Upp í vindinn - 01.05.2014, Síða 55

Upp í vindinn - 01.05.2014, Síða 55
HÖNNUN TREFJASTYRKTRA OG HEFÐBUNDINNA PLATNA Á FYLLINGU eingöngu um þær plast- og stáltrefjar sem framkalla aukningu í buröarhæfni platna, slíkar trefjar nefnast burðarþolstrefjar (e. structural fibers, fiber-reinforcement). Þekkt er að bæta trefjum í steypu til að hindra sprungumyndun en eiginleikar fyrrnefndra trefja eru ólíkir og trefjarnar ekki notaðar I nákvæmlega sama tilgangi. Trefjar eru dreifðar um allan massann og teljast sem þrívíð bending, ólíkt járnagrind sem telja má tvívíða. Því eru trefjarnar hentugri til að hindra sprungumyndun [1] sjá mynd 1. Ýmsar aðferðir við hönnun platna á fyllingu hafa litið dagsins Ijós og fela þær margar hverjar í sér nákvæma spennureikninga. Aðferðirnar eiga það sameiginlegt að byggjast á því að reiknaðar séu beygjuspennur og beygjubrotþol þlötunnar. Bæði hafa verið uppi aðferðir sem byggjast á „plastískum“ (e. plastic) og „elastískum/fjaðrandi“ (e. elastic) útreikningum. Hvor leiðin er „réttari" verður sennilega seint ákvarðað og þvf verður hönnuður að gera slíkt upp við sjálfan sig. Spennuástand steyptrar plötu sem hvílir á jarðvegi er flókið og þess vegna er það sjaldnast reiknað til fullnustu [3]. Við vinnslu verkefnisins var ákveðið að taka fyrir aðferð Mayerhof's sem byggir á plastískri spennugreiningu platna undir punktálagi á afmörkuðum álagsfleti (e. patch load) en slíkt álag er oftast talið ráðandi við hönnun plötunnar. Notast var við reikniaðferðina til að bera saman annars vegar plötugerðir sem styrktar hafa verið með samhangandi járnagrind og hins vegar plötur með stál- eða plasttrefjum. Sett var saman álagstilfelli sem líkir eftir álagi frá Mynd 1 Sýnir hvernig trefjar og bendistál hindra sprungumyndun [2] vörurekka sem skilar miklum punktkrafti á skilgreint álagssvæði. Togþol trefjablandaðrar steinsteypu Hönnun trefjastyrktrar steinsteypu getur þó reynst snúin og hafa hönnuðir ekki komið sér saman um eina rétta aðferð til að meta burðarþolslega hæfni hennar en hún telst sem fræðigrein útaf fyrir sig. Trefjar hafa áhrif á teygjanleika (e. tensile) steinsteypu. Aðallega er það seigla (e. ductilitý) efnisins sem breytist, ekki beinn togstyrkur. Dæmigerða teygjanleikahegðun trefjablandaðrar steypu má sjá á mynd 2, en hún lýsir spennu á y-ás og streitu á x-ás. Það álag sem er við/eftir fyrstu sprungu (e. post-crack stress) er kallað styrkleif (e. residuat strength) og er skilgreint á mynd 2 sem fftk.res [4]. Við styrkútreikninga á trefjastyrktri steinsteypu er algengt að notast við hlutfall hámarksspennu ft og styrkleifar (fftk.res) °9 kallast það jafngildis beygjustyrks hlutfall (e. equivalent flexural strength ratio). frá kraftajafnvægi þversniðsins þar sem járnamagn er þekkt, en ekki verður fjallað sérstaklega um það hér þar sem slíkar aðferðir eru nokkuð þekktar. Vægiþol steinsteypts þversniðs sem styrkt hefur verið með trefjum getur reynst flókið að setja fram á einn hátt. Hönnuðir hafa ekki komið sér saman um eina rétta lausn um það hvernig slíkt er metið. í Ijósi þess var tekin fyrir sú aðferð sem þótti trúverðug og sýnir hvernig nálga má vægiþol trefjastyrkts þversniðs. Aðferðin byggir á því að fara eftir uppstillingu spennumyndunar við prófun og áætlaðar raunverulegar spennumyndanir í trefjastyrktu þversniði. Á mynd 3 sést hvernig hægt er að setja fram vægiþol þversniðsins með því að gera ráð fyrir kraftajafnvægi. Raunverulega hegðun trefjastyrktrar steinsteypu við beygjuáraun verður að sýna fram á með tilraunum því útreikningar eru aðeins byggðir á nálgunum [5]. /cd -0-8S fA/yt Vægiþol steypts þversniðs Álagsþol platna með hefðbundinni járnbendingu ræðst að mestu af þykkt plötu og járnamagni. Hægt er að skilgreina vægiþol slíkra þversniða út ...upp í vindinn I 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.