Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 69

Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 69
SUMAR Á GRÆNLAND! ,,Sigurboginn“. Glæsilegur borgarísjaki á Diskó flóa. Miölunarlón virkjunarinnar. Grænlandsjökull í baksýn. Það er alltaf skemmtilegra þegar mórall á vinnustöðum er góður, svo ég tali nú ekki um þegar vinnustaðurinn er fjarri öðrum mannabyggðum og eina fólkið sem maður umgengst utan vinnutíma eru vinnufélagarnir. Þá er það beinlínis nauðsynlegt. Mér fannst ég koma inn í góðan og þéttan hóp fólks og það var gaman að vera hluti af honum. i matar- og kaffitímum var spilaður Kani, en á laugardagskvöldum var það póker. Ég þótti að vísu afleitur Kanaspilari svo mér var hlíft við þátttöku nema allir aðrir varamenn væru uppteknir. En í pókernum gat ég sýnt mínar betri spilahliðar sem var auðvitað mun hentugra því þá var spilað upp á veglegan bjórpott! Þrátt fyrir langa vinnudaga og einungis frí á sunnudögum þá gafst mér stundum færi á að upplifa þetta magnaða land sem Grænland er. Sunnudagsfjallgöngur voru algeng dægrastytting. Svo hljóp ég reglulega á kvöldin, annað hvort inni á hlaupabretti eða úti, en eina færa hlaupaleiðin utandyra var upp á fjall. Það var þó nokkur hlaupaáhugi meðal vinnufélaganna og fórum við meðal annars fjórir ístaksmenn og tókum þátt í 22,5 km víðavangshlaupi frá smáþorpinu Oqaatsut til llulissat. Þótt þessi leið hafi verið í erfiðari kantinum þá gerast þær varla flottari! Sunnudaginn um verslunarmannahelgina bauð fstak starfsfólki sínu í siglingu út í Diskó eyju sem er hinum megin við Diskó flóann. Sigling á Diskó flóa er ævintýri út af fyrir sig en eyjan sjálf var ekki síðri. Hún er talsvert yngri en meginlandið og minnti í bænum Qeqertarsuaq (d. Godhavn) á Diskó eyju. Skálað á laugardagskvöldi. því um margt á ísland, þ.e. allt var miklu grænna. Við gátum því líka sagst hafa farið til eyja um verslunarmannahelgina (og það í Diskó eyju!!)- Virkjunin í Þaakitsoq firði var afhent grænlenskum yfirvöldum í september 2013. Vikurnar á undan voru því prófanir á virkjuninni í fullum gangi og hún keyrð á fullum afköstum. Það vakti athygli mína að búið var að koma fyrir risastórum gufukatli fyrir utan stöðvarhúsið. Honum var ætlað að taka við allri umfram orku frá virkjuninni sem bærinn gat ekki tekið við. Eins var ketillinn notaður til þess að valda ekki óþarfa rafmagnstruflunum í bænum, s.s. rafmagnsleysi o.þ.h. Þetta þarf víst ekki að gera á íslandi þar sem hægt er að láta umfram orkuna út á landsnetið, en það er ekkert sameiginlegt landsnet á Grænlandi. Ketillinn gekk undir nafninu Spútnik, sennilega vegna þess að ef eitthvað skyldi klikka þá væri hann kominn á sporbaug um jörðu (eða svona næstum því)! En allt gekk vel. Þrátt fyrir einangraðan stað, moskítóflugur og fjarveru frá fjölskyldu og vinum á islandi þá var þetta sumar mjög skemmtilegt og eftirminnilegt. Ég get alveg fullyrt að ég mun einhvern tímann leggja leið mína aftur til Grænlands, hvort sem það verður í vinnu eða sem ferðamaður. Landið er mikið ævintýraland en einnig eru Grænlendingar sjálfir einstaklega vingjarnlegt og skemmtilegt fólk. ...upp í vindinn I 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.