Upp í vindinn - 01.05.2014, Page 21

Upp í vindinn - 01.05.2014, Page 21
SETMYNDUN í HAGALÓNI Fossheiði ^drvatn Heljapkinrt _r- > Skáldabúðaheiði Apava Lyngdalsheiði Hagalón' jkarösfjall iMerkurhraun Hestfjall Arnesló VERKIS Kottflrunnur. Loftmyntiu eiil Mynd 1 Yfirlitsmynd af Þjórsá frá Sultartangaióni aö ósum. á viö vegna eigin þunga. Þetta veldur því að efnisstyrkurinn veröur mestur viö botninn en minnstur efst og við bakkana. Botnskriðiö berst áfram með því að rúlla eöa skoppa eftir botni árinnar og getur því tímabundið veriö í einhverri hæö yfir honum. Svifaur er almennt ekki reiknaður með formúlum heldur byggist mat á svifaur á mælingum á honum í ám. Síðan eru svokallaðir aurburðarlyklar búnir til út frá mælingunum og þeir síðan notaðir til þess að reikna út svifaursmagn við mismunandi rennsli. Niðurstöðurnar eiga því eingöngu við viðkomandi á og enn fremur við viðkomandi stað í ánni sem mælingarnar fóru fram á. Botnskrið er hægt að mæla og nota síðan aurburðarlykla til að meta það við mismunandi rennsli. Einnig er til fjöldi reynslujafna til að meta botnskriðið. Þeir þættir sem hafa mest áhrif á hvort aur nær að setjast til í lónum eru stærð og þyngd aurkomanna, stærð og lögun lónanna og rennslið í gegnum þau, þ.e. viðverutími vatnsins í lónunum. Spennusaga af núverandi mati Árið 1982 kom út skýrsla eftir Hauk Tómasson um áhrif virkjunarframkvæmda á aurburð í Þjórsá. Skoðuð voru áhrif Búrfellsvirkjunar, veitu úr Þórisvatni og Sigölduvirkjunar. Á þeim tíma lágu fyrir samræmdar svifaurburðarmælingar I vatnakerfi Þjórsár í 20 ár og var unnið úr þeim gögnum á markvissan hátt. Niðurstöðurnar voru í grófum dráttum þessar: • Allur aurburður Köldukvíslar, um 0,5 milljón tonn á ári, sest til í Sauðafellslóni og Þórisvatni. • Um 0,8 milljón tonn setjast í Krókslón við Sigöldu á ári og um 0,2 berast áfram. • Svifaurburður Neðri Þjórsár er um 1,7 milljón tonn á ári í stað 3 fyrir framkvæmdir í ánni, þar af var grófi svifaurshlutinn (kornastærð > 0,02 mm) um 0,97. Til viðbótar var botnskrið metið 0,2 milljón tonn á ári með reikniaðferðum. Heildarflutningur grófefnanna (grófa svifaursins og botnskriðsins) var því metinn á um 1,17 milljón tonn á ári. í umræddri skýrslu var svifaurnum einungis skipt upp í grófan svifaur og fínan (kornastærð < 0,02 mm). Mælingar héldu áfram í tengslum við verkhönnun og umhverfismat virkjana í Neðri Þjórsá. Rétt eftir aldamótin voru tiltækar mælingar aftur skoðaðar, nú með áherslu á aurburð við hugsanleg framtíðarlón í Neðri Þjórsá. Til að byrja með voru allar tiltækar mælingar skoðaðar en nú með fjögurra flokka skiptingu svifaurs. Gerðar höfðu verið nokkrar botnskriðsmælingar sem einnig voru notaðar. Byrjað var á að skoða hvaða kornastærðir eru líklegastar til að setjast til í inntakslóni af þeirri stærðargráðu sem um ræðir við mögulegar virkjanir í Neðri Þjórsá. Fyrst voru jafna Stokes fyrir sethraða fínefna og jafna Rubeys fyrir grófari kornin notaðar við matið, sjá nánar í greinargerðinni. Niðurstaðan var sú að við venjulegt rennsli lægju skilin innan kornastærðarflokksins mélu (á bilinu 0,002-0,02 mm) en færðust upp um flokk við aukið rennsli yfir í fínan mó (á bilinu 0,02-0,06 mm). Hafa ber í huga að jöfnurnar miða við sethraða í kyrru vatni og að ekkert trufli fall kornanna. Við náttúrulegar aðstæður er hins vegar ...upp í vindinn I 21

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.