Upp í vindinn - 01.05.2014, Síða 33

Upp í vindinn - 01.05.2014, Síða 33
UNDIRSTAÐA NÚTÍMA LIFNAÐARHÁTTA af viðnámi jarðar. Furðulítið afl þarf til að hreyfa margra tonna skip, mun minna en margra tonna farartæki á landi. Loftflutningar eru dýrastir enda þarf afl bæði til að knýja farminn áfram og halda honum á lofti. Innan Evrópusambandsins er hundrað sinnum meira flutt með skipum en flugvélum. Þar er þó mest flutt með járnbrautum og bílum, 20% meira en með skipum. Fiutningar á milli heimsálfa Evrópumenn fundu um fimmtán hundruð ný og áður óþekkt lönd á siglingaleiðinni í vesturátt milli Evrópu og hinna eftirsóttu Asíulanda. Þetta voru Norður- og Suður- Ameríka. Siglingaleiðin suður fyrir Ameríku var hættuleg og tímafrek. Þá leituðu menn að leið norður fyrir Ameríku. Þar urðu vandræði vegna hafíss og kulda. Leitin að norðurleið hélt þó áfram. Árið 1845 lagði Sir John Franklin (1786-1847) upp frá Bretlandi á tveimur skipum með 129 manna áhöfn og vistir til þriggja ára, staðráðinn í að finna hina viðsjálu norðvesturleið. Hann sigldi norður með vesturströnd Grænlands og langleiðina að Davis-sundi, milli Kanada og Grænlands. Þar hélt hann í vestur en varð úti árið 1847 með allri áhöfn sinni á King William- eyju í norðurhluta Kanada. Örlög hans voru þó óljós á þeim tíma og beitti ekkja hans sér fyrir leitarleiðöngrum og gliman við norðvesturleiðina hélt áfram. Menn vildu einnig kanna hvort sigla mætti í norður og austur í átt til Kyrrahafs. Nils Adolf Erik Nordenskjöld (1832-1901) fæddist í Helsinki, af finnsk-sænskum ættum. Árið 1861 fór hann í leiðangur til Spitzbergen og eftir það stjórnaði hann mörgum rannsóknarleiðöngrum þar auk þess sem hann hafði forystu um rannsóknir Svía á Grænlandi 1870 og 1883. Árin 1878 til 1879 sigldi hann norðausturleiðina frá Atlantshafi til Kyrrahafs, norður fyrir Rússland, með vetursetu á leiðinni. Sænska ríkið fjármagnaði leiðangur hans sem kenndur er við skipið Vega. Hann sigldi heim um Suez-skipaskurðinn og lauk þannig fyrstur manna hringferð um Evrópu og Asíu. Eftir þetta vissu menn að sigla mátti norður fyrir Rússiand. Sovétríkin voru alls ráðandi á norðurheimskautinu Norðausturleiðin er umtalsvert lengri en norðvesturleiðin. Siglingar fyrir norðan Rússland milli Atlantshafs og Kyrrahafs eru þó tíðari en fyrir norðan Kanada. Deilt er um rétt til siglinga á norðvesturleiðinni, Kanadamenn líta á hana sem innleið hjá sér en Bandaríkjamenn telja hana alþjóðlega siglingaleið. Þessar deilur hafa meðal annars tafið fyrir nýtingu leiðarinnar til siglinga. Á sinum tima var Jósep Stalín dæmdur til útlegðar í Síberíu og kynntist óravíddum heimskautasvæðanna og því sem þær hafa að bjóða. Þetta er meðal annars talið hafa stuðlað að áherslu hans á rannsóknir og hagsmunagæslu á norðurslóðum eftir að hann varð einræðisherra í Sovétríkjunum. Eitt er víst, að sovésk stjórnvöld og síðan rússnesk hafa lagt mikla áherslu á heimskautasvæðin og halda úti langstærsta flota ísbrjóta, meðal annars til að fylgja skipum á norðausturleiðinni. Mikhail Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, hélt tímamótaræðu í Murmansk árið 1987 og sagði að opna ætti norðausturleiðina fyrir alþjóðlegri skipaumferð. Rússar myndu þjónusta skip á leiðinni, þeir hefðu gert hafnir, ættu ísbrjóta og björgunarskip til að veita skipum nauðsynlega þjónustu. Eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991 var alþjóðlegum skipafélögum síðan boðið að nýta þetta rússneska yfirráðasvæði milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Árið 2010 fóru fjögur skip með 111.000 tonn af varningi norðausturleiðina, árið 2011 voru skipin 34 með 820.000 tonn og 46 skip með 1,26 milljón tonn sigldu leiðina árið 2012 að sögn norska vefritsins Barents Observer. Árið 2013 fimmfaldaðist svo fjöldi skipa sem fór norðausturleiðina og fyrsta óstyrkta gámaskipið sigldi frá Hong Kong til Rotterdam um Norður-íshaf í september. Rússar kalla siglingaleiðina á ensku NorthernSeaRoute(NSR).