Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 12

Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 12
HJÓLASTÍGUR FRÁ FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR TIL REYKJAVÍKUR ákjósanlegrar hjólaleiðar (rautt). Notaðar voru eins metra hæðarlínur til að teikna upp hæðarsniðin. Sniðin ná frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar að Straumsvík í Hafnarfirði. Ákveðið var að skoða hæðarsnið innan höfuðborgarsvæðisins ekkert frekar. Á grafinu sést að hjólaleiðin er um 4 km lengri en Reykjanesbrautin þegar komið er að Straumi í Hafnarfirði. Yfir heildina litið tekur hæðarsnið fyrir ákjósanlega hjólaleið minni breytingum en hæðarsnið Reykjanesbrautar. Töluverð hækkun er á hjólaleiðinni á milli Reykjanesbæjar og Voga (staðsetning á tólfta til fjórtánda km leiðarinnar) en þá hækkar hjólaleiðin um 30 metra á um 1,5 km sem nemur um 2% halla að meðaltali. Hjólaleiðin liggur svo meðfram Vatnsleysuströnd en Reykjanesbraut liggur lengra inn í landi yfir Strandarheiði og þvi kemur ekki á óvart að hjólaleiðin liggur lægra á þeim kafla en Reykjanesbrautin. Á þessum kafla er hækkun á Reykjanesbrautinni um 32 metrum meiri en á hjólaleiðinni á um 7 km löngum kafla. Þó svo að einn hár toppur sé á hæðarsniði hjólaleiðarinnar þá eru langir kaflar leiðarinnar á jafnsléttu. Þó að hæsti hluti Reykjanesbrautarinnar liggi um 20 m neðar en hæsti punktur hjólaleiðarinnar þá eru jafnsléttir kaflar stuttir. En samanlögð hækkun á hvorri leið fyrir sig er nánast sú sama. Kostnaðarmat Ljóst er að kostnaður við þessa hjólaleið ræðst af því hvaða kröfur eru settar um gæði hjólaleiðarinnar, s.s. kröfur um gæði undirlags, gæði yfirborðs, aðskilnað við umferð, breidd stíga, merkinga og frágangs meðfram stlgum. Efst I forgangsröðinni er að sjá til þess að hjólaleið frá Reykjanesbæ að Reykjavík sé samfelld þannig að hægt sé að komast hjólandi þar á milli. Til þess þarf að leggja stíga þar sem engin umferðarmannvirki eru til staðar. Til að hjólaleiðin sé fær fyrir götuhjól þarf að koma fyrir sléttu yfirborði á malarvegina. Mikilvægt er að það vefjist ekki fyrir hjólreiðafólki hvar hjólaleiðin liggur en það er gert með notkun á skiltum og yfirborðsmerkingum. Merkingar stuðla einnig að því að hjólreiðafólk verði sýnilegra í umferðinni sem getur aukið öryggi og vakið athygli á hjólreiðum í samfélaginu. Eftir að samfelld vel merkt hjólaleið hefur verið lögð er hægt að betrumbæta hjólaleiðina þar sem við á, s.s. með aðskilnaði hjólandi við bílaumferð eftir Vatnsleysustrandarvegi, leggja tengistíga að Bláa lóninu og Ásbrú og annað þess háttar. Kostnaðarmatið er byggt á sundurliðuðum magntölum og einingaverðum þar sem reiknað er með 12% álagi vegna undirbúnings framkvæmda. Hönnun og umsjón er bætt við sem 12% og ófyrirséður kostnaður 15%. Kostnaður við þessar framkvæmdir er áætlaður um 330 millj. kr. en mikið fé sparast við að nota gamla Keflavíkurveginn sem undirlag hjólastígs. Þar sem kostnaður við uppbyggða stíga þar sem skipta þarf út jarðvegi er tvöfalt til þrefalt meiri en i þeim tilvikum þar sem ekki þarf að skipta út jarðvegi. Stærstur hluti ákjósanlegrar hjólaleiðar er á malbikuðum götum eða um 23 km. Á þessum götum verður þá blönduð umferð ökutækja og reiðhjóla en sjá þarf til þess að tekið sé tillit til umferðar hjólandi. Mismunandi yfirborðsmerkingar geta verið notaðar til að auka sýnileika hjólreiðafólks. Merkingarnar verða til þess að augljóst er hvar samfelld hjólaleið liggur ásamt því að minna ökumenn á umferð hjólandi. Ef hjólavísar eru notaðir á malbikuðum götum á leiðinni væri kostnaður vegna þeirra um 15 millj. kr. Kostnaður vegna hjólareina væri um 30 millj. kr. Um 16 km leiðarinnar liggja eftir malarvegum. Á þessum hluta leiðarinnar þarf að leggja slétt yfirborð sem hentar til hjólreiða. Malarvegirnir geta nýst sem undirlag fyrir malbikaða stíga þar sem einungis þyrfti að leggja jöfnunarlag undir malbik. Nóg er að jöfnunarlagið sé 50 mm ef malarvegurinn er sléttur en þarf að vera þykkara þar sem jafna þarf ósléttur. Hér verður því reiknað með 100 mm jöfnunarlagi. Það þarf að leggja um 4 km af nýjum stígum frá grunni svo að hjólaleið milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur verði samfelld. Frá mislægum gatnamótum við Hvassahraun þarf að leggja 1,5 km langan stíg í gegnum hraun sunnan við Reykjanesbraut að gamla Keflavíkurveginum nær Hafnarfirði. Á þessum hluta hefur Reykjanesbrautin verið lögð ofan á gamla Keflavíkurveginn. Hér þarf jarðýta að ryðja leið I gegnum hraunið en reiknað er með að rudda hraunið sé notað í fyllingu en líklegt er að bæta þurfi einhverju efni við fyllinguna. 50 mm jöfnunarlag er lagt ofan á fyllinguna og kaldblandað 100% endurunnið malbik er lagt þar á eftir. Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar liggur enginn stígur um 1,5 km leið að hringtorgi nær Reykjanesbæ. Isavia og Reykjanesbær hafa verið í viðræðum um að leggja hjólastíg milli Reykjanesbæjar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar svo að starfsmenn Isavia geti hjólað til og frá vinnu. Það er því hugsanlegt að þessi hluti hjólaleiðarinnar verði lagður von bráðar. Hér þarf að jarðvegsskipta og er reiknað með 600 mm fyllingu, 50 mm jöfnunarlagi og 50 mm lagi af kaldblönduðu endurunnu malbiki. Meðfram álverinu vantar stíg á um 1 km kafla ef hjólað er norðan Reykjanesbrautar. Hér er stígurinn uppbyggður á sama hátt og stígur frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Endurunnið malbik Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas (MHC) framleiðir kaldblandað malbik úr 100% endurunnu malbiki. MHC safnar malbiksúrgangi úr eigin framleiðslu, gömlu upprifnu malbiki og fræstu malbiki af götum. Hluta af þessu efni er bætt út í heitblandað malbik en vegna þess hve mikið af þessu efni fellur til er leitað nýrra leiða við nýtingu þess. Efninu er nú kaldblandað við 3,5% bikþeytu af þyngd í stöð. Prófanir hafa gefist vel og þykir kaldblandað 100% endurunnið malbik henta vel á umferðarminni vegi og göngustíga. Leggja þarf malbikið út snemma sumars því það þarf góða sumardaga til þess að hita upp malbikið og leyfa því að taka sig. Haustið 2012 voru göngustígar í Grindavík og hluti Krýsuvíkurvegs malbikaður með kaldblönduðu 100% endurunnu malbiki [15]. Malbikið hefur 12 I ...upp í vindinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.