Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 81

Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 81
UTSKRIFTARFERÐ 2013 verður lágmörkuð og vatnið þar að auki endurnýtt. Rafknúnir bílar sem keyra eftir fyrirfram ákveðnum leiðum munu sjá um að ferja fólk á milli staða, og er notkun einkabíls óheimil innan borgarinnar. Við ferðalangarnir fengum að ferðast stuttlega í slíkri bifreið. Aðeins þurfti að ýta á einn hnapp og þá keyrði billinn, bílstjóralaus, á áfangastað. Markmiðið með Masdar City er að borgin mengi ekki með losun koltvísýrings og að hún láti ekki frá sér neinn úrgang. Borgir í dag valda meira en 70% koltvísýringslosunar heimsins og stuðla þannig að gróðurhúsaáhrifum, svo þær rannsóknir sem fram fara í Masdar eru mikilvægt skref í þá átt að draga úr koltvísýringslosun á heimsvísu. Eftir heimsóknina í Masdar var ferðalöngunum sleppt lausum í miðbæ Abu Dhabi og strákarnir voru ekki lengi að finna sér markað sem seldi ódýran arabaklæðnað. Búrkur reyndust svo dýrar að stúlkurnar létu þær alfarið eiga sig, enda ekki hrifnar eftir fyrri reynslu í moskunni. Strákarnir máluðu þó bæinn rauðan í arabaklæðunum og urðu íslensku folarnir góð viðbót við fésbókarsíðu margra heimamanna, sem stoppuðu þá ítrekað til að fá myndir af þeim saman. Daginn eftir sóttum við verkfræðistofuna Target Engineering heim og fengum kynningu á þeirra starfsemi. Stofan var stofnuð árið 1975 og er meðal leiðandi verkfræðistofa í furstadæmunum. Target Engineering skiptist í fjórar megindeildir sem sérhæfa sig í byggingarverkfræði, haf- og strandverkfræði, rafmagnsverkfræði og vélaverkfræði. Starfsmenn eru um 12.600, en þar af eru um 2.500 í stjórnunar- og verkfræðistörfum. Áður en Target kvaddi okkur fengum við boð frá yfirmanni I byggingarverkfræðideildarinnar í einkasamkvæmi og grillveislu á einkaeyjunni þeirra. Ekki þurfti að verja miklum tíma í að sannfæra íslendingana um að samþykkja boðið, enda bauðst hann til að ferja okkur á milli á einkasnekkjunni hans. Nú var kominn tími til að leggja land undir fót á ný, og ferðast til Dubai, með stuttu stoppi í vatnsrennibrautagarðinum Yas Waterworld, þar sem fólk ýmist fékk adrenalínþörf sinni fullnægt eða nýtti tímann til að hlaða batteríin. í Dubai er allt morandi í háhýsum, sem hver keppast við að vera flottari og einstakari en hin. Hið flottasta er þó án efa Burj Khalifa, hæsta bygging í heimi. Inngangurinn að byggingunni er í gegn um Dubai Mall, sem að sjálfsögðu er stærsta verslunarmiðstöð heims og státar einnig af stærsta fiskabúri heims. Turninn er 828 metrar á hæð og hefur alls 163 hæðir, en útsýnispallurinn sem almenningi og íslenskum stúdentum er hleypt á er á 124. hæð. Ekki þarf að taka fram að útsýnið var stórbrotið. Seinasta vísindaferð þessarar námsferðar var heitið í Siemens LLC. Fyrirtækið er starfrækt um allan heim en höfuðstöðvar þess eru í Þýskalandi. Siemens hefur starfað í furstadæmunum í yfir 40 ár og hefur haft mikil áhrif á stoðkerfi landsins, t.d. í sambandi við vatn og rafmagn. Siemens leggur áherslu á að leita að verkfræðilegum lausnum á vandamálum framtíðarinnar, en þar má til dæmis nefna loftslagsbreytingar, fólksfjölgun og risaborgir. Fyrirtækið er einn stærsti birgi heims fyrir hugbúnað í heilsugeiranum og má þar nefna að þeir eru með þeim fremstu í heiminum í gerð heyrnartækja og röntgenbúnaðar. Já, Siemens er svo mikið meira en bara kæliskápar og þvottavélar! Eftir vikulanga og mjög viðburðaríka dvöl í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, þar sem meðal annars var farið í eyðimerkursafarí, sest í betri stofuna í einu af dýrustu hótelum heims, Pálminn í Dubai skoðaður, rölt um gullmarkaðinn og svo margt margt fleira, var kominn tími til að kveðja eyðimörkina og stefnan sett á framandi slóðir. Námsferðinni var lokið, og útskriftarferðin tekin við. Ferðinni var fyrst heitið til höfuðborgar Malasíu, Kuala Lumpur, en því næst tók við langt ferðalag um Tæland. Ævintýrin vantaði ekki í þessum seinni hluta ferðarinnar, en þau voru hins vegar af allt öðrum toga en þau sem við þegar höfðum upplifað í eyðimörkinni. Allt frá afslappandi hvíld á flekakofum í paradísarþjóðgarðinum Khao Soktil víðtækrar flóru nuddstofa, dömudrengja og eftirlíkingamarkaða í Phuket og Full Moon Party í Krabi til troðinna gatna í spillingarbælinu Bangkok, upplifunin var ógleymanleg. Samt sem áður var áherslan meira á afslöppun og skemmtun frekar en verkfræði, svo óþarfi er að hafa fleiri orð um það í faglegu verkfræðiriti eins og ...Upp í vindinn. Þessi ferð gaf okkur útskriftarnemunum einstakt tækifæri til að komast í tæri við verkefni sem eru öliu stærri og fjölbreyttari en þau sem við áður höfðum þekkt, auk þess sem við fengum að kynnast menningarheimum sem eru gríðarlega frábrugðnir okkar eigin. Eftir ferðina sneru því allir sáttir heim á leið og reynslunni ríkari eftir ógleymanlega náms- og útskriftarferð. ...upp í vindinn I 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.