Upp í vindinn - 01.05.2014, Page 48
BYGGINGARREGLUGERÐ, ORSKUSPARNAÐUR OG HITAEINANGRUN
á útveggjum og gólfplötu þegar einangraö er að innan. í öllum
þessum dæmum er reiknað með góðum gluggum og gleri þannig
að U-gildi glers í föstum gluggum er 1,1 W/m2K og í opnanlegum
fögum 1,9 W/m2K. í reglugerðinni er krafa um vegið meðaltal
glugga 2,0 W/m2K og hurða 3,0 W/m2K.
í útreikningi 1 þarf að auka einangrun í þaki á steypta plötu I 250
mm, útveggja í 220 mm og einangrun undir gólfplötu í 175 mm
til að halda orkuramma.
í útreikningi 2 er dregið úr áhrifum kuldabrúa með því að steypt
er inn 25 mm einangrun neðan í loftaplötur 500 mm inn frá
útvegg. Eftir sem áður þarf að auka einangrun á útveggi í 220
mm og í gólfi í 125 mm.
í útreikningi 3 eru áhrif kuldabrúa óveruleg og er nauðsynleg
þykkt einangrunar á útveggi 115 mm. er þá reiknað með
festingum á einangrun við útvegg. Lágmarksþykkt undir gólf er
60 mm í þessu dæmi.
Eins og áður kom fram er krafan samkvæmt byggingarreglugerð
grein 13.2.3. að lagðir séu fram útreikningar á heildarleiðnitapi
nýbyggingar sem sótt er um leyfi fyrir. Þessir útreikningar
sýna svo ekki verður um villst að þörf er á nýrri hugsun við
hönnun sem hefur það að markmiði að eyða öllum kuldabrúm
í nýbyggingum. Má ætla að það geti varla verið erfiðara
fyrir íslenskan byggingarmarkað en hjá öðrum norrænum
þjóðum. Mannvirkjastofnun hefur með hendi samræmingu á
byggingareftirliti. Stofnunin er með í vinnslu og skoðun gögn
sem auðvelda hönnuðum og byggingarfulltrúum vinnu við gerð
og yfirferð greinargerðar sem krafist er í reglugerð.
Útreikningur 3
Skipting leiðnitaps - Einangrað að utan
U-gildi útveggja 0,40 og gólfs 0,30 W/m2K samkvæmt
reglugerð.
■ Þak
■ Veggir (nettó)
Gluggar og hurðir
(múrmál)
■ Gólf
■ Kuldabrýr
Sniðmynd af útreikningi U-gilda og að teknu tilliti til orkuramma húss. Vægi kuldabrúa 1% I orkutapi. U-gildi útveggja 0,40 W/m2K,
Botnplata á fyllingu U-gildi 0,20 W/m2K. U-gildi þaks einangrað. á steypta plötu 0,20 W/m2K. U-gildi þaks einangrað milli sperra 0,20
W/m2K. Vegið meðaltal U-gildis glugga í þessum útreikningum er 1,91 W/m2K