Upp í vindinn - 01.05.2014, Síða 78

Upp í vindinn - 01.05.2014, Síða 78
NAGLARNIR 2013-2014 Frábært félagslíf Nemendafélagið Naglarnir er að vanda með eitt öflugasta félagsstarf innan Háskólans á þessu ári. 2013- 2014 eru skráðir 83 félagsmenn í félag umhverfis- og byggingarverkfræðinema af þeim rúmu hundrað sem skráðir eru í námið. Þetta gerir félagið líklega að stærsta og virkasta nemendafélagi innan Háskólans (miðað við höfðatölu). Þrotlaus undirbúningsvinna stjórnar sem hófst strax sl. sumar skilaði sér í glæsilegri uppskeru en farið er í vísindaferðir til frábærra fyrirtækja um allan bæ á hverjum einasta föstudegi. Eftir hörkuviku er gott að slaka á í góðra vina hópi. Allt frá Mannvit yfir í Vegagerðina auk bruggverksmiðja á við Vífilfell og margra annara góðra fyrirtækja. Gleðin er stanslaus bæði í huglægu og fljótandi formi. Arnór Bragi Elvarsson Árið hófst með því að taka Formaður Naglanna við nýnemum i hinni árlegu 2013-2014 nýnemaferð sem gefur smjörþefinn af framhaldinu. í september var farin Haustferð sem venjulega leiðir til vísindaferða út á landi, en ákveðið var að halda sig innan borgarmarkanna í þetta sinn. Olíufyrirlestur í Orkustofnun og ratleikur um miðbæinn heppnuðust gríðarvel en kvöldinu lauk á Zimsen (heitir nú Brikk) líkt og mörg önnur kvöld. Þar að auki ber að nefna hina stórglæsilegu skíðaferð til Akureyrar auk árshátíðar Félags verkfræðinema sem haldin er á Hótel Selfossi. Allt hótelið er lagt undir fyrir þessa skemmtun og eru matur, ball og gisting innifalin. Af hverju umhverfis- og byggingarverkfræðinám? Jafnvægi er að nást í byggingariðnaði eftir erfið ár í kjölfar efnahagsástandsins og framtíðin er björt. Sífellt er sýnt fram á þörf á fleira tæknimenntuðu fólki. Þegar tíu prósent af verðmætasköpun íslands er í mannvirkjaframkvæmdum er mikilvægt að hafa öflugt fólk sem sinnir hönnun mannvirkjanna. Það sakar ekki að fólkið sé stórskemmtilegt þvi til viðbótar. Verkfræðistofur og verktakar hafa sótt í sig veðrið og vinna verkefni um allan heim auk þess að sinna verkefnum sem upp koma hérlendis. Námið er víðfeðmt, krefjandi og lifandi. Maður hefði ekki leyft sér að detta það í hug að kennarar gætu meira að segja gert steinsteypu áhugaverða. En jú, það er hægt. Fólk kemur hvaðanæva að til að stunda námið við Háskóla islands: Reykjavík, utan að landi eða jafnvel frá útlöndum, og það eru bæði strákar og stelpur sem sækja um. Síðastliðið haust voru rétt rúmlega 50% nýnema konur. Þú getur haft áhrif Byggingarverkfræðinám undirbýr mann fyrir hvað sem er og styrkir hæfileika bæði til þess að fara að vinna á verkfræðistofu, vinna fyrir verktaka, í banka, sitja á þingi, önnur stjórnunarstörf eða grunn til nýsköpunar. Sem umhverfis- eða byggingarverkfræðingur getur maður haft áhrif á mótun samfélagsins. Þess vegna valdi ég námið. Svo er þetta líka fáránlega skemmtilegt. Að lokum vil ég, fyrir hönd stjórnar, þakka samnemendum okkar fyrir frábært ár. Það hefur verið sannkallaður heiður að sinna störfum fyrir þetta félag sem er svo stútfullt af hressu fólki. Dagsetning Viðburður 23.08 Nýnemaferð 30.08 Nýnemadjamm 06.09 Mannvit verkfræðistofa 13.09 Hringrás endurvinnsla 20.09 BM-Vallá steypustöð 27.09 Haustferð 04.10 Efla verkfræðistofa 09.10 Samskip 18.10 íslandsbanki 25.10 Arion banki 01.11 Árapartý 08.11 NOVA 15.11 Eykt verktaki 17.12 Próflokadjamm (já, á þriðjudegi) 17.01 Vífilfell 24.01 Keilumót 31.01 Skíðaferð til Akureyrar 07.02 Hnit verkfræðistofa 14.02 HR 21.02 ístak verktakar 28.02 Lífsverk lífeyrissjóður 07.03 Verkís verkfræðistofa 14.03 Árshátíð 21.03 Landsvirkjun 28.03 Aðalfundur félagsins 04.04 Kennarafögnuður 11.04 Vegagerðin 09.05 Fyrirhugað próflokadjamm 78 I ...upp í vindinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.