Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 20

Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 20
SETMYNDUNI HAGALÓNI SAGAN AF FÆÐINGU NÚVERANDI MATS Höm Hrafnsdóttir lauk prófi í Umhverfis- og byggingarverkfræði árið 1997 frá Hl og meistaraprófi í vatns-auðlindaverkfræði frá Heriot-Watt University í Edinborg 2001. Hörn hefur mest af starfað hjá VST/ Verkís eða frá útskrift Joar til nú með einu hléi. Arin 2002-2005 vann hún hjá Almennu Verkfræðistofunni og 2005-2007 hjá Eik fasteignafélagi. Hörn hefur kennt straumfræði við Tækniháskólann 2004, Orkuháskólann RES 2010 og síðustu tvö misseri við HÍ og er aðjúnkt við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ. Samspil eldgosa og jökla veldur því að margar ár íslands flytja gífurlegt magn aurs til sjávar auk þess sem öskugos og jökulhlaup og í sumum tilfellum breytt sjávarstaða veldur því að í farvegum þessara áa eru kaflar með ofgnægð sands og/eða malar sem áin getur unnið á ef aurnámur hennar ofar í farveginum þrjóta eða færsla efna frá þeim er hindruð á einhvern hátt. Þegar ráðist er í nýtingu vatnsafls þessara áa er mikilvægt að skoða vel aurburðareiginleika þeirra því aurinn getur haft áhrif á líftíma véla og lóna auk þess sem breytingar á aurburði geta haft veruleg áhrif á umhverfið, bæði vatnafar, gróður og lífríki ánna. Þjórsá er ein þessara áa og sú þeirra sem hvað mest hefur verið átt við með veitum og virkjunum á íslandi. Landsvirkjun er með 5 starfandi virkjanir á vatnasviði árinnar og verður sú sjötta tekin í notkun á þessu ári. Þess utan eru uppi hugmyndir um þrjár nýjar virkjanir neðan Búrfells, talið ofan frá Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun með inntakslónin Hagalón, Árneslón og Heiðarlón. Við verkhönnun þessara virkjana kom í Ijós þörf á frekari rannsóknum á aurburðareiginleikum árinnar með tilliti til þessara þriggja virkjana þar sem aurburðarmælingar voru flestar gerðar við þá neðstu og illgerlegt að yfirfæra þær niðurstöðu á hinar. Sú í miðið, Holtavirkjun, var einfaldari í meðförum, bæði vegna þess að lónið yrði staðsett í austari kvísl Þjórsár við Árnesey og því miðað við að hanna inntaksvirkin við efri enda lónsins þannig að aurinn skolist strax framhjá virkjuninni og beint í vestari kvísl árinnar. Einnig vegna þess að Þjórsá rennur að mestu á klöpp á kaflanum frá Hvammsvirkjun að Holtavirkjun. Til þess að varpa frekara Ijósi á mögulega setmyndun í Hagalóni var ráðist í rannsóknarverkefni árið 2003 sem er einmitt umfjöllunarefni þessarar greinar. Yfirlit yfir ána frá Sultartangalóni að ósum er á mynd 1. Fræðagrunnur í árfarvegi berst aur annars vegar fram sem svifaur og hins vegar sem botnskrið. Þyngri/stærri korn berast sem botnskrið en þau léttari/minni sem svifaur. Þó er nokkur skörun á þessu auk þess sem misjafnt er á milli áa og eftir rennsli þeirra við hvaða kornastærð skilur á milli botnskriðs og svifaurs. Mjög fínkornótt efni berst með vatninu eins og í upplausn, því er styrkur slíkra efna mjög einsleitur í öllu þversniði árinnar. Eftir því sem kornastærðin eykst veldur þungi kornanna því að styrkur þeirra verður mjög breytilegur innan þversniðs árinnar þar sem þau leita niður 20 I ...upp í vindinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.