Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 44

Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 44
KÚVENDING í SKIPULAGSMÁLUM Hins vegar er Reykjavík í þeirri stöðu að geta ákvarðað sinn eigin vöxt með framboði lóða og húsnæðis og stjórnað sinni eigin fólksfjölgun. Út frá tekjusjónarmiðum skiptir máli fyrir borgina að geta haldið í það unga fólk á tvítugsaldri sem nú býr í borginni en mun flytja yfir til kragasveitarfélaganna þar sem fjölskyldustofnun og barneignir gera kröfu um rými. Það eru ungar millistéttarfjölskyldur sem eru bakbein útsvarsgreiðslna sveitarfélaganna og það er einmitt þessi hópur sem Reykjavík hefur verið að missa frá sér á síðustu áratugum sem hefur jafnframt veikt tekjustoðir borgarinnar. Höfuðborgarsvæðisbúum fjölgaði um 56 þúsund á milli áranna 1990 og 2010. Reykjavík tók aðeins við 36% af þessari aukningu á þessum tíma. Horfur eru á að fjölgun næstu 20 ára á höfuðborgarsvæðinu verði álíka, eða jafnvel meiri, eins og kom fram hér að framan. Þannig felst því töluvert tekjutap í því að opna ekki ný hverfi til ábúðar á skipulagstímanum. Það skiptir borgina nú mjög miklu máli fjárhagslega að sá mikli fjöldi ungs fólks sem nú býr í borginni muni ekki halda á brott á næstu árum og geti valið um búsetukosti í nýjum hverfum á næstu árum. Tekjulíkan borgarinnar kallar beinlínis eftir nýjum hverfum! Önnur áhersla: vistvænar samgöngur Áherslan á vistvænar samgöngur hefur bakstuðning af hækkandi bensínkostnaði og sífellt þyngri umferð innan borgarinnar. í þessu efni hefur náðst mestur árangur í aukningu hjólreiða sem höfðu aðeins aðeins 0,3% vægi í ferðum innan Reykjavikur árið 2002 en höfðu náð 3,8% vægi árið 2011. Hér má einnig benda á að rúmur fjórðungur Reykvíkinga býr í innan við 15 mínútna göngufjarlægð frá vinnustað sínum. Það virðast því vera gríðarmiklir möguleikar fyrir hendi að auka notkun tveggja jafnfljótra og hjólreiða við ferðir til og frá vinnu. Borgin hefur einnig sýnt þessa stefnu í verki með uppbyggingu reiðhjólastíga. Það er einnig verðugt markmið að þrefalda hlutdeild strætó í ferðum innan Reykjavíkur - úr 4% árið 2011 og í 12% árið 2030 - sem skipulagið gerir ráð fyrir. Af öllum sólarmerkjum að dæma virðast bjartari tímar í vændum fyrir almenningssamgöngur í borginni. En betur má ef duga skal, Töluvert mikið af umferðarálagi, mengun og hávaða kemur frá þungaflutningatækjum til og frá iðnaðarsvæðum borgarinnar. Þétting íbúðabyggðar hlýtur að fela í sér aö athafnasvæðum er breytt í íbúðasvæði sem mun sjálfkrafa skila því markmiði að draga úr neikvæðum umferðaráhrifum. Hins vegar vantar verulega að markmið um minnkun þungaumferðar séu skilgreind í skipulaginu. Sérstaklega stingur í augu sú staðreynd að olíubirgðastöð og fiskvinnslu er áfram ætlaður staður í Örfirisey, út á odda byggðarinnar. Þannig er tankbílum ætlað að keyra í gegnum endilanga Reykjavík með eldsneyti fyrir millilandaflugið í Keflavík jafnt sem almenna notkun um landið allt. Aukinheldur fylgja gríðarlegir hráefnisflutningar nútíma fiskvinnslu. Staðreyndin er einfaldlega sú að þessi iðnaðaráhersla, með tilheyrandi þungaumferð, fyrir Örfirisey er í andstöðu við anda skipulagsins, og er einfaldlega óskiljanleg. Því skyldi heldur ekki gleymt að Örfirisey er eitt besta byggingarland borgarinnar, steinsnarfrá miðbænum. Staða miðbæjarins Nafn Reykjavíkur er nánast því jafn kunnugt sem vörumerki og nafn íslands á erlendri grundu. Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein er vex hraðast hérlendis um þessar mundir og hún er að miklu leyti stunduð á afmörkuðu svæði í 101 Reykjavík sem hentar gangandi fólki. Miðbær Reykjavíkur gegnir nú sama hlutverki og síldarplönin á fyrri tíð; afmarkaður staður þar sem fjöldi fólks r*«Ssr. U«Sor í « ♦rv K.r& >.’■*?*» tw Cmufrjter* D>*rtiwi Mynd 3 Búðarferðir til miðbæjarins samkvæmt umferðarkönnun 1962. 44 I ...upp í vindinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.