Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 25

Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 25
SETMYNDUNIHAGALONI Mynd 6 Úr skýrslunni um setmyndun í Hagalóni. Augljós merki sandfoks í skjóli við árbakkana í farveginum rétt við Tröllkonuhlaup. Niðurstöður þessarar vinnu eru teknar saman í töflu 2 t Gl. Þeim ber ágætlega saman við mat byggt á mælingum á aurburði við Urriðafoss. Því má ætla að það mat sé raunhæft og af stærðargráðunni 22 Gl á 34 árum eða um 0,65 Gl á ári við Urriðafoss. Með tilkomu lóna sem ræna ána grófaurburði sínum fer ákveðið ferli í gang sem miðar að því að fullnýta sem fyrst aurburðargetu árinnar. Þvl er það þannig að rofið er alltaf mest efst til að byrja með og færist síðan niður með ánni þegar jafnvægi er náð eða auruppspretturnar uppurnar efst. Vegna þessa má ætla að tímaröðin í rofferli árinnar byrji efst í töflu 2 og leiti niður á við með undantekningu í Bjarnalóni, Bjarnalæk og Bjarnalækjarskurði. Aur frá þessum námum hefur auðvitað verið háður dælingu og rennsli um viðkomandi farvegi. Eftir að Sultartangalón kom til sögunnar er dæling úr Bjarnalóni orðin óþörf og því fellur sá þáttur út í framtiðinni. Rof í Bjarnalæk og Bjarnalækjarskurði ætti að vera mun minna nú en fyrst eftir virkjun. Fossáreyrar virðast vera nokkuð stöðugar en þó sést að hreyfing er á þeim þar sem mælingar á landi sýna breytingu frá þvl að loftmyndin var tekin. Einnig sáust greinilega staðir þar sem áin er að setja af sér. Þvi er Ijóst að þetta svæði tekur breytingum en hve hröðum verður að skoða á annan hátt. Sandáreyrar virðast einnig vera orðnar frekar stöðugar. Ljóst er að við neðri enda þeirra er áin komin á klöpp og því hugsanlegt að farvegsbreytingar á þessum kafla verði takmarkaðar í framtíðinni. Líklegt má telja af þessum tölum að meginrofið í dag eigi sér stað á svæðinu frá Murneyrum að Kálfholti. Út frá þessum niðurstöðum var lagt mat á hugsanlega setmyndun í Hagalóni. Teknir voru út allir kaflar neðan Hagalóns og þeir þættir sem þróuðust mjög hratt í upphafi annaðhvort teknir út, byggt á skoðun á svæðinu eða hlutur þeirra lækkaður miðað við að rof hafi verið mest til að byrja með og minnkað svo með tímanum. í niðurstöðukafla skýrslunnar var þetta tekið nánar saman og eftir stóð mat upp á um 0,05 Gl/ári sem gæti sest til í Hagalóni. Þessi aðferð hefur fært okkur nær takmarkinu en nægir ekki ein og sér. Því var einnig ráðist í að meta rofkraft árinnar og skoða þær jarðfræðilegu skorður sem henni eru settar. Tvenns konar aðferðafræði var notuð. í fyrsta lagi var lögð áhersla á að meta hvort áin hreyfi við botnefni sínu á mismunandi auraköflum árinnar. Reynt var að leggja mat á svokallað jafnvægisástand árinnar, þ.e. i hvaða þversnið og langhalla áin leitaði ef engar jarðfræðilegar skorður væru til staðar (hér er átt við hindranir eins og klöpp). Til þess að svara þessum spurningum var nauðsynlegt að vita langhalla árínnar, mæla þversnið á nokkrum stöðum innan aurakaflanna, straumhraða og kornadreifingu botnefna. Þar sem erfitt getur reynst að ná sýnum af botnefnum voru einnig teknar gryfjur á áreyrum til þess að meta botnefni. Til viðbótar þessu var reynt að meta hve langt áin getur gengið í að rjúfa aur úr farvegi sínum, þ.e. hvaða jarðfræðilegu skorður ánni eru settar. í þessum tilgangi var botngerð árinnar skráð (klöpp eða laus jarðlög) og þá hvort um fínefni (sand í þessu sambandi) eða grófefni (möl) er að ræða og gerðar þykktarmælingar á lausum jarðlögum á áreyrum. Við nánari skoðun gagnanna kom í Ijós að almennt spila jarðfræðilegar skorður (hraun, stórgrýti o.þ.h.) verulega stórt hlutverkogí raunstærraenætlaðvarfyrirþessarannsóknarvinnu. Einnig var óvissa í kornastærð fyrir botnefni það mikil að oft reyndist erfitt eða ómögulegt að reikna flutningsgetu og jafnvægisástand. Aðferðirnar gáfu þó góða hugmynd um virkni sniðanna. Niðurstöður þessarar aðferðar eru sýndar í töflu 3. í þessari vinnu skipti miklu máli hvar áin gat rofið botn og bakka. Einungis eru tveir kaflar virkir frá Búrfelli að Urriðafossi. Efri kaflinn nær frá Búrfelli að og inn í lónstæði Hagalóns og sá neðri nær frá Árnesflúðum að og inn í lónstæði Heiðarlóns. í grófum dráttum er efra svæðið grófara og flatara og því líklega Áætlað magn m.v. rúmtaksútreikninga Upptök efnis: Gl min áætlað max Dæling úr Bjarnalóni 4.0 6.0 8.0 Bjarnalækjarskurður 0.1 0.1 0.2 Bjarnalækur 1.3 4.0 6.0 Þverár - ekki teljandi magn Þjórsá neðan Búrfells að Núpsskógatanga (eyrarnar) 0.7 0.8 0.9 Þjórsá neðan Búrfelis að Núpsskógatanga (farvegsbreyting) 0.9 1.0 1.1 Þjórsá frá Núpsskógartanga að Skarfaneslæk 2.0 3.0 9.0 Þjórsá frá Murneyrum að Kálfholti 3.0 7.0 11.0 Alls 12.0 21.9 36.2 Áætlað magn m.v. mat úrfrá mælingum. 18.0 22.0 26.0 Tafla 2 Úr skýrslunni um setmyndun í Hagalóni. Samantekt niðurstaðna fyrir massavarðveislu og samanburður við mat útfrá aurburðarlyklum, sjá tilvitnun í kafla 4.1 í töflunni. Hér er átt við Gl á því tímabili sem til skoðunar var þ.e. 34 ár. ...upp í vindinn I 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.