiða [1]. Kostnaðarmat var framkvæmt fyrir þá leið sem var valin og fjármögnunarmöguleikar skoðaðir. Ákjósanleg leið Af mögulegu leiðum er valin ein leið sem þykir ákjósanleg leið. Þetta er gert til að auðvelda frekari greiningu og lýsingu á leiðinni. Núverandi gerð yfirborðs leiðarinnar var könnuð, mat var lagt á kostnað og einnig var hæðarsnið leiðarinnar fundið. Leiðin sem er valin liggur um miðbæ Reykjanesbæjar og eftir Vatnsleysustrandarvegi með styttingu eftir Gamla vegi. Þegar komið er að Hafnarfirði er reiknað með að hægt verði að nýta undirgöng undir Reykjanesbraut við Straumsvík og að hjólað verði yfir Hvaleyrarholt inn í miðbæ Hafnarfjarðar og meðfram Reykjavikurvegi. Leiðin liggur svo yfir Arnarneshæð og Kópavogsháls og eftir norðanverðum Fossvogi, hjólað er austan við Reykjavíkurfiugvöll og endað við Umferðarmiðstöðina BSÍ. Net aðskildra hjólastiga á höfuðborgarsvæðinu er slitrótt í dag en unnið er að því að þétta netið. Því á að verða hægt að velja um mismunandi leiðir frá Hafnarfirði inn í Reykjavík á komandi árum. Ákjósanleg hjólaleið sést á mynd 1. Hjólaleiðin sem þykir ákjósanleg er um það bil 54 km sem er 4 km lengra en stysta aktursleið á milli sömu áfangastaða. Hæðarsnið Mynd 2 sýnir hæðarsnið Reykjanes- brautar (svart) og hæðarsnið IVIynd 1 Ákjósanleg leið frá Reykjanesbæ að Reykjavík ...upp í vindinn I 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.