ÁIeiðtogafundi Barentshafsráðsins í Kirkenes í lok júní 2013 sagði Dmitri Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, að eðlilegt væri að flytja tíu milljónir tonna þessa leið á ári og jafnvel meira. Vegna siglinga um Norður-íshaf verða gerðar ríkar öryggis- og mengunarkröfur, jafnvel umfram það sem krafist er í drögum að reglum Alþjóðasigiingamálastofnunarinnar fyrir heimskautasiglingar. Skipaumferð á þessum slóðum verður litin hornauga af umhverfisverndarsinnum og tryggingafélög fást ekki til að tryggja skipin á viðunandi kjörum nema fyllsta öryggis sé gætt. Hanna verður frá grunni 15-20 þúsund gámaeininga stórskip til flutninga á Norður-íshafsleiðinni með tilliti til ísskilyrða. Mikilvægt er að skipin haldi sem jöfnustum hraða í gegnum ísinn til að flutningarnir falli að alþjóðlegu flutninganeti skipafélaga og raski ekki tímaáætlunum sem hefði keðjuverkandi áhrif annars staðar. Hæpið er að einkafyrirtæki ráðist í hönnun slíkra skipa án náins samstarfs og hugsanlega stuðnings ríkja á svæðinu. Fá þarf tryggingar fyrir aðgangi að traustum siglingaupplýsingum, veðurkortum, ísspám o.s.frv. og koma þarf upp fjarkönnunar- og fjarskiptaneti sem nær til Norður-íshafsins alls, en stórt svæði við norðurskautið er nú utan slíkra neta. Umskipunarhöfn Flutningar á milli Asíu og Evrópu eru gríðarlega mikilvægir. Sjóleiðin er mun greiðari en landleiðin. Kostnaður við að sigla um Suez-skurð og Malakka- sund (milli Súmötru og Malasíu) er mikill og leiðin hefur verið ótrygg. Til dæmis hafa sjóræningjar fyrir ströndum Sómalíu oft valdið umtalsverðu tjóni. Það styttir sjóleiðina frá Rotterdam í Hollandi til Yokohama í Japan um 40% að sigla norðausturleiðina á milli íslands og Noregs, austur með norðurströnd Rússlands um Beringssund og suður Kyrrahaf. Siglingagjöld á þessari leið eru lægri en ef farið er um Suez- skurð eða Panama-skurð. Afkastageta skipaskurðanna er auk þess takmörkuð og bið eftir afgreiðslu við þá lengist sífellt með auknum flutningum. Norðmenn vilja að Kirkenes, landamærabær við Rússland, verði miðstöð siglinga um norðausturleiðina. Múrmansk er næsta stóra höfn í Rússlandi, en báðar eru hafninar íslausar. Það er umtalsverð námuvinnsla á norðlægum svæðum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi og hafa járnbrautir verið lagðar vegna hennar en að öðru leyti er lítið um samgöngumannvirki á landi. Best er að flytja hrávörur að höfn og þaðan með skipi á endanlegan áfangastað. Múrmansk og Kirkenes eru taldar heppilegar umskipunarhafnir. Þar sem siglingaleiðin er í dag aðeins íslaus í ágúst og september þyrfti að notast við ísstyrkt skip ef sigla á reglulega um Norður-íshaf en slík skip eru dýrari í rekstri. Þau myndu þvi aðeins flytja vörurnar um svæði þar sem ís gæti verið, en um leið og komið væri að íslausri höfn væri varningi umskipað í ódýrari skip og þaðan til hafna á meginlandi Evrópu eða í Norður-Ameríku. ...upp í vindinn I 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.