Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 74

Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 74
VERKFRÆÐINGAFELAG ÍSLANDS Verkfræ&ingafélag 1 íslands 1UU Fyrsti íslenski verkfræðingurinn, Sigurður Thoroddsen, lauk námi frá DTH í Kaupmannahöfn árið 1892. Tveimur áratugum siðar var Verkfræðingafélag íslands stofnað. Að stofnun félagsins stóðu þeir níu íslensku verkfræðingar sem lokið höfðu námi, einn húsameistari og þrír erlendir tæknimenn sem búsettir voru hérlendis. Verkfræðingum fjölgaði hægt framan af öldinni og voru félagsmenn í VFÍ innan við eitt hundrað árið 1940. í dag eru félagsmenn VFÍ rúmlega 2200. í félaginu eru um 75% sem lokið hafa prófi í verkfræði. Störf verkfræðinga ná yfir stöðugt stærra svið og má segja að nám í verkfræði veiti aðgang að nánast hvaða starfsvettvangi sem er. Fyrir rúmum eitt hundrað árum mátti fyrsti íslenski verkfræðingurinn, og þeir sem á eftir honum komu næstu áratugina, búa við takmarkaðan skilning á menntun sinni og getu - það þótti mikil sóun að jafn efnilegur piltur og Sigurður Thoroddsen skyldi ekki verða prestur eða læknir! Á árinu 2011 sameinuðust Verk- fræðingafélag íslands og Stéttarfélag verkfræðinga undir heiti þess fyrrnefnda. VFÍ vinnur að hagsmuna- og kjaramálum verkfræðinga með fjölbreyttu og öflugu starfi og félagið er mikilvægur samstarfsvettvangur til þess að efla verkfræðilega og vísindalega þekkingu. VFÍ stendur vörð um lögverndað starfsheiti og gæði verkfræðinámsins og vinnur að hagsmunum verkfræðinga á breiðum grundvelli til framtíðar. SIÐAREGLUR VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS VIRÐING OG JAFNRÉTTI Félagar VFI sýna fólki tillitssemi og virðingu, óháð kyni, lífskjörum, þjóðfélagsstöðu, menningu, þjóðerni og kynþætti. Þetta felur í sér að: • Koma fram af tillitssemi, sanngirni, vinsemd og virðingu við annað fólk. • Halda ávallt í heiðri góða siði og grundvallargildi samfélagsins. • Hafa í heiðri jafnrétti kynja og kynþátta. • Virða fag- og ábyrgðarsvið annarra og vinnuframlag þeirra. • Stuðla að góðum starfsanda með einlægni, heiðarleika og umburðarlyndi. FAGLEG ÁBYRGÐ OG RÁÐVENDNI Félagar VFÍ gera sér grein fyrir faglegri ábyrgð sinni og vinna í samræmi við viðurkenndar gæðakröfur. Þetta felur í sér að: • Viðhalda og endurnýja stöðugt þekkingu sína og færni. • Deila þekkingu sinni og færni með samstarfsfólki. • Vinna verksín affaglegri ábyrgðogeftirbestu samvisku. • Virða lög og reglur samfélagsins og stéttar sinnar. • Gæta hagsmuna viðskiptavina sinna. • Gera grein fyrir þeim tengslum eða hagsmunum, sem gætu gert starf þeirra tortryggilegt. • Taka ekki við þóknun eða fríðindum frá þriðja aðila í sambandi við verkið eða bjóða fram til þriðja aðila slika þóknun eða fríðindi. SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ OG SJÁLFBÆRNI Félagar VFÍ eru meðvitaðir um áhrif verka sinna á samfélag, umhverfi og náttúru. Þetta felur í sér að: • Setja ávallt í öndvegi öryggi, heilsu og velferð almennings. • Gæta þess, að tæknilegar lausnir séu miðaðar við sjálfbærni og ábyrga nýtingu auðlinda. • Vera heiðarlegur og hreinskilinn um margþætt áhrif tæknilegra lausna og annarra verkefna, og greina á viðeigandi vettvangi frá atriðum sem gætu ógnað öryggi almennings eða verið skaðleg umhverfinu. • Taka virkan þátt í upplýstri opinberri umræðu um samfélagsleg málefni þegar hún beinist að fagsviði verkfræðingsins. 74 I ...upp í vindinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.