Upp í vindinn - 01.05.2014, Síða 34

Upp í vindinn - 01.05.2014, Síða 34
UNDIRSTAÐA NÚTÍMA LIFNAÐARHÁTTA Engin hafnarmannvirki eru í stakk búin til aö taka við þeim tröllauknu flutningaskipum sem væntanlega verður að nota til að heimskautaflutningar verði samkeppnishæfir við flutninga um aðrar leiðir. Ráðast þarf í umfangsmiklar breytingar á núverandi höfnum, dýpka þær og stækka, eða gera frá grunni nýjar hafnir til að þjóna heimskautaflutningum. Síðari kosturinn er líklega vænlegri, a.m.k. Atlantshafsmegin, vegna þess hvað eldri umskipunarhafnir í Evrópu og á austurströnd Ameríku eru langt frá Norður-íshafi, auk þess sem kostnaður vegna stækkunar þeirra og dýpkunar yrði varla minni en kostnaður við gerð nýrra hafna. Rotterdam í Hollandi er nú mesta flutningahöfn Evrópu. Austurströnd íslands er ef til vill of nálægt Rotterdam til að umskipun hér vegna flutnings þangað þætti hagkvæm. Öðru máli kynni að gegna um flutninga til New York eða annarra hafna í Norður-Ameríku. Viðskiptasjónarmið munu ráða vali skipafélaga á stað fyrir umskipunarhöfn eins og ákvörðunum þeirra almennt um nýtingu norðausturleiðarinnar. Hefji eitt stórt alþjóðlegt skipafélag að nota leiðina munu önnur sigla í kjölfarið. í Kina, þar sem engar stórar viðskiptaákvarðanir eru teknar án vitundar og vilja stjórnvalda, ræður tillit til þeirra úrslitum að lokum. Norðmenn féllu til dæmis í ónáð í Kína eftir að kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2010. Við Miðjarðarhaf er Piraeus í Grikklandi ein mesta flutningahöfnin. Kínverska ríkisfyrirtækið COSCO, stærsta flutningafyrirtæki heims, leigði helming hafnarinnar fyrir 500 milljón evrur árið 2010 þegar rekstur hennar var einkavæddur að hálfu. í október 2012 birtist frétt í The New York Times um að flutningamagn um höfnina hefði þrefaldast á tveimur árum undir stjórn COSCO. Störfum hefur fjölgað og skatttekjur margfaldast. Fyrir þessa einkavæðingu hafði höfnin nánast verið lömuð í þrjú ár vegna verkfalla. Samkeppnin sem kom með einkavæðingunni hefur einnig aukið umferð um hinn gríska hluta hafnarinnar og verkföll þar eru færri en áður. Norðmenn og Rússar hafa forskot gagnvart íslendingum þegar rætt er um umskipunarhöfn vegna norðausturleiðarinnar ráði hagkvæmni ákvörðunum. Ráði önnur sjónarmið kann island að vera í myndinni, til dæmis hjá COSCO, vilji Kínverjar hvorki eiga neitt undir Rússum né Norðmönnum í þessu efni. Eins og áður segir mun ákvörðun skipafélaga ráða mestu um stöðu íslands í þessu stóra samhengi hlutanna. Enginn gerir umskipunarhöfn fyrir risastór Isstyrkt skip án þess að viðskipti við þau séu vís. í þessu efni er enginn annars bróðir í leik. Hagsmunir eru miklir, fjárhagslegir og pólitískir. Rotterdamhöfn er enn sambærileg miðstöð og hún hefur verið frá sextándu öld þótt Hollendingar séu ekki lengur stórveldi eins og á þeim tíma. Það er ólíklegt að margar hafnir verði gerðar til að sinna umskipun á norðurleiðinni. Sá sem tryggir sér fyrst öruggt og nægjanlegt flutningamagn hefur tromp á hendi. Til að norðurslóðasiglingar taki að móta flutninganet heimsins þarf sameiginlegt átak skipafélaga, sem ráða ferðinni, og opinberra aðila sem sjá þeim fyrir nauðsynlegri aðstöðu og mannvirkjum. Erfitt er að meta heildarkostnaðinn af slíku átaki. Umfang þess getur þó tæpast verið meira en þegar ráðist var í að opna siglingaleiðir um Suez- eða Panama-skurð á sínum tíma sé tekið tillit þeirra framfara sem orðið hafa í efnahag og tækniþekkingu síðan ráðist var í þær framkvæmdir. Hvað sem líður samdrætti í flutningum vegna kreppuástands munu sjóflutningar aukast til langs tíma. Vöxturinn hefur numið að meðaltali um 6% á ári frá því um miðja síðustu öld og verið enn hraðari á síðari árum rétt fyrir kreppuna, eða 8,3% árin 1994- 2004. Suez- og Panama-skurðir eru fyrir löngu orðnir þröskuldar í vegi efnahagsþróunar iðnríkjanna við Norður-Atlantshaf. Þau líða fyrir þrönga tengingu við hagvaxtarvélina í Austur-Asíu. Fyrirhuguð stækkun skipaskurðanna um Panama og Suez mun engan veginn nægja til að sinna fyrirsjáanlegri flutningaþörf á komandi árum og áratugum. Stækkunin á Suez-skurðinum mun ef til vill anna aukinni flutningaþörf frá Suður-Asíu. Hún tekur hins vegar ekki mið af spám um langvarandi hagvaxtarskeið á Indlandi, í Indónesíu og víðar þegar efnahagur heimsins nær sér aftur á strik. Kínverjar, Japanir, Suður-Kóreumenn og aðrar þjóðir í Austur og Suðaustur-Asíu, sem búa lengra frá Suez-skurðinum, þurfa því að leita nýrra flutningaleiða til Evrópu og austurstrandar Norður-Ameríku eða efla viðskiptasambönd við þjóðir á Kyrrahafssvæðinu. Þeir sem eiga og reka hafnir á meginlandi Evrópu fylgjast náið með hverju skrefi sem stigið er við töku ákvarðana um umskipunarhöfn í norðri. Innan Evrópusambandsins finnst mörgum óþægilegt, svo ekki sé meira sagt, að ekkert landanna sem kemur til álita við töku þessara ákvarðana er í sambandinu en allar stóru hafnirnar í Evrópu eru innan þess. Örlög þeirra kunna að ráðast verði gjörbreyting á sjóflutningum milli Kyrrahafs og Atlantshafs. Hröð bráðnun ísinn á norðurheimskautinu bráðnar hraðar en gamlar spár sögðu. Kínverski ísbrjóturinn Snædrekinn, eða Xue Long, reyndi í september 2012 að verða fyrstur skipa til að sigla þvert yfir norðurpólinn. Skipið fór norðausturleiðina frá Shanghai til Reykjavíkur en lagði úr höfn frá Akureyri og tók stefnu þvert yfir pólinn. fs hindraði að það tækist en Kfnverjar hafa ekki viljað gefa upp hve langt frá markinu þeir voru, en það er Ijóst að þeir sigldu langt undan landhelgi Rússlands. Yrði unnt að sigla þvert yfir Norður-íshafið væri leiðin á milli Rotterdam og Yokohama ekki nema helmingurinn af leiðinni í gegnum Miðjarðarhaf, um Suez-skurð, Rauðahaf og Indlandshaf. Heimskautaleiðin er20% styttri en ef siglt er með strönd Rússlands, auk þess þarf ekki að greiða Rússum siglingagjöld eða fara að reglum þeirra um fylgd ísbrjóta sé hún farin. Vísindamenn um borð í Snædrekanum, þar á meðal tveir íslendingar, gerðu margvíslegar rannsóknir á leið sinni og settu út margar baujur til að mæla hafstrauma. Kínverjar telja að stórviðri og kulda í landi sínu megi rekja til bráðnunar íshellunnar. Hafstraumar virðast almennt leita frá austri til vesturs og því rekur ís frá norðausturleiðinni og yfir til norðvesturleiðarinnar þar sem hann safnast frekar fyrir við strendur Kanada. Nýjustu spár fræðimannanna Laurence C. Smiths og Scotts R. Stephensons, sem báðir vinna við lofstlags stofnun UCLA í Los Angeles, gera ráð fyrir að íshellan á norðurskautinu bráðni svo hratt fram til 2050 að þá geti venjuleg skip siglt norðausturleiðina með ströndum Rússlands án hættu af hafís og að norðvesturleiðin við Kanada verði opin slíkum skipum annað hvert ár. Þá verði einnig hægt að sigla pólleiðina með samskonar skipum og nú sigla norðausturleiðina. 34 I ...upp í vindinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.