Mímir - 01.04.1973, Side 4
FRÁ ENDURSKOÐUN TIL VALTÝSKU
Hafin er útgáfa ritraðar, sem nefnist Sagnfrœðirannsóknir —
Studia bistorica, og stendur Sagnfræðistofnun Háskóla fslands að
henni, en Bókaútgáfa Menningarsjóðs annast útgáfu og dreifingu.
Ritstjóri er Þórhallur Vilmundarson, prófessor.
I ritröð þessari er ætlunin að birta prófritgerðir frá Háskóla fslands
um sagnfræðileg efni, sagnfræðirannsóknir, sem unnið verður að
á vegum Sagnfræðistofnunarinnar, og aðrar sagnfræðiritgerðir, sem
sérstök ástæða þykir til að gefa út.
Fyrsta bókin í ritröðinni Sagnfrœðirannsóknir — Studia historica ■—-
heitir Frá endurskoðun til valtýsku og er eftir Gunnar Karlsson
cand.mag. Er hún að stofni ritgerð til kandídatsprófs í íslenzkum
fræðum við Háskóla íslands og markmið hennar að skýra stefnu-
breytingu þá, sem varð í stjórnarskrárbaráttu íslendinga á síðasta
áratug 19- aldar. Er einkum könnuð saga stjórnarskrármálsins á
þingi 1895, en leitazt við að tengja hana atburðum fyrr og síðar
og fjallað um nokkur aðalatriði í stjórnarskrárbaráttunni allt frá
1885 til 1897 eða til þess tíma, þegar „benediskunni” lýkur og
„valtýskan” hefst, en þá er skammt í heimastjórn íslendinga 1904.
Frá endurskoðun til valtjsku skiptist í 10 meginkafla, og fylgir
úrdráttur efnisins á ensku, þýddur af Jóhanni S Hannessyni. Bókin
er 167 blaðsíður að stærð, vélrituð, en offsetprentuð í Odda.
BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS
OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS