Upp í vindinn - 01.05.2014, Side 47

Upp í vindinn - 01.05.2014, Side 47
BYGGINGARREGLUGERÐ, ORSKUSPARNAÐUR OG HITAEINANGRUN hefur í för með sér urmul kuldabrúa með tilheyrandi orkutapi, steypuskemmdum, tæringu burðarvirkis og rakamyndun í vistarverum. Hvers vegna þessi byggingaraðferð hefur viðgengist er umhugsunarefni þó vitað hafi verið mjög lengi að aðferðinni fylgja miklir annmarkar, sem horft hefur verið fram hjá við hönnun húsa hér á landi. Til þess að leiða í Ijós muninn á orkutapi íbúðarhúss eftir staðsetningu einangrunar fékk Steinull hf. Dr. Björn Marteinsson verkfræðing og arkitekt til að reikna tiltekið hús í Kópavogi sem samþykkt var hjá byggingarfulltrúa Kópavogs í júlí 2008. Húsið er steinsteypt íbúðarhús, tvær íbúðarhæðir með bílageymslu á jarðhæð. Þak er einangrað á steypta plötu að hluta og í sperrubil að hluta. Útreikningur á að miðast við núgildandi kröfur byggingar- reglugerðar og framsetningu á þeim útreikningum eins og krafist er í reglugerð. Gerðir voru þrír útreikningar á þessu húsi, sá fyrsti var með einangrun útveggja að innan, annar með einangrun að innan og ísteypta einangrun til að minnka áhrif kuldabrúa og sá þriðji var miðaður við einangrun að utan undir loftræstri klæðningu. Við samanburð á þessum útreikningum kemur í Ijós að draga má nokkuð úr áhrifum kuldabrúa með ísteyptri einangrun þegar einangrað er innan á veggi en með einangrun að utan eru áhrif kuldabrúa óveruleg (eftir er aðeins ein kuldabrú í þaki). í meðfylgjandi kökumyndum sést hvernig skipting er á varmatapi eftir að orkuramminn hefur verið leiðréttur með aukinni einangrun Útreikningur 1 Skipting leiðnitaps - Einangrað að innan, raun - óeinangraðar kuldabrýr. U-gildi útveggja 0,17 og gólfs 0,16 til að vega á móti kuldabrúm. ■ Þak ■ Veggir (nettó) ■ Gluggar og hurðir (múrmál) ■ Gólf ■ Kuldabrýr Sniðmynd af útreikningi U-gilda og að teknu tilliti til orkuramma húss. Vægi kuldabrúa 36% í orkutapi. U-gildi útveggja 0,17 W/m2K, Botnplata á fyllingu U-gildi 0,16 W/m2K. U-gildi þaks einangrað á steypta plötu 0,15 W/m2K. U-gildi þaks einangrað milli sperra 0,20 W/m2K. Vegið meðaltal U-gildis glugga í þessum útreikningum er 1,91 W/m2K Útreikningur 2 Skipting leiðnitaps - Einangrað að innan, raun “lágmörkun” kuldabrúa. U-gildi útveggja 0,17 og gólfs 0,20 W/m2K til að vega á móti kuldabrúm. ■ Þak ■ Veggir (nettó) ■ Gluggar og hurðir (múrmál) ■ Gólf ■ Kuldabrýr Einangrun milli sperra 220 mm Einangrun á steypta plötu 200 mm Sniðmynd af útreikningi U-gilda og að teknu tilliti til orkuramma húss. Vægi kuldabrúa 33% í orkutapi. U-gildi útveggja 0,17 W/ m2K, Botnplata á fyllingu U-gildi 0,20 W/m2K. U-gildi þaks einangrað á steypta plötu 0,20 W/m2K. U-gildi þaks einangrað milli sperra 0,20 W/m2K. Vegið meðaltal U-gildis glugga í þessum útreikningum er 1,91 W/m2K ...upp í vindinn I 47

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.